„Þurfti að draga hann inn klukkan ellefu á kvöldin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2021 10:01 Jón Dagur, Díana Sigríður og Valgerður Ýr Þorsteinsbörn. úr einkasafni Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, handboltakona í HK, kveðst afar stolt af litla bróður sínum, Jón Degi, atvinnu- og landsliðsmanni í fótbolta. Jón Dagur er íslenska landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM 2022. Valgerður segir að snemma hafi orðið ljóst að Jón Dagur myndi ná langt á fótboltabrautinni. „Hann var alltaf það efnilegur og góður og gerði ekkert annað en að vera úti í fótbolta. Það sást snemma að hann ætlaði sér að ná langt. Hann hefur alltaf verið þannig karakter. Hann var alltaf að spila fótbolta og það þurfti að draga hann inn klukkan ellefu á kvöldin,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi. „Hann hefur alltaf lagt hart að sér og er skemmtilegur karakter. Það er alltaf gaman að fylgjast með honum.“ Jón Dagur Þorsteinsson í baráttu við Antonio Rüdiger í leik Íslands og Þýskalands í september.vísir/Hulda Margrét Jón Dagur hefur fengið það orð á sig í Danmörku að vera frekar óþolandi inni í vellinum og verið sakaður um leikaraskap. Kenneth Emil Petersen, álitsgjafi hjá danska ríkissjónvarpinu, sagði hann meðal annars mest pirrandi leikmann dönsku úrvalsdeildarinnar. „Hann er stríðnispúki og það er alltaf stutt í húmorinn. En hann fer líka langt á þessu. Það eru ekki bara hæfileikarnir. Það vilja allir hafa hann í sínu liði, frekar en á móti sér,“ sagði Valgerður. En eru systkinin með svipað skap? „Já, ég myndi alveg segja það. Hann lætur kannski frekar hanka sig á því. Ég er lúmskari með þetta. Við erum mikið keppnisfólk og á spilakvöldum um jólin vill enginn tapa. Það er skemmtilegt og við fáum þetta frá foreldrum okkar,“ sagði Valgerður. HM 2022 í Katar HK Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Jón Dagur er íslenska landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM 2022. Valgerður segir að snemma hafi orðið ljóst að Jón Dagur myndi ná langt á fótboltabrautinni. „Hann var alltaf það efnilegur og góður og gerði ekkert annað en að vera úti í fótbolta. Það sást snemma að hann ætlaði sér að ná langt. Hann hefur alltaf verið þannig karakter. Hann var alltaf að spila fótbolta og það þurfti að draga hann inn klukkan ellefu á kvöldin,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi. „Hann hefur alltaf lagt hart að sér og er skemmtilegur karakter. Það er alltaf gaman að fylgjast með honum.“ Jón Dagur Þorsteinsson í baráttu við Antonio Rüdiger í leik Íslands og Þýskalands í september.vísir/Hulda Margrét Jón Dagur hefur fengið það orð á sig í Danmörku að vera frekar óþolandi inni í vellinum og verið sakaður um leikaraskap. Kenneth Emil Petersen, álitsgjafi hjá danska ríkissjónvarpinu, sagði hann meðal annars mest pirrandi leikmann dönsku úrvalsdeildarinnar. „Hann er stríðnispúki og það er alltaf stutt í húmorinn. En hann fer líka langt á þessu. Það eru ekki bara hæfileikarnir. Það vilja allir hafa hann í sínu liði, frekar en á móti sér,“ sagði Valgerður. En eru systkinin með svipað skap? „Já, ég myndi alveg segja það. Hann lætur kannski frekar hanka sig á því. Ég er lúmskari með þetta. Við erum mikið keppnisfólk og á spilakvöldum um jólin vill enginn tapa. Það er skemmtilegt og við fáum þetta frá foreldrum okkar,“ sagði Valgerður.
HM 2022 í Katar HK Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira