Sveindís: „Það er ekki annað hægt en að bara mæta 100 prósent og ætla sér sigur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. september 2021 21:06 Sveindís Jane Jónsdóttir átti fína spretti í kvöld. Hún segir að það hafi bara vantað herslumuninn hjá liðinu í dag til að koma boltanum yfir línuna. Vísir/Hulda Margrét Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, var að vonum svekkt eftir 2-0 tap liðsins gegn Hollendingum á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segir þó að hún hafi séð margt jákvætt í leik íslenska liðsins. „Leikurinn var bara ágætur, við sóttum vel á þær og áttum mjög marga sénsa,“ sagði Sveindís eftir leik. „Mér fannst við geta skorað nokkur mörk eins og þær, en það gekk ekki í dag, því miður.“ Þorsteinn Halldórrson, þjálfari liðsins, sagði eftir leik að stelpurnar hafi mætt hugrakkar til leiks. Sveindís tók undir það. „Jú, alveg 100 prósent. Við ætluðum bara að vinna leikinn þannig að við mættum þannig stemmdar í leikinn. Við gerðum okkar allra besta og fengum mörg færi til að geta skorað Þær fá líka nokkur færi en við gerðum okkar allra besta.“ Holland er með eitt sterkasta landslið heims, en Sveindís segir að það að liðið hafi mætt í leikinn með það að markmiði að vinna sýni hversu langt þær eru komnar. „Það er ekki annað hægt en að bara mæta 100 prósent og ætla sér sigur. Við mættum bara þannig og þessar hollensku stelpur eru ótrúlega sterkar þannig að ég held að við getum alveg gengið sáttar frá þrátt fyrir að hafa tapað.“ Sveindís segir enn fremur að það hafi verið ótrúlega gaman að glíma við hollensku stelpurnar, en það hafi bara vantað herslumuninn til að koma boltanum yfir línuna. „Þetta var bara ótrúlega gaman. Það er svo ógeðslega gaman að mæta svona sterkum leikmönnum. Þannig að mér fannst þetta bara mjög gaman.“ „Það vantaði bara aðeins upp á í dag. Við fengum alveg ótrúlega mörg færi til þess að klára þetta, en það gekk ekki upp í dag.“ „Það er mjög mikið jákvætt. Við vörðumst vel og fengum ekkert rosalega mörg færi á okkur. Þetta voru skot fyrir utan teig, þannig að þær bara hittu hann vel.“ Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira
„Leikurinn var bara ágætur, við sóttum vel á þær og áttum mjög marga sénsa,“ sagði Sveindís eftir leik. „Mér fannst við geta skorað nokkur mörk eins og þær, en það gekk ekki í dag, því miður.“ Þorsteinn Halldórrson, þjálfari liðsins, sagði eftir leik að stelpurnar hafi mætt hugrakkar til leiks. Sveindís tók undir það. „Jú, alveg 100 prósent. Við ætluðum bara að vinna leikinn þannig að við mættum þannig stemmdar í leikinn. Við gerðum okkar allra besta og fengum mörg færi til að geta skorað Þær fá líka nokkur færi en við gerðum okkar allra besta.“ Holland er með eitt sterkasta landslið heims, en Sveindís segir að það að liðið hafi mætt í leikinn með það að markmiði að vinna sýni hversu langt þær eru komnar. „Það er ekki annað hægt en að bara mæta 100 prósent og ætla sér sigur. Við mættum bara þannig og þessar hollensku stelpur eru ótrúlega sterkar þannig að ég held að við getum alveg gengið sáttar frá þrátt fyrir að hafa tapað.“ Sveindís segir enn fremur að það hafi verið ótrúlega gaman að glíma við hollensku stelpurnar, en það hafi bara vantað herslumuninn til að koma boltanum yfir línuna. „Þetta var bara ótrúlega gaman. Það er svo ógeðslega gaman að mæta svona sterkum leikmönnum. Þannig að mér fannst þetta bara mjög gaman.“ „Það vantaði bara aðeins upp á í dag. Við fengum alveg ótrúlega mörg færi til þess að klára þetta, en það gekk ekki upp í dag.“ „Það er mjög mikið jákvætt. Við vörðumst vel og fengum ekkert rosalega mörg færi á okkur. Þetta voru skot fyrir utan teig, þannig að þær bara hittu hann vel.“ Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira