Elías varði víti en þurfti að sætta sig við tap | Bayer Leverkusen vann stórsigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2021 21:13 Elías Rafn Ólafsson varði víti fyrir Midtjylland í kvöld. Jose Manuel Alvarez/Quality Sport Images/Getty Images Öllum 16 leikjum dagsins er nú lokið í Evrópudeildinni í fótbolta. Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í Midtjylland þurftu að sætta sig við 3-1 tap gegn SC Braga, en Elías varði víti í leiknum og sá þannig til þess að Midtjlland var með forystu í hálfleik. Evander Ferreira kom Midtjylland yfir af vítapunktinum eftir tuttugu mínútna leik áður en Elías Rafn varði vítaspyrnu frá Ricardo Horta tíu mínútum fyrir hálfleik. Staðan var því 1-0 í hálfleik, en heimamenn í SC Bragasnéru taflinu við í þeim seinni. Liðið fékk aðra vítaspyrnu á 55. mínútu, sem Elías réð ekki við, áður en Ricardo Horta bætti fyrir vítaklúðrið og kom Braga í 2-1. Juninho fékk síðan að líta beint rautt spjald í liði Midtjylland stuttu fyrir leikslok og Wenderson Galeno tryggði Braga 3-1 sigur á fimmtu mínútu uppbótartíma. Í hinum leik F-riðils mættust Ludogorets Razgrad og Rauða Stjarnan, þar sem þeir síðarnefndu höfðu betur 1-0. Í E-riðli skoruðu Toma Basic og Patric sitt markið hvor þegar að Lazio lagði Lokomotiv Moscow 2-0, á meðan að Marseille og Galatasaray gerðu markalaust jafntefli. Bayer Leverkusen vann 4-0 stórsigur á skoska liðinu Celtic í G-riðli þar sem að Þjóðverjarnir eru á toppnum með sex stig ásamt Real Betis sem vann 3-1 sigur á Ferencvaros. E-riðill Lazio 2-0 Lokomotiv Moscow Marseille 0-0 Galatasaray F-riðill Ludogorets Razgrad 0-1 Rauða Stjarnan SC Braga 3-1 Midtjylland G-riðill Celtic 0-4 Bayer Leverkusen Ferencvaros 1-3 Real Betis H-riðill Genk 0-3 Dinamo Zagreb West Ham 2-0 Rapid Vín Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir West Ham í toppmálum á toppi H-riðils West Ham vann í kvöld 2-0 sigur þegar að austurríska liðið Rapid Vín mætti í heimsókn. Liðið hefur nú unnið báða leiki sína í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 30. september 2021 20:56 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Evander Ferreira kom Midtjylland yfir af vítapunktinum eftir tuttugu mínútna leik áður en Elías Rafn varði vítaspyrnu frá Ricardo Horta tíu mínútum fyrir hálfleik. Staðan var því 1-0 í hálfleik, en heimamenn í SC Bragasnéru taflinu við í þeim seinni. Liðið fékk aðra vítaspyrnu á 55. mínútu, sem Elías réð ekki við, áður en Ricardo Horta bætti fyrir vítaklúðrið og kom Braga í 2-1. Juninho fékk síðan að líta beint rautt spjald í liði Midtjylland stuttu fyrir leikslok og Wenderson Galeno tryggði Braga 3-1 sigur á fimmtu mínútu uppbótartíma. Í hinum leik F-riðils mættust Ludogorets Razgrad og Rauða Stjarnan, þar sem þeir síðarnefndu höfðu betur 1-0. Í E-riðli skoruðu Toma Basic og Patric sitt markið hvor þegar að Lazio lagði Lokomotiv Moscow 2-0, á meðan að Marseille og Galatasaray gerðu markalaust jafntefli. Bayer Leverkusen vann 4-0 stórsigur á skoska liðinu Celtic í G-riðli þar sem að Þjóðverjarnir eru á toppnum með sex stig ásamt Real Betis sem vann 3-1 sigur á Ferencvaros. E-riðill Lazio 2-0 Lokomotiv Moscow Marseille 0-0 Galatasaray F-riðill Ludogorets Razgrad 0-1 Rauða Stjarnan SC Braga 3-1 Midtjylland G-riðill Celtic 0-4 Bayer Leverkusen Ferencvaros 1-3 Real Betis H-riðill Genk 0-3 Dinamo Zagreb West Ham 2-0 Rapid Vín Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
E-riðill Lazio 2-0 Lokomotiv Moscow Marseille 0-0 Galatasaray F-riðill Ludogorets Razgrad 0-1 Rauða Stjarnan SC Braga 3-1 Midtjylland G-riðill Celtic 0-4 Bayer Leverkusen Ferencvaros 1-3 Real Betis H-riðill Genk 0-3 Dinamo Zagreb West Ham 2-0 Rapid Vín
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir West Ham í toppmálum á toppi H-riðils West Ham vann í kvöld 2-0 sigur þegar að austurríska liðið Rapid Vín mætti í heimsókn. Liðið hefur nú unnið báða leiki sína í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 30. september 2021 20:56 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
West Ham í toppmálum á toppi H-riðils West Ham vann í kvöld 2-0 sigur þegar að austurríska liðið Rapid Vín mætti í heimsókn. Liðið hefur nú unnið báða leiki sína í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 30. september 2021 20:56