Vilja að allir leikmenn í landsliðum og meistaraflokkum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2021 12:37 Gustað hefur hressilega um KSÍ undanfarnar vikur. vísir/vilhelm Starfshópurinn sem vann að breytingum á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ leggur til að leikmenn í meistaraflokkum og landsliðum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. Starfshópurinn, sem Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir leiddi, hefur lokið vinnu sinni og skýrsla hans var birt í gær. Í honum eru lagðar fram fjórar tillögur til að breyta vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ. Undir hverri tillögu eru nokkrar leiðir lagðar fram til að ná markmiðinu. Fyrsta tillagan í skýrslu starfshópsins er að uppfæra siðareglur og samninga. Þar skal skýrt kveðið á um ofbeldismál. Hópurinn leggur til fjórar leiðir til að ná því markmiði. Ein þeirra er að leikmannasamningar innihaldi ákvæði varðandi ofbeldisbrot. Hluti af því er að leikmenn meistaraflokka og landsliða skuldbindi sig til að upplýsa um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. Hinar leiðirnar eru í fyrsta lagi að uppfæra siðareglur KSÍ og bæta inn sér grein um ofbeldi í þeim. Í öðru lagi að samningur sem landsliðsfólk skrifi undir taki mið af þeim siðareglum. Og í þriðja lagi að starfsfólk og aðrir sem sinna trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skrifi undir siðareglurnar. Leiðirnar til uppfæra siðareglur og samninga þar sem skýrt skal kveðið á um ofbeldismál 1.1. Uppfæra siðareglur KSÍ -Bæta við sér grein um ofbeldi í siðareglurnar og opna kæru- og ábendingaleiðir fyrir öll sem starfa á vettvangi KSÍ varðandi brot á siðareglum 1.2. Samningur fyrir landsliðsfólk sem tekur mið af siðareglum -Starfshópur á vegum ÍSÍ er að skoða gerð slíkra samninga. Knattspyrnusambandið er hvatt eindregið til að nýta slíka samninga þegar þeir verða tilbúnir fyrir sitt landsliðsfólk 1.3. Leikmannasamningar innihalda ákvæði varðandi ofbeldisbrot, m.a. að leikmenn skuldabinda sig til að upplýsa um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota -Á við um samninga leikmanna í meistaraflokkum og landsliðum. 1.4. Starfsfólk og fólk sem sinnir trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skrifar undir siðareglur -Setja siðareglur inn í samninga við starfsfólk og þjálfara KSÍ. Öll sem sinna einhverjum trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skulu skrifa undir siðareglur þegar þau hefja störf. Einnig skulu þau sem þegar sinna slíkum störfum skrifa undir siðareglur. Lesa má skýrslu starfshópsins með því að smella hér. Starfshópur ÍSÍ skoðar nú gerð samninga sem landsliðsfólk þarf að skrifa undir. Starfshópur KSÍ hvetur eindregið til þess að sambandið nýti slíka samninga þegar þeir eru klárir og að þeir taki mið af siðareglum KSÍ. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Starfshópurinn, sem Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir leiddi, hefur lokið vinnu sinni og skýrsla hans var birt í gær. Í honum eru lagðar fram fjórar tillögur til að breyta vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ. Undir hverri tillögu eru nokkrar leiðir lagðar fram til að ná markmiðinu. Fyrsta tillagan í skýrslu starfshópsins er að uppfæra siðareglur og samninga. Þar skal skýrt kveðið á um ofbeldismál. Hópurinn leggur til fjórar leiðir til að ná því markmiði. Ein þeirra er að leikmannasamningar innihaldi ákvæði varðandi ofbeldisbrot. Hluti af því er að leikmenn meistaraflokka og landsliða skuldbindi sig til að upplýsa um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. Hinar leiðirnar eru í fyrsta lagi að uppfæra siðareglur KSÍ og bæta inn sér grein um ofbeldi í þeim. Í öðru lagi að samningur sem landsliðsfólk skrifi undir taki mið af þeim siðareglum. Og í þriðja lagi að starfsfólk og aðrir sem sinna trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skrifi undir siðareglurnar. Leiðirnar til uppfæra siðareglur og samninga þar sem skýrt skal kveðið á um ofbeldismál 1.1. Uppfæra siðareglur KSÍ -Bæta við sér grein um ofbeldi í siðareglurnar og opna kæru- og ábendingaleiðir fyrir öll sem starfa á vettvangi KSÍ varðandi brot á siðareglum 1.2. Samningur fyrir landsliðsfólk sem tekur mið af siðareglum -Starfshópur á vegum ÍSÍ er að skoða gerð slíkra samninga. Knattspyrnusambandið er hvatt eindregið til að nýta slíka samninga þegar þeir verða tilbúnir fyrir sitt landsliðsfólk 1.3. Leikmannasamningar innihalda ákvæði varðandi ofbeldisbrot, m.a. að leikmenn skuldabinda sig til að upplýsa um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota -Á við um samninga leikmanna í meistaraflokkum og landsliðum. 1.4. Starfsfólk og fólk sem sinnir trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skrifar undir siðareglur -Setja siðareglur inn í samninga við starfsfólk og þjálfara KSÍ. Öll sem sinna einhverjum trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skulu skrifa undir siðareglur þegar þau hefja störf. Einnig skulu þau sem þegar sinna slíkum störfum skrifa undir siðareglur. Lesa má skýrslu starfshópsins með því að smella hér. Starfshópur ÍSÍ skoðar nú gerð samninga sem landsliðsfólk þarf að skrifa undir. Starfshópur KSÍ hvetur eindregið til þess að sambandið nýti slíka samninga þegar þeir eru klárir og að þeir taki mið af siðareglum KSÍ.
1.1. Uppfæra siðareglur KSÍ -Bæta við sér grein um ofbeldi í siðareglurnar og opna kæru- og ábendingaleiðir fyrir öll sem starfa á vettvangi KSÍ varðandi brot á siðareglum 1.2. Samningur fyrir landsliðsfólk sem tekur mið af siðareglum -Starfshópur á vegum ÍSÍ er að skoða gerð slíkra samninga. Knattspyrnusambandið er hvatt eindregið til að nýta slíka samninga þegar þeir verða tilbúnir fyrir sitt landsliðsfólk 1.3. Leikmannasamningar innihalda ákvæði varðandi ofbeldisbrot, m.a. að leikmenn skuldabinda sig til að upplýsa um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota -Á við um samninga leikmanna í meistaraflokkum og landsliðum. 1.4. Starfsfólk og fólk sem sinnir trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skrifar undir siðareglur -Setja siðareglur inn í samninga við starfsfólk og þjálfara KSÍ. Öll sem sinna einhverjum trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skulu skrifa undir siðareglur þegar þau hefja störf. Einnig skulu þau sem þegar sinna slíkum störfum skrifa undir siðareglur.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira