Guardiola: Jack Grealish hefur spilað betur en hann heldur sjálfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 13:00 Jack Grealish í leik með Manchester City í Meistaradeildinni. Getty/Marc Atkins Manchester City eyddi metpening í enska landsliðsmanninn Jack Grealish í haust og hefur ekki alveg skilað tölum í takt við kaupverðið. Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola er samt ánægðari með hann en sumir myndu búast við. Grealish var keyptur á hundrað milljónir punda frá Aston Villa en er með tvö mörk og þrjár stoðsendingar í fimmtán leikjum á sínu fyrsta tímabili. Pep Guardiola thinks Grealish has been better at #mcfc than even the player thinks he has, but would like him to be more selfish in the final third https://t.co/Ny63BMuXn9— Manchester City News (@ManCityMEN) December 1, 2021 Grealish hefur ekki spilað með liðinu síðan að hann meiddist í síðasta landsliðsverkefni og viðurkenndi í viðtali við Telegraph að byrjunin hjá Manchester City hafi verið erfiðari en hann bjóst við. Grealish var í umræðunni á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins þar sem Manchester City er þá að mæta hans gamla félagi. „Ég veit hversu fullkominn hann er. Ég er ekki í neinum vafa um það,“ sagði Pep Guardiola um hinn 26 ára gamla Grealish. „Ég sá ekki einn leik þar sem hann sýndi ekki gæðin sem hann býr yfir,“ sagði Guardiola sem er á því að Jack Grealish hafi spilað betur en hann heldur sjálfur. "Everyone needs a little bit of time, the quality he has it's difficult to play bad but step by step his best form will come back."Pep Guardiola describes Jack Grealish settling in at Manchester City as perfect pic.twitter.com/j3wFTXmWkz— Football Daily (@footballdaily) November 30, 2021 „Hér krefst ég þess að menn séu að spila sinn besta leik í hverjum leik og eftir á reyni ég að komast að því af hverju liðið spilaði ekki eins vel og það átti að gera. Við munum síðan reyna að hjálpa leikmönnunum að bæta það. Hingað til hefur Jack Grealish alltaf spilað vel í sínum leikjum,“ sagði Guardiola. „Hjá Villa byrjaði kannski allt saman hjá honum og hann var þá frjálsari. Nú er hann í nýrri stöðu og ef til vill hefur vantað upp á að hann sé ákveðnari á síðasta þriðjungnum,“ sagði Guardiola. „Kannski er af því að hann ber mikla virðingu fyrir liðsfélögnum eða að hann er í nýju umhverfi. Það er eðlilegt og hluti af ferlinu. Hann þarf tíma. Það ætti að vera auðvelt fyrir hann með þessi gæði. Hann þarf bara að verja frjáls og vera hann sjálfur,“ sagði Guardiola. City stjórinn vill að Grealish reyni aðeins meira sjálfur og verði eigingjarnari upp við mark andstæðinganna. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Grealish var keyptur á hundrað milljónir punda frá Aston Villa en er með tvö mörk og þrjár stoðsendingar í fimmtán leikjum á sínu fyrsta tímabili. Pep Guardiola thinks Grealish has been better at #mcfc than even the player thinks he has, but would like him to be more selfish in the final third https://t.co/Ny63BMuXn9— Manchester City News (@ManCityMEN) December 1, 2021 Grealish hefur ekki spilað með liðinu síðan að hann meiddist í síðasta landsliðsverkefni og viðurkenndi í viðtali við Telegraph að byrjunin hjá Manchester City hafi verið erfiðari en hann bjóst við. Grealish var í umræðunni á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins þar sem Manchester City er þá að mæta hans gamla félagi. „Ég veit hversu fullkominn hann er. Ég er ekki í neinum vafa um það,“ sagði Pep Guardiola um hinn 26 ára gamla Grealish. „Ég sá ekki einn leik þar sem hann sýndi ekki gæðin sem hann býr yfir,“ sagði Guardiola sem er á því að Jack Grealish hafi spilað betur en hann heldur sjálfur. "Everyone needs a little bit of time, the quality he has it's difficult to play bad but step by step his best form will come back."Pep Guardiola describes Jack Grealish settling in at Manchester City as perfect pic.twitter.com/j3wFTXmWkz— Football Daily (@footballdaily) November 30, 2021 „Hér krefst ég þess að menn séu að spila sinn besta leik í hverjum leik og eftir á reyni ég að komast að því af hverju liðið spilaði ekki eins vel og það átti að gera. Við munum síðan reyna að hjálpa leikmönnunum að bæta það. Hingað til hefur Jack Grealish alltaf spilað vel í sínum leikjum,“ sagði Guardiola. „Hjá Villa byrjaði kannski allt saman hjá honum og hann var þá frjálsari. Nú er hann í nýrri stöðu og ef til vill hefur vantað upp á að hann sé ákveðnari á síðasta þriðjungnum,“ sagði Guardiola. „Kannski er af því að hann ber mikla virðingu fyrir liðsfélögnum eða að hann er í nýju umhverfi. Það er eðlilegt og hluti af ferlinu. Hann þarf tíma. Það ætti að vera auðvelt fyrir hann með þessi gæði. Hann þarf bara að verja frjáls og vera hann sjálfur,“ sagði Guardiola. City stjórinn vill að Grealish reyni aðeins meira sjálfur og verði eigingjarnari upp við mark andstæðinganna.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira