Baldur varð manni að bana og gefur nú út bók: „Þetta er risastórt uppgjör“ Frosti Logason og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 28. september 2021 14:31 Baldur Freyr Einarsson hefur síðustu 14 ár unnið í sjálfum sér. Hann var dæmdur í fangelsi árið 2002 fyrir að verða manni að bana. Ísland í dag „Ég var mikill ofbeldismaður og gerði mér ekki grein fyrir hversu hræðilegar afleiðingarnar af því gætu orðið.“ Þetta sagði Baldur Freyr Einarsson í þættinum Ísland í dag. „Þetta er risastórt uppgjör. Síðustu fjórtán ár hef ég verið að vinna í sjálfum mér frá því að ég sneri við blaðinu,“ segir Baldur sem vinnur nú að því að gefa út bókina Heimtur úr heljargreipum. Baldur var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2002 fyrir að verða manni að bana. Hann segir að bókaskrifin séu mesta sjálfsvinna sem hann hafi farið í. Mögulegt að koma aftur út í samfélagið Baldur Freyr Einarsson er maður sem óhætt er að segja að hafi lifað í það minnsta tveim ólíkum lífum. Hann var áður handrukkari, fíkniefnasali og ofbeldismaður. Hann var árið 2002 dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás í Hafnarstræti sem leiddi til dauða ungs manns sem þá var í blóma lífs síns, rúmlega tvítugur. Baldur hefur nú skrifað þessa bók um lífshlaup sitt þar sem hann meðal annars lýsir nöturlegri æsku sinni og hrottafullum atburðum sem hann segist hafa upplifað. „Tilgangur bókarinnar er náttúrulega að aðrir sjái að það er mögulegt að koma aftur út í samfélagið.“ Ísland í dag viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Barðist við orðsporið og ímyndina Baldur er í dag framkvæmdastjóri Lausnarinnar, fjölskyldu og áfallamiðstöðvar, þar sem hann er einnig ráðgjafi auk þess að vera predikari í lítilli kirkju og faðir og fósturfaðir átta barna sem hann á með eiginkonu sinni Barböru Þórðardóttur. Baldur Freyr vonar einnig að bókin lýsi vel hvernig mögulegt sé að vinna með áföll sem fólk verði fyrir í æsku. Í viðtalinu við Frosta Logason í Ísland í dag sagði Baldur sína sögu. Hann hafi um tíma átt mjög ofbeldisfullan stjúpföður sem bæði beitti móður Baldurs og hann sjálfan mjög harkalegu ofbeldi. Móðir hans hafi vissulega reynt sitt besta en hún glímdi sjálf við fíkn og hafi af þeim sökum ekki alltaf getað verið til staðar. Baldur segir að það sé mikil lækning í bókinni en einn umsagnaraðila um hana sagði að þetta væri í raun kennslubók fyrir alla þá sem eru að vinna með fólk því sagan segi mjög skilmerkilega frá því hvernig Baldur varð að þeim manni sem hann varð og síðan hvernig hann vann sig frá því að vera ekki lengur sá maður. „Seinni hlutinn er svolítið eftir að líf mitt snýst við. Þá fer ég að berjast við orðsporið og ímyndina. Ég upplifi mig svolítið standa fyrir framan Golíat með nokkra steina. Hvað átti ég að gera? Hvernig átti ég að eiga möguleika á að koma til baka? Þegar þú ert með fortíð eins og mína þá er það hægara sagt en gert,“ segir Baldur í viðtalinu. Þurfti að horfast í augu við ofbeldið Í umfjöllun Ísland í dag er meðal annars farið yfir skuggalega fortíð hans. „Hann fór snemma að fá útrás fyrir reiði sinni með því að beita annað fólk ofbeldi, gerðist handrukkari, flutti inn fíkniefni í stórum stíl og rak um tíma vændishús í Reykjavík. En það versta sem Baldur hefur gert að eigin sögn var þegar hann í félagi við annan mann barði 22 ára gamlan mann svo illa að hann steig aldrei upp úr því aftur. Baldur var dæmdur fyrir að verða unga manninum að bana og tók út sinn dóm á Litla Hrauni. Hann segir það hafa verið bæði erfitt og sárt að rifja upp æsku sína og unglingsár.“ Baldur segir að það hafi verið erfitt að endurupplifa þessi ár. „Það var mjög erfitt að horfast í augu við allt ofbeldið sem ég hef gert öðrum. Var ég virkilega svona blindaður? Var ég virkilega svona lasinn?“ Baldur stefnir að því að gefa bókina út í lok október en hann safnar nú fyrir prentun á henni á vefsíðunni Karolina fund. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Ísland í dag Bókaútgáfa Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
„Þetta er risastórt uppgjör. Síðustu fjórtán ár hef ég verið að vinna í sjálfum mér frá því að ég sneri við blaðinu,“ segir Baldur sem vinnur nú að því að gefa út bókina Heimtur úr heljargreipum. Baldur var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2002 fyrir að verða manni að bana. Hann segir að bókaskrifin séu mesta sjálfsvinna sem hann hafi farið í. Mögulegt að koma aftur út í samfélagið Baldur Freyr Einarsson er maður sem óhætt er að segja að hafi lifað í það minnsta tveim ólíkum lífum. Hann var áður handrukkari, fíkniefnasali og ofbeldismaður. Hann var árið 2002 dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás í Hafnarstræti sem leiddi til dauða ungs manns sem þá var í blóma lífs síns, rúmlega tvítugur. Baldur hefur nú skrifað þessa bók um lífshlaup sitt þar sem hann meðal annars lýsir nöturlegri æsku sinni og hrottafullum atburðum sem hann segist hafa upplifað. „Tilgangur bókarinnar er náttúrulega að aðrir sjái að það er mögulegt að koma aftur út í samfélagið.“ Ísland í dag viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Barðist við orðsporið og ímyndina Baldur er í dag framkvæmdastjóri Lausnarinnar, fjölskyldu og áfallamiðstöðvar, þar sem hann er einnig ráðgjafi auk þess að vera predikari í lítilli kirkju og faðir og fósturfaðir átta barna sem hann á með eiginkonu sinni Barböru Þórðardóttur. Baldur Freyr vonar einnig að bókin lýsi vel hvernig mögulegt sé að vinna með áföll sem fólk verði fyrir í æsku. Í viðtalinu við Frosta Logason í Ísland í dag sagði Baldur sína sögu. Hann hafi um tíma átt mjög ofbeldisfullan stjúpföður sem bæði beitti móður Baldurs og hann sjálfan mjög harkalegu ofbeldi. Móðir hans hafi vissulega reynt sitt besta en hún glímdi sjálf við fíkn og hafi af þeim sökum ekki alltaf getað verið til staðar. Baldur segir að það sé mikil lækning í bókinni en einn umsagnaraðila um hana sagði að þetta væri í raun kennslubók fyrir alla þá sem eru að vinna með fólk því sagan segi mjög skilmerkilega frá því hvernig Baldur varð að þeim manni sem hann varð og síðan hvernig hann vann sig frá því að vera ekki lengur sá maður. „Seinni hlutinn er svolítið eftir að líf mitt snýst við. Þá fer ég að berjast við orðsporið og ímyndina. Ég upplifi mig svolítið standa fyrir framan Golíat með nokkra steina. Hvað átti ég að gera? Hvernig átti ég að eiga möguleika á að koma til baka? Þegar þú ert með fortíð eins og mína þá er það hægara sagt en gert,“ segir Baldur í viðtalinu. Þurfti að horfast í augu við ofbeldið Í umfjöllun Ísland í dag er meðal annars farið yfir skuggalega fortíð hans. „Hann fór snemma að fá útrás fyrir reiði sinni með því að beita annað fólk ofbeldi, gerðist handrukkari, flutti inn fíkniefni í stórum stíl og rak um tíma vændishús í Reykjavík. En það versta sem Baldur hefur gert að eigin sögn var þegar hann í félagi við annan mann barði 22 ára gamlan mann svo illa að hann steig aldrei upp úr því aftur. Baldur var dæmdur fyrir að verða unga manninum að bana og tók út sinn dóm á Litla Hrauni. Hann segir það hafa verið bæði erfitt og sárt að rifja upp æsku sína og unglingsár.“ Baldur segir að það hafi verið erfitt að endurupplifa þessi ár. „Það var mjög erfitt að horfast í augu við allt ofbeldið sem ég hef gert öðrum. Var ég virkilega svona blindaður? Var ég virkilega svona lasinn?“ Baldur stefnir að því að gefa bókina út í lok október en hann safnar nú fyrir prentun á henni á vefsíðunni Karolina fund. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Ísland í dag Bókaútgáfa Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira