Sjáðu mörkin: Real marði sigur í Úkraínu | Öruggt hjá Juventus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. október 2021 18:45 Caruso skoraði glæsilegt mark í kvöld. @DAZNFootball Tveimur af leikjum dagsins í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta er nú lokið. Real Madríd marði sigur gegn WFC Zhytlobud-1 Kharkiv frá Úkraínu en bæði lið eru með Breiðablik í riðli. Þá vann Juventus öruggan sigur á Servette í Sviss. Breiðablik mætir París Saint-Germain í B-riðli Meistaradeildarinnar nú klukkan 18.45. Einum leik í riðlinum er þó lokið en Real Madríd sóttu þrjú stig til Úkraínu þar sem liðið mætti WFC Zhytlobud-1 Kharkiv. Heimastúlkur sýndu að þær eru sýnd veiði en ekki gefin og gáfu Real hörkuleik í dag. Eina mark leiksins skoraði Lorena Navarro Dominguez rúmlega háltíma og þar við sat. Real eflaust sátt með að byrja á sigri á erfiðum útivelli. LORENA NAVARRO HAS REAL MADRID'S FIRST @UWCL GOAL https://t.co/S3oIt5pg47 https://t.co/0CNuaksiNC https://t.co/fMgxBz9jPk pic.twitter.com/lHNtvXa9d4— DAZN Football (@DAZNFootball) October 6, 2021 Í Sviss var Juventus í heimsókn. Sigur gestanna var töluvert öruggari en í Úkraínu þar sem Juventus vann nokkuð þægilegan 3-0 sigur. Sigurinn hefði getað verið stærri en Andrea Stašková brenndi af vítaspyrnu á 27. mínútu er staðan var enn 0-0. Arianna Caruso kom gestunum hins vegar yfir rúmum tíu mínútum síðar þegar hún klippti boltann glæsilega í netið eftir sendingu Lisa Boattin. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 gestunum í vil er flautað var til hálfleiks. PERFECTLY TIMED VOLLEY BY CARUSO https://t.co/eqgre266Wo https://t.co/53KdEq3Xlz https://t.co/hW2k192XKe pic.twitter.com/wbRMnSKHs2— DAZN Football (@DAZNFootball) October 6, 2021 Hin sænska Lina Hurtig skoraði annað mark Juventus þegar 25 mínútur lifðu leiks eftir glæsilegan undirbúning Stašková sem bætti þar að vissu leyti upp fyrir að hafa klúðrað vítaspyrnu fyrr í leiknum. Eye of the needle pass from Sta ková to set up Hurtig https://t.co/eqgre266Wo https://t.co/53KdEq3Xlz https://t.co/hW2k192XKe pic.twitter.com/DNLp7xHCMA— DAZN Football (@DAZNFootball) October 6, 2021 Valentina Cernoia gerði svo út um leikinn með þrumuskoti á á 71. mínútu og lokatölur 3-0 Juventus í vil. VALENTINA CERNOIA FIRES A MISSILE INTO THE NET https://t.co/eqgre266Wo https://t.co/53KdEq3Xlz https://t.co/hW2k192XKe pic.twitter.com/LMBYWvuPjg— DAZN Football (@DAZNFootball) October 6, 2021 Voru þetta fyrstu leikir liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni og þar af leiðandi fyrstu sigrar Real og Juventus. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Breiðablik mætir París Saint-Germain í B-riðli Meistaradeildarinnar nú klukkan 18.45. Einum leik í riðlinum er þó lokið en Real Madríd sóttu þrjú stig til Úkraínu þar sem liðið mætti WFC Zhytlobud-1 Kharkiv. Heimastúlkur sýndu að þær eru sýnd veiði en ekki gefin og gáfu Real hörkuleik í dag. Eina mark leiksins skoraði Lorena Navarro Dominguez rúmlega háltíma og þar við sat. Real eflaust sátt með að byrja á sigri á erfiðum útivelli. LORENA NAVARRO HAS REAL MADRID'S FIRST @UWCL GOAL https://t.co/S3oIt5pg47 https://t.co/0CNuaksiNC https://t.co/fMgxBz9jPk pic.twitter.com/lHNtvXa9d4— DAZN Football (@DAZNFootball) October 6, 2021 Í Sviss var Juventus í heimsókn. Sigur gestanna var töluvert öruggari en í Úkraínu þar sem Juventus vann nokkuð þægilegan 3-0 sigur. Sigurinn hefði getað verið stærri en Andrea Stašková brenndi af vítaspyrnu á 27. mínútu er staðan var enn 0-0. Arianna Caruso kom gestunum hins vegar yfir rúmum tíu mínútum síðar þegar hún klippti boltann glæsilega í netið eftir sendingu Lisa Boattin. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 gestunum í vil er flautað var til hálfleiks. PERFECTLY TIMED VOLLEY BY CARUSO https://t.co/eqgre266Wo https://t.co/53KdEq3Xlz https://t.co/hW2k192XKe pic.twitter.com/wbRMnSKHs2— DAZN Football (@DAZNFootball) October 6, 2021 Hin sænska Lina Hurtig skoraði annað mark Juventus þegar 25 mínútur lifðu leiks eftir glæsilegan undirbúning Stašková sem bætti þar að vissu leyti upp fyrir að hafa klúðrað vítaspyrnu fyrr í leiknum. Eye of the needle pass from Sta ková to set up Hurtig https://t.co/eqgre266Wo https://t.co/53KdEq3Xlz https://t.co/hW2k192XKe pic.twitter.com/DNLp7xHCMA— DAZN Football (@DAZNFootball) October 6, 2021 Valentina Cernoia gerði svo út um leikinn með þrumuskoti á á 71. mínútu og lokatölur 3-0 Juventus í vil. VALENTINA CERNOIA FIRES A MISSILE INTO THE NET https://t.co/eqgre266Wo https://t.co/53KdEq3Xlz https://t.co/hW2k192XKe pic.twitter.com/LMBYWvuPjg— DAZN Football (@DAZNFootball) October 6, 2021 Voru þetta fyrstu leikir liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni og þar af leiðandi fyrstu sigrar Real og Juventus.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira