Sagðist vita hvernig Chelsea vildi spila og ákvað því að setja Ronaldo á bekknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2021 17:31 Michael Carrick ræðir við Cristiano Ronaldo áður en Portúgalinn kom inn á gegn Chelsea. Clive Rose/Getty Images Það vakti mikla athygli er leikur Chelsea og Manchester United hófst að Cristiano Ronaldo var hvergi sjáanlegur á vellinum sjálfum. Portúgalska stjarnan hóf leik meðal varamanna og kom inn af bekknum í síðari hálfleik. Annan leikinn í röð ákvað Michael Carrick, þjálfari Manchester United, að bekkja eina af stórstjörnum liðsins. Eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn var ákveðið að Carrick myndi stýra liðinu þangað til annað kæmi í ljós. Í mikilvægum leik gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu ákvað Carrick að setja Bruno Fernandes á bekkinn, sá leikur vannst 2-0. Í gær, sunnudag, ákvað Carrick að setja Ronaldo á bekkinn. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en ef ekki hefði verið fyrir klaufalega tæklingu Aaron Wan-Bissaka í eigin vítateig hefðu gestirnir mögulega farið með öll þrjú stigin heim. Er Carrick var spurður út í ástæðu þess að Portúgalinn hóf leik á varamannabekknum þá stóð ekki á svörum. „Við komum hingað með leikplan, ég vissi nokkurn veginn hvernig Chelsea myndi spila og við vildum stöðva litlu sendingarnar sem þeir þræða inn á miðjuna til Jorginho og (Ruben) Loftus-Cheek. Við vorum með það á bakvið eyrað,“ sagði miðjumaðurinn fyrrverandi. „Við vildum fríska aðeins upp á liðið, gera tvær til þrjár breytingar ásamt því að breyta taktíkinni okkar örlítið. Þetta var niðurstaðan og við vorum ekki langt frá því að næla í öll þrjú stigin,“ bætti Carrick við er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Þó Man Utd hafi legið til baka og að því virtist ætla að beita skyndisóknum þá var liðið töluvert duglegra að setja pressu á öftustu línu Chelsea heldur en gegn öðrum mótherjum sínum til þessa á leiktíðinni. Alls unnu leikmenn gestanna boltann sex sinnum á síðasta þriðjungi vallarins. Liðið hefur aðeins einu sinni unnið boltann oftar á síðasta þriðjungi en það var í 4-1 sigrinum gegn Newcastle United í september. Man Utd won possession in the final third 6 times vs. Chelsea, only against Newcastle United [7] have they done so more in a Premier League match this season.Gearing up pic.twitter.com/cgZt4jPwOZ— Statman Dave (@StatmanDave) November 28, 2021 Þó leikaðferð Carrick á Brúnni í Lundúnum sé töluvert frá því sem Ralf Rangnick – nýráðinn þjálfari Man Utd – vill sjá hjá sínum liðum er ljóst að þetta er ágætis byrjun. Nú er bara að bíða og sjá hvort það sé pláss fyrir Ronaldo í liði sem vill pressa mótherja sína jafn stíft og lið Rangnick eru vön að gera. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester United staðfestir komu Ralf Rangnick Ralf Rangnick er formlega orðinn knattspyrnustjóri Manchester United eftir að enska úrvalsdeildarfélagið staðfesti komu hans í dag. 29. nóvember 2021 11:47 Leikmönnum Man Utd tilkynnt um fyrirhugaðar þjálfarabreytingar inni í klefa Nýr stjóri Manchester United mun taka við stjórnartaumunum í komandi viku. Var leikmönnum tilkynnt það inn í búningsklefa eftir leik Chelsea og Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í dag. 29. nóvember 2021 07:01 United og Lokomotiv Moskva búin að ná samkomulagi vegna Rangnicks Manchester United og Lokomotiv Moskva hafa náð samkomulagi vegna Ralfs Rangnick. 26. nóvember 2021 15:31 Ætluðu að gefa Carrick allt að sex leiki áður en Rangnick glansaði í viðtalinu Forráðamenn Manchester United ætluðu að láta Michael Carrick stýra liðinu í allt að sex fleiri leikjum áður en Ralf Rangnick glansaði í atvinnuviðtalinu sínu. 26. nóvember 2021 13:01 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Annan leikinn í röð ákvað Michael Carrick, þjálfari Manchester United, að bekkja eina af stórstjörnum liðsins. Eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn var ákveðið að Carrick myndi stýra liðinu þangað til annað kæmi í ljós. Í mikilvægum leik gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu ákvað Carrick að setja Bruno Fernandes á bekkinn, sá leikur vannst 2-0. Í gær, sunnudag, ákvað Carrick að setja Ronaldo á bekkinn. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en ef ekki hefði verið fyrir klaufalega tæklingu Aaron Wan-Bissaka í eigin vítateig hefðu gestirnir mögulega farið með öll þrjú stigin heim. Er Carrick var spurður út í ástæðu þess að Portúgalinn hóf leik á varamannabekknum þá stóð ekki á svörum. „Við komum hingað með leikplan, ég vissi nokkurn veginn hvernig Chelsea myndi spila og við vildum stöðva litlu sendingarnar sem þeir þræða inn á miðjuna til Jorginho og (Ruben) Loftus-Cheek. Við vorum með það á bakvið eyrað,“ sagði miðjumaðurinn fyrrverandi. „Við vildum fríska aðeins upp á liðið, gera tvær til þrjár breytingar ásamt því að breyta taktíkinni okkar örlítið. Þetta var niðurstaðan og við vorum ekki langt frá því að næla í öll þrjú stigin,“ bætti Carrick við er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Þó Man Utd hafi legið til baka og að því virtist ætla að beita skyndisóknum þá var liðið töluvert duglegra að setja pressu á öftustu línu Chelsea heldur en gegn öðrum mótherjum sínum til þessa á leiktíðinni. Alls unnu leikmenn gestanna boltann sex sinnum á síðasta þriðjungi vallarins. Liðið hefur aðeins einu sinni unnið boltann oftar á síðasta þriðjungi en það var í 4-1 sigrinum gegn Newcastle United í september. Man Utd won possession in the final third 6 times vs. Chelsea, only against Newcastle United [7] have they done so more in a Premier League match this season.Gearing up pic.twitter.com/cgZt4jPwOZ— Statman Dave (@StatmanDave) November 28, 2021 Þó leikaðferð Carrick á Brúnni í Lundúnum sé töluvert frá því sem Ralf Rangnick – nýráðinn þjálfari Man Utd – vill sjá hjá sínum liðum er ljóst að þetta er ágætis byrjun. Nú er bara að bíða og sjá hvort það sé pláss fyrir Ronaldo í liði sem vill pressa mótherja sína jafn stíft og lið Rangnick eru vön að gera.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester United staðfestir komu Ralf Rangnick Ralf Rangnick er formlega orðinn knattspyrnustjóri Manchester United eftir að enska úrvalsdeildarfélagið staðfesti komu hans í dag. 29. nóvember 2021 11:47 Leikmönnum Man Utd tilkynnt um fyrirhugaðar þjálfarabreytingar inni í klefa Nýr stjóri Manchester United mun taka við stjórnartaumunum í komandi viku. Var leikmönnum tilkynnt það inn í búningsklefa eftir leik Chelsea og Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í dag. 29. nóvember 2021 07:01 United og Lokomotiv Moskva búin að ná samkomulagi vegna Rangnicks Manchester United og Lokomotiv Moskva hafa náð samkomulagi vegna Ralfs Rangnick. 26. nóvember 2021 15:31 Ætluðu að gefa Carrick allt að sex leiki áður en Rangnick glansaði í viðtalinu Forráðamenn Manchester United ætluðu að láta Michael Carrick stýra liðinu í allt að sex fleiri leikjum áður en Ralf Rangnick glansaði í atvinnuviðtalinu sínu. 26. nóvember 2021 13:01 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Manchester United staðfestir komu Ralf Rangnick Ralf Rangnick er formlega orðinn knattspyrnustjóri Manchester United eftir að enska úrvalsdeildarfélagið staðfesti komu hans í dag. 29. nóvember 2021 11:47
Leikmönnum Man Utd tilkynnt um fyrirhugaðar þjálfarabreytingar inni í klefa Nýr stjóri Manchester United mun taka við stjórnartaumunum í komandi viku. Var leikmönnum tilkynnt það inn í búningsklefa eftir leik Chelsea og Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í dag. 29. nóvember 2021 07:01
United og Lokomotiv Moskva búin að ná samkomulagi vegna Rangnicks Manchester United og Lokomotiv Moskva hafa náð samkomulagi vegna Ralfs Rangnick. 26. nóvember 2021 15:31
Ætluðu að gefa Carrick allt að sex leiki áður en Rangnick glansaði í viðtalinu Forráðamenn Manchester United ætluðu að láta Michael Carrick stýra liðinu í allt að sex fleiri leikjum áður en Ralf Rangnick glansaði í atvinnuviðtalinu sínu. 26. nóvember 2021 13:01