Sentist með ísskápa en varð svo hetja AC Milan í Meistaradeildinni Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2021 16:30 Junior Messias fagnar markinu mikilvæga gegn Atlético Madrid í gærkvöld. Saga hans er stórmerkileg. Getty/Irina R.Hipolito Fyrir þremur árum sá Junior Messias fyrir sér með því að sendast með ísskápa og uppþvottavélar. Í gær var þessi þrítugi Brasilíumaður hetja AC Milan í dýrmætum sigri gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Er hægt að fara frá því að spila í ítölsku D-deildinni, orðinn 27 ára gamall, í að spila með einu sögufrægasta og besta liði Ítalíu, í bestu deild heims? Svarið er já. „Mig langaði að gráta. Allt sem ég hef gengið í gegnum flaug í gegnum hausinn. Miklar tilfinningar. Ég hugsaði um Guð. Öll mín saga er skrifuð af honum,“ sagði Messias í mikilli geðshræringu eftir leik í gærkvöld. Hann skoraði eina mark leiksins, í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni, þegar Milan vann Atlético á útivelli 1-0. Sigurinn gaf Milan möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit. Junior Messias Delivery driver & amateur football player. (25 years old) Official Serie B debut (28 years old) Official Serie A debut (29 years old) Champions League debut & 87th minute winner (30 years old) It s never too late, guys. pic.twitter.com/cLChN7GGhb— 433 (@433) November 24, 2021 Messias flutti tvítugur frá Brasilíu til Ítalíu ásamt konu sinni og barni, til móts við bróður sinn í Tórínó. Þar lék hann sér í fótbolta með áhugamannaliði en starfaði sem fyrr segir sem sendill og einnig í byggingavinnu. Alveg fram yfir tímabilið 2017-18 hafði Messias ekki leikið í sterkari deild en ítölsku D-deildinni. Þar spilaði hann með Gozzano, eftir að hafa einnig leikið með Chieri og Casale. Messias komst með Gozzano upp í C-deild sumarið 2018 og lék þar í hálft ár áður en Crotone ákvað að festa kaup á honum. Þar skoraði hann sex mörk og átti sex stoðsendingar, í 34 leikjum, og átti ríkan þátt í að koma liðinu upp í efstu deild. Suárez og Zlatan en Messias skoraði Messias lék því sína fyrstu leiki í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð, og reyndist fullfær um að spila þar. Hann skoraði níu mörk og átti fjórar stoðsendingar. Þó að Crotone hafi fallið þá var Messias búinn að stimpla sig inn, og AC Milan hafði samband og fékk hann til sín að láni í sumar. Eftir að hafa fengið að koma inn á í tveimur leikjum hjá Milan í ítölsku A-deildinni, kom Messias inn á í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni í gær. Og þó að kappar á borð við Zlatan Ibrahimovic, Luis Suárez, Olivier Giroud og Antoine Griezmann hafi verið á vellinum í Madrid þá var Messias sá eini sem kom boltanum í netið. Spennandi verður að sjá hvað Guð er með í huga varðandi næsta kafla á þessum óhefðbundna knattspyrnuferli. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Er hægt að fara frá því að spila í ítölsku D-deildinni, orðinn 27 ára gamall, í að spila með einu sögufrægasta og besta liði Ítalíu, í bestu deild heims? Svarið er já. „Mig langaði að gráta. Allt sem ég hef gengið í gegnum flaug í gegnum hausinn. Miklar tilfinningar. Ég hugsaði um Guð. Öll mín saga er skrifuð af honum,“ sagði Messias í mikilli geðshræringu eftir leik í gærkvöld. Hann skoraði eina mark leiksins, í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni, þegar Milan vann Atlético á útivelli 1-0. Sigurinn gaf Milan möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit. Junior Messias Delivery driver & amateur football player. (25 years old) Official Serie B debut (28 years old) Official Serie A debut (29 years old) Champions League debut & 87th minute winner (30 years old) It s never too late, guys. pic.twitter.com/cLChN7GGhb— 433 (@433) November 24, 2021 Messias flutti tvítugur frá Brasilíu til Ítalíu ásamt konu sinni og barni, til móts við bróður sinn í Tórínó. Þar lék hann sér í fótbolta með áhugamannaliði en starfaði sem fyrr segir sem sendill og einnig í byggingavinnu. Alveg fram yfir tímabilið 2017-18 hafði Messias ekki leikið í sterkari deild en ítölsku D-deildinni. Þar spilaði hann með Gozzano, eftir að hafa einnig leikið með Chieri og Casale. Messias komst með Gozzano upp í C-deild sumarið 2018 og lék þar í hálft ár áður en Crotone ákvað að festa kaup á honum. Þar skoraði hann sex mörk og átti sex stoðsendingar, í 34 leikjum, og átti ríkan þátt í að koma liðinu upp í efstu deild. Suárez og Zlatan en Messias skoraði Messias lék því sína fyrstu leiki í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð, og reyndist fullfær um að spila þar. Hann skoraði níu mörk og átti fjórar stoðsendingar. Þó að Crotone hafi fallið þá var Messias búinn að stimpla sig inn, og AC Milan hafði samband og fékk hann til sín að láni í sumar. Eftir að hafa fengið að koma inn á í tveimur leikjum hjá Milan í ítölsku A-deildinni, kom Messias inn á í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni í gær. Og þó að kappar á borð við Zlatan Ibrahimovic, Luis Suárez, Olivier Giroud og Antoine Griezmann hafi verið á vellinum í Madrid þá var Messias sá eini sem kom boltanum í netið. Spennandi verður að sjá hvað Guð er með í huga varðandi næsta kafla á þessum óhefðbundna knattspyrnuferli.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira