Ásta Eir: „Þetta er náttúrulega bara stærsta sviðið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. október 2021 22:00 Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, segir það ekki vera af ástæðulausu að liðið sé að fara að spila á stærsta sviði Evrópu. Mynd/Skjáskot Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, spilaði með liðinu gegn Paris Saint-Germain fyrir tveimur árum og hún er aftur í liðinu þegar að PSG heimsækir Breiðablik í Meistaradeild Evrópu á morgun. Hún segir að bæði Blikar og PSG séu mep breytt lið frá því seinast, og að franska liðið sé jafnvel sterkara nú en þá. „Ég held að þær séu alveg sterkari, þær eru náttúrulega ríkjandi meistarar í Frakklandi,“ sagði Ásta. „En það eru breytingar á báðum liðum og þetta verður bara virkilega erfiður leikur. Þær eru mjög góðar.“ Ásta segir að þrátt fyrir að leikmenn liðsins ætli sér að njóta þess að vera að fara að spila á stærsta sviði Evrópu þá séu þær ekki komnar þetta langt að ástæðulausu. „Ekki spurning, þetta er náttúrulega bara stærsta sviðið. En við erum komnar hingað af ástæðu og við ætlum ekkert að fara að slaka á núna. Þetta er líka bara risa tækifæri fyrir leikmennina og við erum allar tilbúnar að grípa þessi tækifæri.“ „Það er bara að njóta þess, en við ætlum líka að sækja stigin og við ætlum að ná úrslitum í þessum riðli.“ Samkvæmt styrkleikalista evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, er PSG fimmta sterkasta kvennalið Evrópu. Ásta segir að markmið liðsins sé að spila góðan varnarleik, og að refsa frönsku meisturunum þegar að tækifærin gefast. „Auðvitað er þetta risastór leikur og verður ótrúlega erfitt. Þannig að við þurfum að vera einbeittar í 90 mínútur.“ „Aðal markmiðið okkar í þessum leik er að spila góðan varnarleik og halda markinu hreinu sem lengst. Vonandi getum við svo refsað þeim inn á milli.“ Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, verður í hópnum sem mætir PSG á morgun og Ásta segir það ótrúlega skemmtilegt að fá að spila leik af þessari stærðargráðu við hlið systur sinnar. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Við erum þarna hlið við hlið í vörninni og þekkjum hvora aðra mjög vel. Það er bara frábært fyrir okkur að taka þátt í þessu saman.“ „Við höfum verið að vinna titla og svona saman þannig að þetta er extra sætt.“ En hvað þurfa Blikar að gera til að ná í úrslit á móti liði eins og PSG að mati Ástu? „Við þurfum að vera mjög þéttar fyrir og tala saman. Eiginlega bara tala þær í kaf því þær skilja ekkert hvað við erum að segja.“ „Bara vera mjög þéttar og ekki gefa einhver ódýr færi á okkur eða óþarfa aukaspyrnur eða hornspyrnur. Við þurfum bara að vera með fulla einbeitingu í 90 mínútur og eins og ég segi að nýta tækifærin inn á milli þegar við fáum þau. Svo sjáum við bara hvað setur,“ sagði Ásta að lokum. Viðtalið við Ástu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
„Ég held að þær séu alveg sterkari, þær eru náttúrulega ríkjandi meistarar í Frakklandi,“ sagði Ásta. „En það eru breytingar á báðum liðum og þetta verður bara virkilega erfiður leikur. Þær eru mjög góðar.“ Ásta segir að þrátt fyrir að leikmenn liðsins ætli sér að njóta þess að vera að fara að spila á stærsta sviði Evrópu þá séu þær ekki komnar þetta langt að ástæðulausu. „Ekki spurning, þetta er náttúrulega bara stærsta sviðið. En við erum komnar hingað af ástæðu og við ætlum ekkert að fara að slaka á núna. Þetta er líka bara risa tækifæri fyrir leikmennina og við erum allar tilbúnar að grípa þessi tækifæri.“ „Það er bara að njóta þess, en við ætlum líka að sækja stigin og við ætlum að ná úrslitum í þessum riðli.“ Samkvæmt styrkleikalista evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, er PSG fimmta sterkasta kvennalið Evrópu. Ásta segir að markmið liðsins sé að spila góðan varnarleik, og að refsa frönsku meisturunum þegar að tækifærin gefast. „Auðvitað er þetta risastór leikur og verður ótrúlega erfitt. Þannig að við þurfum að vera einbeittar í 90 mínútur.“ „Aðal markmiðið okkar í þessum leik er að spila góðan varnarleik og halda markinu hreinu sem lengst. Vonandi getum við svo refsað þeim inn á milli.“ Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, verður í hópnum sem mætir PSG á morgun og Ásta segir það ótrúlega skemmtilegt að fá að spila leik af þessari stærðargráðu við hlið systur sinnar. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Við erum þarna hlið við hlið í vörninni og þekkjum hvora aðra mjög vel. Það er bara frábært fyrir okkur að taka þátt í þessu saman.“ „Við höfum verið að vinna titla og svona saman þannig að þetta er extra sætt.“ En hvað þurfa Blikar að gera til að ná í úrslit á móti liði eins og PSG að mati Ástu? „Við þurfum að vera mjög þéttar fyrir og tala saman. Eiginlega bara tala þær í kaf því þær skilja ekkert hvað við erum að segja.“ „Bara vera mjög þéttar og ekki gefa einhver ódýr færi á okkur eða óþarfa aukaspyrnur eða hornspyrnur. Við þurfum bara að vera með fulla einbeitingu í 90 mínútur og eins og ég segi að nýta tækifærin inn á milli þegar við fáum þau. Svo sjáum við bara hvað setur,“ sagði Ásta að lokum. Viðtalið við Ástu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira