Klopp reiður: Dómarinn faldi sig á bak við VAR til að auðvelda sér lífið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2021 09:01 Alisson reynir að útskýra það fyrir Craig Pawson hvað gerðist í horninu. AP/Ian Walton Jürgen Klopp sá sína menn í Liverpool tapa í fyrsta sinn í gær og knattspyrnustjórinn brosmildi gerði eitthvað allt annað en að brosa í viðtali við fjölmiðla eftir leikinn. Klopp var mjög ósáttur með tvö umdeild atvik í fyrri hálfleiknum og gagnrýndi dómara leiksins, Craig Pawson, harðlega eftir leik. Það var einkum fyrsta mark West Ham í leiknum sem Klopp var mjög ósáttur með. Alisson sló þá boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Pablo Fornals. Alisson var aðþrengdur af tveimur leikmönnum West Ham og Klopp hélt því fram að Angelo Ogbonna hefði brotið á brasilíska markverðinum. „Þetta er greinilegt brot á Alisson. Hvernig getur það ekki verið brot? Handleggurinn hans Ogbonna er þarna,“ sagði Jürgen Klopp. „Þeir eru ofan í hvorum öðrum og hvernig getur það ekki verið brot þegar hann ýtir í handlegginn á Alisson,“ spurði Klopp. „Dómarinn gerði þetta auðvelt fyrir sig og hugsaði: Við skulum sjá hvað VAR segir. Varsjáin skoðaði þetta og sagði: Ekki greinilegt og augljóst. Ég veit ekki af hverju það var en þeir dæma markið sem er mjög skrýtið,“ sagði Klopp. „Svo er atvikið með Hendo [Jordan Henderson] og Aaron [Cresswell] og eins og ég sá það þá var þetta augljóst rautt spjald. Það er ekki hægt að ræða það og eflaust segja þeir að hann hafi snert boltann fyrst,“ sagði Klopp. „Þetta er glannaleg tækling, þú mátt koma við hvað sem er áður en ef þú hefur ekki stjórn á fætinum þínum og ferð svona ofarlega í mótherjann, þá getur það ekki verið leyfilegt. Ég veit ekki hvað dómarinn segir um þetta núna en í leiknum þá var hann viss um að þetta væri rétt hjá honum,“ sagði Klopp. Klopp ýjaði að því að dómarinn Craig Pawson hafi breytt hvernig hann dæmir með því að leyfa Varsjánni að skoða þessi umdeildu atvik. Klopp var spurður út í það hvort allir dómarar noti VAR til að bjarga sér. „Ekki allir dómarar en hann gerir það. Það er bara í þessum aðstæðum. Hann hugsar: Við skulum sjá hvað honum finnst svo ég líti ekki illa út. Hann gerði það svo sannarlega í dag,“ sagði Klopp. „Þetta er bara þannig. Ekki dæma neitt og sjáum frekar til hvað VAR segir. Svo eru þeir alltaf að tala um greinileg og augljós mistök og fela sig síðan á bak við það. Þá eru við með tvo aðila sem eru að fela sig og við endum með ranga niðurstöðu,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Klopp var mjög ósáttur með tvö umdeild atvik í fyrri hálfleiknum og gagnrýndi dómara leiksins, Craig Pawson, harðlega eftir leik. Það var einkum fyrsta mark West Ham í leiknum sem Klopp var mjög ósáttur með. Alisson sló þá boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Pablo Fornals. Alisson var aðþrengdur af tveimur leikmönnum West Ham og Klopp hélt því fram að Angelo Ogbonna hefði brotið á brasilíska markverðinum. „Þetta er greinilegt brot á Alisson. Hvernig getur það ekki verið brot? Handleggurinn hans Ogbonna er þarna,“ sagði Jürgen Klopp. „Þeir eru ofan í hvorum öðrum og hvernig getur það ekki verið brot þegar hann ýtir í handlegginn á Alisson,“ spurði Klopp. „Dómarinn gerði þetta auðvelt fyrir sig og hugsaði: Við skulum sjá hvað VAR segir. Varsjáin skoðaði þetta og sagði: Ekki greinilegt og augljóst. Ég veit ekki af hverju það var en þeir dæma markið sem er mjög skrýtið,“ sagði Klopp. „Svo er atvikið með Hendo [Jordan Henderson] og Aaron [Cresswell] og eins og ég sá það þá var þetta augljóst rautt spjald. Það er ekki hægt að ræða það og eflaust segja þeir að hann hafi snert boltann fyrst,“ sagði Klopp. „Þetta er glannaleg tækling, þú mátt koma við hvað sem er áður en ef þú hefur ekki stjórn á fætinum þínum og ferð svona ofarlega í mótherjann, þá getur það ekki verið leyfilegt. Ég veit ekki hvað dómarinn segir um þetta núna en í leiknum þá var hann viss um að þetta væri rétt hjá honum,“ sagði Klopp. Klopp ýjaði að því að dómarinn Craig Pawson hafi breytt hvernig hann dæmir með því að leyfa Varsjánni að skoða þessi umdeildu atvik. Klopp var spurður út í það hvort allir dómarar noti VAR til að bjarga sér. „Ekki allir dómarar en hann gerir það. Það er bara í þessum aðstæðum. Hann hugsar: Við skulum sjá hvað honum finnst svo ég líti ekki illa út. Hann gerði það svo sannarlega í dag,“ sagði Klopp. „Þetta er bara þannig. Ekki dæma neitt og sjáum frekar til hvað VAR segir. Svo eru þeir alltaf að tala um greinileg og augljós mistök og fela sig síðan á bak við það. Þá eru við með tvo aðila sem eru að fela sig og við endum með ranga niðurstöðu,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira