Sævar Atli kom inn af bekknum og skoraði í dramatísku jafntefli Lyngby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2021 14:10 Sævar Atli kom inn af bekknum og skoraði það sem virtist ætla að verða sigurmarkið. Twitter/@LyngbyBoldklub Sævar Atli Magnússon kom inn af varamannabekknum og skoraði það sem virtist ætla að vera sigurmark Lyngby er liðið heimsótti HB Köge á útivelli í dönsku B-deildinni í dag. Allt kom þó fyrir ekki. Leikur Köge og Lyndby var hin mesta skemmtun. Færeyingurinn Petur Knudesen kom Lyngby yfir eftir tæpan hálftíma leik. Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin fyrir hálfleik og staðan 1-1 er flautan gall. Heimamenn fengu vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en Frederik Ibsen varði spyrnu Pierre Larsen. Það kom þó ekki að sök þar sem Joachim Rothmann kom heimamönnum yfir mínútu síðar. Eddi Gomes, fyrrum leikmaður FH, með stoðsendinguna – hann átti svo eftir að koma meira við sögu undir lok leiks. Á 68. mínútu kom Sævar Atli inn af bekknum og tíu mínútum síðar jafnaði Kristian Dirk Riis metin fyrir Lyngby. Það var svo fjórum mínútum síðar, á 82. mínútu, sem Sævar Atli kom Lyngby í 3-2 en því miður var Gomes ekki búinn að segja sitt síðasta. Það voru komnar fimm mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar heimamenn fengu hornspyrnu og viti menn. Gomes stökk manna hæst og stangaði boltann í netið, staðan orðin 3-3 og reyndust það lokatölur leiksins. Með sigri hefðu lærisveinar Freys Alexanderssonar farið upp í 2. sætið en eftir leik dagsins er liðið í 3. sæti með 36 stig, þremur minna en topplið Helsingor sem hefur einnig leikið 18 leiki. Lærisveinar Daniels Agger í Köge eru í 7. sæti með 20 stig. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Leikur Köge og Lyndby var hin mesta skemmtun. Færeyingurinn Petur Knudesen kom Lyngby yfir eftir tæpan hálftíma leik. Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin fyrir hálfleik og staðan 1-1 er flautan gall. Heimamenn fengu vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en Frederik Ibsen varði spyrnu Pierre Larsen. Það kom þó ekki að sök þar sem Joachim Rothmann kom heimamönnum yfir mínútu síðar. Eddi Gomes, fyrrum leikmaður FH, með stoðsendinguna – hann átti svo eftir að koma meira við sögu undir lok leiks. Á 68. mínútu kom Sævar Atli inn af bekknum og tíu mínútum síðar jafnaði Kristian Dirk Riis metin fyrir Lyngby. Það var svo fjórum mínútum síðar, á 82. mínútu, sem Sævar Atli kom Lyngby í 3-2 en því miður var Gomes ekki búinn að segja sitt síðasta. Það voru komnar fimm mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar heimamenn fengu hornspyrnu og viti menn. Gomes stökk manna hæst og stangaði boltann í netið, staðan orðin 3-3 og reyndust það lokatölur leiksins. Með sigri hefðu lærisveinar Freys Alexanderssonar farið upp í 2. sætið en eftir leik dagsins er liðið í 3. sæti með 36 stig, þremur minna en topplið Helsingor sem hefur einnig leikið 18 leiki. Lærisveinar Daniels Agger í Köge eru í 7. sæti með 20 stig.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti