„Mælast ekki til þess að þú fáir fleiri en fjóra gesti yfir sólarhringinn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2021 23:00 Kristrún Helga Jóhannsdóttir og Una María Magnúsdóttir. Samsett Óbólusettir sæta útgöngubanni í Austurríki vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Á sama tíma eru litlar sem engar samkomutakmarkanir í Danmörku. Íslendingur sem búsettur er í Kaupmannahöfn segir Dani svifaseina í viðbrögðum og óttast harðar aðgerðir á næstunni. Faraldur kórónuveirunnar er ekki bara þreytandi fyrir okkur Íslendinga þar sem faraldurinn er í vexti víða í Evrópu og því fylgja takmarkanir, en mis miklar eftir löndum. Óbólusettir lifa við litlar takmarkanir Bólusettir Danir finna lítið fyrir veirunni þar sem einu takmarkanirnar eru þær að sýna þarf fram á bólusetningarvottorð áður en farið er á veitingastaði, söfn og aðra staði þar sem fólk kemur saman. Óbólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt hraðpróf í stað vottorðs. „Þannig í raun hefur þetta engin áhrif á þá sem eru bólusettir, bara á þá sem eru óbólusettir,“ sagði Kristrún Helga Jóhannsdóttir, búsett í Kaupmannahöfn. Kristrún segir að þrátt fyrir litlar sem engar takmarkanir sé mikill uppgangur í smitum en um þrjú þúsund smitast á degi hverjum þar í landi. Útgöngubann fyrir óbólusetta Aðra sögu er að segja af aðgerðum í Hollandi þar sem um 13 þúsund smituðust í gær. Þar taka hertar aðgerðir gildi í kvöld. Veitingastöðum og matvöruverslunum er gert að loka klukkan átta og grímuskylda er nær alls staðar, þar á meðal í skólum. „Þeir eru rosa mikið í reglum um það hversu marga þú mátt fá heim til þín og reglurnar eru þannig núna að þeir mælast ekki til þess að þú fáir fleiri en fjóra gesti yfir sólarhringinn,“ sagði Una María Magnúsdóttir, búsett í Amsterdam. Þá þarf að sýna fram á bólusetningarvottorð þegar farið er á fjölmenna staði líkt og í Danmörku. Hér á landi þekkist það þó ekki með beinum hætti. Það þekkist þó að viðburðarhaldarar krefji fólk um neikvætt hraðpróf. Og svo geta vinnustaðir í einhverjum tilvikum gert kröfu um bólusetningu starfsmanna. Kristrúnu þykir Danir grípa heldur seint í rassinn og óttast að það komi til öfgafullra aðgerða fari smittölur úr böndunum. „Það sem við erum smeyk við hérna er að þeir [Danir] eru svo lengi að grípa í að svo þegar þeir gera það loksins þá dugar ekki það litla sem maður er að sjá á Íslandi heldur fer þetta í þetta harða útgöngubann sem maður hefur ekki upplifað á Íslandi. Grunnskólum hefur ekki verið lokað á Íslandi en það hefur gerst tvisvar hér og í marga mánuði í senn,“ sagði Kristrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar er ekki bara þreytandi fyrir okkur Íslendinga þar sem faraldurinn er í vexti víða í Evrópu og því fylgja takmarkanir, en mis miklar eftir löndum. Óbólusettir lifa við litlar takmarkanir Bólusettir Danir finna lítið fyrir veirunni þar sem einu takmarkanirnar eru þær að sýna þarf fram á bólusetningarvottorð áður en farið er á veitingastaði, söfn og aðra staði þar sem fólk kemur saman. Óbólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt hraðpróf í stað vottorðs. „Þannig í raun hefur þetta engin áhrif á þá sem eru bólusettir, bara á þá sem eru óbólusettir,“ sagði Kristrún Helga Jóhannsdóttir, búsett í Kaupmannahöfn. Kristrún segir að þrátt fyrir litlar sem engar takmarkanir sé mikill uppgangur í smitum en um þrjú þúsund smitast á degi hverjum þar í landi. Útgöngubann fyrir óbólusetta Aðra sögu er að segja af aðgerðum í Hollandi þar sem um 13 þúsund smituðust í gær. Þar taka hertar aðgerðir gildi í kvöld. Veitingastöðum og matvöruverslunum er gert að loka klukkan átta og grímuskylda er nær alls staðar, þar á meðal í skólum. „Þeir eru rosa mikið í reglum um það hversu marga þú mátt fá heim til þín og reglurnar eru þannig núna að þeir mælast ekki til þess að þú fáir fleiri en fjóra gesti yfir sólarhringinn,“ sagði Una María Magnúsdóttir, búsett í Amsterdam. Þá þarf að sýna fram á bólusetningarvottorð þegar farið er á fjölmenna staði líkt og í Danmörku. Hér á landi þekkist það þó ekki með beinum hætti. Það þekkist þó að viðburðarhaldarar krefji fólk um neikvætt hraðpróf. Og svo geta vinnustaðir í einhverjum tilvikum gert kröfu um bólusetningu starfsmanna. Kristrúnu þykir Danir grípa heldur seint í rassinn og óttast að það komi til öfgafullra aðgerða fari smittölur úr böndunum. „Það sem við erum smeyk við hérna er að þeir [Danir] eru svo lengi að grípa í að svo þegar þeir gera það loksins þá dugar ekki það litla sem maður er að sjá á Íslandi heldur fer þetta í þetta harða útgöngubann sem maður hefur ekki upplifað á Íslandi. Grunnskólum hefur ekki verið lokað á Íslandi en það hefur gerst tvisvar hér og í marga mánuði í senn,“ sagði Kristrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira