Verðum að eiga betri leik en síðast Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. nóvember 2021 22:30 Ásmundur segir lið sitt tilbúið í stórleik morgundagsins. Vyacheslav Madiyevskyy/Getty Images Þjálfari Breiðabliks, Ásmundur Arnarson, og Agla María Albertsdóttur sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Kópavogsvelli í dag. Ástæðan er leikur Breiðabliks og úkraínska liðsins Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á morgun. Fyrir viku síðan mættust liðin í Úkraínu og gerðu markalaust jafntefli. Var það fyrsta stig Breiðabliks í keppninni eftir töp gegn París Saint-Germain og Real Madríd í fyrstu tveimur leikjum riðilsins. „Það getur verið óþægilegt þegar þú ert að mæta andstæðingi sem þú hefur aldrei mætt áður. Þá er erfitt að vega og meta styrkleika, veikleika og hvar þú átt að mæta þeim. Við lögðum mikla áherslu á varnarleikinn, skipulag og þess háttar eftir stórt tap í leiknum þar á undan. Þeir hlutir gengu ágætlega en við vorum ekki alveg nógu ánægð með sóknarleikinn okkar. Vikan hefur snúist um hvað við getum bætt þar,“ sagði Ásmundur og hélt áfram. „Allir okkar leikmenn eru leikfærir og við erum tilbúin í þetta. Við verðum að eiga betri leik en síðast. Ég held að aðalmunurinn sé að nú erum við á okkar heimavelli, sem við þekkjum betur. Aðalmálið er að við stefnum á sigur í þessum leik á morgun“ sagði Ásmundur að endingu. Agla María stendur yfir boltanum gegn PSG.Vísir/Vilhelm „Fínt að vera búið að mæta þeim úti og ná í stig þar, það var bara fínt. Við þurfum ekki að ferðast neitt, við erum að spila á heimavelli og eigum þar af leiðandi miklu meiri möguleika á að vinna þennan leik,“ sagði Agla María um leik morgundagsins. „Við þurfum meiri ró á boltann til að ná að spila honum betur. Það er mikilvægt að við náum að skora fyrsta markið. Þetta er hörkulið sem við erum að fara mæta og við þurfum að eiga toppleik til að eiga möguleika,“ bætti þessi öflugi leikmaður við að endingu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Fyrir viku síðan mættust liðin í Úkraínu og gerðu markalaust jafntefli. Var það fyrsta stig Breiðabliks í keppninni eftir töp gegn París Saint-Germain og Real Madríd í fyrstu tveimur leikjum riðilsins. „Það getur verið óþægilegt þegar þú ert að mæta andstæðingi sem þú hefur aldrei mætt áður. Þá er erfitt að vega og meta styrkleika, veikleika og hvar þú átt að mæta þeim. Við lögðum mikla áherslu á varnarleikinn, skipulag og þess háttar eftir stórt tap í leiknum þar á undan. Þeir hlutir gengu ágætlega en við vorum ekki alveg nógu ánægð með sóknarleikinn okkar. Vikan hefur snúist um hvað við getum bætt þar,“ sagði Ásmundur og hélt áfram. „Allir okkar leikmenn eru leikfærir og við erum tilbúin í þetta. Við verðum að eiga betri leik en síðast. Ég held að aðalmunurinn sé að nú erum við á okkar heimavelli, sem við þekkjum betur. Aðalmálið er að við stefnum á sigur í þessum leik á morgun“ sagði Ásmundur að endingu. Agla María stendur yfir boltanum gegn PSG.Vísir/Vilhelm „Fínt að vera búið að mæta þeim úti og ná í stig þar, það var bara fínt. Við þurfum ekki að ferðast neitt, við erum að spila á heimavelli og eigum þar af leiðandi miklu meiri möguleika á að vinna þennan leik,“ sagði Agla María um leik morgundagsins. „Við þurfum meiri ró á boltann til að ná að spila honum betur. Það er mikilvægt að við náum að skora fyrsta markið. Þetta er hörkulið sem við erum að fara mæta og við þurfum að eiga toppleik til að eiga möguleika,“ bætti þessi öflugi leikmaður við að endingu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira