Fáránleg vítaspyrna kostaði Norrköping | Adam Ingi áfram í marki Gautaborgar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2021 16:05 Adam Ingi Benediktsson stóð vaktina í marki Gautaborgar í dag. Skjáskot/@ifkgoteborg Það var fjöldi Íslendingaliða í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er síðasta umferð deildarinnar fór fram í dag. Það voru hins vegar fáir íslenskir leikmenn sem stigu fæti inn á völlinn í dag. Það var fjöldi Íslendingaliða í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er heil umferð fór fram í dag. Það voru hins vegar fáir leikmenn sem stigu fæti inn á völlinn. Hér að neðan má sjá fáránlega vítaspyrnu Norrköping sem kostaði liðið að öllum líkindum stig. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hélt stöðu sinni í marki Gautaborgar sem sótti Norrköping heim. Ari Freyr Skúlason var fjarverandi í liði Norrköping vegna meiðsla en táningurinn Jóhannes Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk heimamanna. Gamla brýnið Marcus Berg kom Gautaborg yfir eftir tæpan stundarfjórðung en Christoffer Nyman jafnaði metin fyrir heimamenn og staðan 1-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu en ákváðu að vera rosalega sniðugir í stað þess að lúðra boltanum á markið. Þessa ömurlegu vítaspyrnu má sjá hér að neðan. Variant! Levi till Adegbenro, men målet godkänds inte av domarteamet pic.twitter.com/RCoqB26eeI— discovery+ sport (@dplus_sportSE) December 4, 2021 Bernardo skoraði svo skömmu síðar fyrir gestina sem unnu leikinn á endanum 2-1. Í öðrum leikjum var það helst að frétta að Aron Bjarnason spilaði 14 mínútur í 4-2 tapi Sirus gegn AIK. Valgeir Lunddal Friðriksson fékk ekki að spila í 0-1 tapi Häcken. Jón Guðni Fjóluson er frá vegna meiðsla og spilaði ekki í 5-3 sigri Hammarby á Kalmar. Þá spilaði Sveinn Aron Guðjohnsen síðustu mínútuna eða svo í 3-2 sigri Elfsborg á Örebro. Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sat hins vegar allan tímann á bekk Elfsborg. Malmö FF är svenska mästare!Se matchen på https://t.co/Nmw67Zlu4o pic.twitter.com/c9MJruT583— discovery+ sport (@dplus_sportSE) December 4, 2021 Um var að ræða lokaumferð sænsku deildarinnar. Malmö er meistari þar sem liðið er með betri markatölu en AIK. Djurgården kemur þar á eftir og nælir því í síðasta Evrópusætið. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
Það var fjöldi Íslendingaliða í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er heil umferð fór fram í dag. Það voru hins vegar fáir leikmenn sem stigu fæti inn á völlinn. Hér að neðan má sjá fáránlega vítaspyrnu Norrköping sem kostaði liðið að öllum líkindum stig. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hélt stöðu sinni í marki Gautaborgar sem sótti Norrköping heim. Ari Freyr Skúlason var fjarverandi í liði Norrköping vegna meiðsla en táningurinn Jóhannes Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk heimamanna. Gamla brýnið Marcus Berg kom Gautaborg yfir eftir tæpan stundarfjórðung en Christoffer Nyman jafnaði metin fyrir heimamenn og staðan 1-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu en ákváðu að vera rosalega sniðugir í stað þess að lúðra boltanum á markið. Þessa ömurlegu vítaspyrnu má sjá hér að neðan. Variant! Levi till Adegbenro, men målet godkänds inte av domarteamet pic.twitter.com/RCoqB26eeI— discovery+ sport (@dplus_sportSE) December 4, 2021 Bernardo skoraði svo skömmu síðar fyrir gestina sem unnu leikinn á endanum 2-1. Í öðrum leikjum var það helst að frétta að Aron Bjarnason spilaði 14 mínútur í 4-2 tapi Sirus gegn AIK. Valgeir Lunddal Friðriksson fékk ekki að spila í 0-1 tapi Häcken. Jón Guðni Fjóluson er frá vegna meiðsla og spilaði ekki í 5-3 sigri Hammarby á Kalmar. Þá spilaði Sveinn Aron Guðjohnsen síðustu mínútuna eða svo í 3-2 sigri Elfsborg á Örebro. Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sat hins vegar allan tímann á bekk Elfsborg. Malmö FF är svenska mästare!Se matchen på https://t.co/Nmw67Zlu4o pic.twitter.com/c9MJruT583— discovery+ sport (@dplus_sportSE) December 4, 2021 Um var að ræða lokaumferð sænsku deildarinnar. Malmö er meistari þar sem liðið er með betri markatölu en AIK. Djurgården kemur þar á eftir og nælir því í síðasta Evrópusætið.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira