Jón Dagur svaraði „höturum“ með marki og dýfu Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2021 09:32 Jón Dagur Þorsteinsson er lykilmaður í liði AGF en gæti yfirgefið félagið næsta sumar þegar samningur hans rennur út. Getty/Lars Ronbog Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður í fótbolta, segist hafa viljað senda sínum hörðustu gagnrýnendum skilaboð þegar hann fagnaði marki að hætti Jürgen Klinsmann í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Jón Dagur hefur verið talsvert í umræðunni í Danmörku, í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, og í grein í Århus Stiftstidende á sunnudaginn var þeirri spurningu velt upp hvort hann væri „mest pirrandi“ leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Það virðist fara í taugarnar á stuðningsmönnum andstæðinga AGF, og jafnvel sumum af stuðningsmönnum liðsins, hvernig Jón Dagur lætur innan vallar. Hann hefur meðal annars ögrað andstæðingum með látbragði og gerst sekur um leikaraskap, það sem af er tímabili. Go'morn Aarhus Dagur - hvordan var det nu det gik i aftes...? #ksdh pic.twitter.com/H3Yqe6HTRl— AGF (@AGFFodbold) September 21, 2021 Jón Dagur segist sjálfur aðeins sjá eftir leikaraskapnum. Líkt og Klinsmann gerði eftir að hafa verið sakaður um leikaraskap í Englandi á sínum tíma, þá fagnaði Jón Dagur sigurmarki í gær með því að „dýfa“ sér. Hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á SönderjyskE. Jón Dagur Thorsteinsson receives a lot of critique for his behavior on the pitch, and he responded with a "dive" after his goal tonight vs. SønderjyskE. #sldk #agfsje #ultratwitteragf #soenderjyske pic.twitter.com/5tJEhEUp2v— Danish Football (@DANISHF00TBALL) September 27, 2021 „Ég sendi smá skilaboð til þeirra sem að hatast við mig [e. haters] í markinu,“ sagði Jón Dagur brosandi eftir leik. Hann var svo valinn í úrvalslið 10. umferðar hjá Tipsbladet. Jon Dagur Þorsteinsson is in the Team of the Week by @tipsbladet https://t.co/RbwnXp10mK— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) September 28, 2021 Betri eftir því sem athyglin er meiri Jón Dagur er mikilvægur hlekkur í liði AGF og umtalið virðist aðeins styrkja hann, að sögn þjálfarans David Nielsen: „Því meiri sem athyglin er, því fleiri áhorfendur og því stærri sem leikurinn er, þeim mun betur spilar Jón. Hann er með þannig hugarfar og það er mikilvægt að hafa svona týpu í hópnum. Þannig er það. Þegar maður spilar fyrir AGF þá verður maður að vera undir það búinn að vera hataðasti leikmaðurinn yfir tímabilið,“ sagði Nielsen. Jón Dagur Þorsteinsson í baráttunni við Antonio Rüdiger í landsleiknum gegn Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann verður væntanlega í landsliðshópnum sem valinn verður í vikunni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Dagur verður samningslaus næsta sumar en hann kom til AGF frá Fulham árið 2019. Samkvæmt Århus Stiftstidende gerði franska félagið Nimes tilboð í hann síðasta sumar en AGF vildi ekki selja. „Ég er ekki mikið fyrir að hugsa um hvernig samningurinn minn er. Ef þú ferð að hafa áhyggjur af slíku þá bitnar það á spilamennskunni. Ég læt umboðsmanninn minn sjá um þetta,“ sagði Jón Dagur og hafði ekkert að segja um það hver framtíð sín yrði. Danski boltinn Tengdar fréttir Jón Dagur tryggði AGF sigur í Íslendingaslag Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF tóku á móti Kristófer Inga Kristóferssyni og félögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jón Dagur skoraði eina mark leiksins þegar að AGF hafði betur, 1-0. 27. september 2021 18:57 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Jón Dagur hefur verið talsvert í umræðunni í Danmörku, í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, og í grein í Århus Stiftstidende á sunnudaginn var þeirri spurningu velt upp hvort hann væri „mest pirrandi“ leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Það virðist fara í taugarnar á stuðningsmönnum andstæðinga AGF, og jafnvel sumum af stuðningsmönnum liðsins, hvernig Jón Dagur lætur innan vallar. Hann hefur meðal annars ögrað andstæðingum með látbragði og gerst sekur um leikaraskap, það sem af er tímabili. Go'morn Aarhus Dagur - hvordan var det nu det gik i aftes...? #ksdh pic.twitter.com/H3Yqe6HTRl— AGF (@AGFFodbold) September 21, 2021 Jón Dagur segist sjálfur aðeins sjá eftir leikaraskapnum. Líkt og Klinsmann gerði eftir að hafa verið sakaður um leikaraskap í Englandi á sínum tíma, þá fagnaði Jón Dagur sigurmarki í gær með því að „dýfa“ sér. Hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á SönderjyskE. Jón Dagur Thorsteinsson receives a lot of critique for his behavior on the pitch, and he responded with a "dive" after his goal tonight vs. SønderjyskE. #sldk #agfsje #ultratwitteragf #soenderjyske pic.twitter.com/5tJEhEUp2v— Danish Football (@DANISHF00TBALL) September 27, 2021 „Ég sendi smá skilaboð til þeirra sem að hatast við mig [e. haters] í markinu,“ sagði Jón Dagur brosandi eftir leik. Hann var svo valinn í úrvalslið 10. umferðar hjá Tipsbladet. Jon Dagur Þorsteinsson is in the Team of the Week by @tipsbladet https://t.co/RbwnXp10mK— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) September 28, 2021 Betri eftir því sem athyglin er meiri Jón Dagur er mikilvægur hlekkur í liði AGF og umtalið virðist aðeins styrkja hann, að sögn þjálfarans David Nielsen: „Því meiri sem athyglin er, því fleiri áhorfendur og því stærri sem leikurinn er, þeim mun betur spilar Jón. Hann er með þannig hugarfar og það er mikilvægt að hafa svona týpu í hópnum. Þannig er það. Þegar maður spilar fyrir AGF þá verður maður að vera undir það búinn að vera hataðasti leikmaðurinn yfir tímabilið,“ sagði Nielsen. Jón Dagur Þorsteinsson í baráttunni við Antonio Rüdiger í landsleiknum gegn Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann verður væntanlega í landsliðshópnum sem valinn verður í vikunni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Dagur verður samningslaus næsta sumar en hann kom til AGF frá Fulham árið 2019. Samkvæmt Århus Stiftstidende gerði franska félagið Nimes tilboð í hann síðasta sumar en AGF vildi ekki selja. „Ég er ekki mikið fyrir að hugsa um hvernig samningurinn minn er. Ef þú ferð að hafa áhyggjur af slíku þá bitnar það á spilamennskunni. Ég læt umboðsmanninn minn sjá um þetta,“ sagði Jón Dagur og hafði ekkert að segja um það hver framtíð sín yrði.
Danski boltinn Tengdar fréttir Jón Dagur tryggði AGF sigur í Íslendingaslag Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF tóku á móti Kristófer Inga Kristóferssyni og félögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jón Dagur skoraði eina mark leiksins þegar að AGF hafði betur, 1-0. 27. september 2021 18:57 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Jón Dagur tryggði AGF sigur í Íslendingaslag Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF tóku á móti Kristófer Inga Kristóferssyni og félögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jón Dagur skoraði eina mark leiksins þegar að AGF hafði betur, 1-0. 27. september 2021 18:57
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti