Inter upp í annað sætið á meðan Mourinho sá gult í tapi Roma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2021 19:35 Mourinho á hliðarlínunni í kvöld. Fabio Rossi/Getty Images Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er nú lokið. Ítalíumeistarar Inter unnu 2-0 heimasigur á Spezia á meðan lærisveinar José Mourinho í Roma töpuðu 1-0 fyrir Bologna á útivelli. Inter voru töluvert sigurstranglegri fyrir leik og það kom því lítið á óvart þegar ítalski miðjumaðurinn Roberto Gagliardini kom þeim yfir á 36. mínútu eftir sendingu argentíska framherjans Lautaro Martinez. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum fengu heimamenn vítaspyrnu, Martinez fór á punktinn og kom Inter 2-0 yfir. | FOTO #ForzaInter #InterSpezia pic.twitter.com/yUVNoRZtzM— Inter (@Inter) December 1, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki og nokkuð öruggur sigur meistaranna staðreynd. Inter er nú í 2. sæti deildarinnar með 35 stig eftir 15 leiki. Napoli trónir á toppnum með stigi meira og leik til góða, þá getur AC Milan náð öðru sætinu með sigri síðar í kvöld. Sænski miðjumaðurinn Mattias Svanberg tryggði Bologna 1-0 sigur á Roma með þrumuskoti þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Svanberg golazos on a Wednesday evening #WeAreOne #BolognaRoma pic.twitter.com/lImWpETeXb— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) December 1, 2021 Ásamt því að gera fjölda skiptinga til að reyna jafna metin þá nældi José Mourinho, þjálfari Roma, sér í gult spjald þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Allt kom þó fyrir ekki og Bologna vann leikinn með einu marki gegn engu. Roma er því sem fyrr í 5. sæti með 25 stig á meðan Bologna er komið upp í 8. sæti með aðeins stigi minna. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Inter voru töluvert sigurstranglegri fyrir leik og það kom því lítið á óvart þegar ítalski miðjumaðurinn Roberto Gagliardini kom þeim yfir á 36. mínútu eftir sendingu argentíska framherjans Lautaro Martinez. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum fengu heimamenn vítaspyrnu, Martinez fór á punktinn og kom Inter 2-0 yfir. | FOTO #ForzaInter #InterSpezia pic.twitter.com/yUVNoRZtzM— Inter (@Inter) December 1, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki og nokkuð öruggur sigur meistaranna staðreynd. Inter er nú í 2. sæti deildarinnar með 35 stig eftir 15 leiki. Napoli trónir á toppnum með stigi meira og leik til góða, þá getur AC Milan náð öðru sætinu með sigri síðar í kvöld. Sænski miðjumaðurinn Mattias Svanberg tryggði Bologna 1-0 sigur á Roma með þrumuskoti þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Svanberg golazos on a Wednesday evening #WeAreOne #BolognaRoma pic.twitter.com/lImWpETeXb— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) December 1, 2021 Ásamt því að gera fjölda skiptinga til að reyna jafna metin þá nældi José Mourinho, þjálfari Roma, sér í gult spjald þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Allt kom þó fyrir ekki og Bologna vann leikinn með einu marki gegn engu. Roma er því sem fyrr í 5. sæti með 25 stig á meðan Bologna er komið upp í 8. sæti með aðeins stigi minna.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira