Birkir Blær sigurvegari sænska Idolsins 2021 Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 10. desember 2021 21:44 Birkir Blær stóð uppi sem sigurvegari Gudmund Svansson Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson fór með sigur af hólmi þegar hann mætti söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í úrslitum sænska Idol í kvöld. „Ég er svo þakklátur öllum þeim sem kusu Íslending. Ég er svo stoltur,“ sagði Birkir Blær við fjölmiðla eftir að úrslitin höfðu verið kunngjörð. „Ég hef lært svo svo mikið á þessu, ekki síst nýtt tungumál. Þetta er draumur sem hefur ræst,“ bætti hann við. Þá segir hann keppinaut sinn, Jacqueline Mossberg Mounkassa, vera frábæran listamann og að hann hafi haldið að það yrði hún sem fagnaði sigri að keppni lokinni. Okkar maður ásamt Jacqueline Mossberg Mounkassa.Gudmund Svansson Keppendurnir fluttu þrjú lög til að heilla sænska kjósendur. Fyrsta lag Birkis Blæs var All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless sem keppendur fluttu báðir. Hlusta má á flutning Birkis Blæs á Weightless í spilaranum hér að neðan: Allt ætlaði um koll að keyra á skemmtistaðnum Vamos í miðbæ Akureyrar þegar tilkynnt var að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson hafi sigrað sænska Idolið árið 2021. Myndband af fagnaðarlátunum má sjá í spilaranum hér að neðan: Í sigurlaun fær Birkir Blær plötusamning hjá útgáfurisanum Universal sem er með stærstu plötufyrirtækjum í heimi. Ljóst er að hann á framtíðina fyrir sér í Svíþjóð og þótt víðar væri leitað. Hann hefur nú þegar gefið út nokkur lög á seinustu árum og breiðskífuna Patient. Birkir Blær sagði í samtali við fréttastofu fyrir keppnina að hann hefði lítið sofið í nótt enda spennan mikil. Mikið var í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Stórfjölskyldan var í salnum í kvöld; meðal annars Rannveig Katrín Arnarsdóttir, kærasta hans, og móðir hans Elvý Guðríður Hreinsdóttir sem flaug utan til Svíþjóðar frá Íslandi í morgun. Fréttastofa ræddi við Elvý skömmu áður en hún fór út. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Sjónvarpsstöðin TV4 tók saman Idol-ævintýri Birkis Blæs í aðdraganda úrslitakvöldsins. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Hópur fólks kom saman á skemmtistaðnum Vamos á Akureyri í kvöld til að fylgjast með þættinum og einnig horfði hópur fólks á úrslitin í Keiluhöllinni í Egilshöll. Vísir var með puttann á púlsinum, bæði í Svíþjóð og á Akureyri, og má fylgjast með framvindunni í Vaktinni hér að neðan.
„Ég er svo þakklátur öllum þeim sem kusu Íslending. Ég er svo stoltur,“ sagði Birkir Blær við fjölmiðla eftir að úrslitin höfðu verið kunngjörð. „Ég hef lært svo svo mikið á þessu, ekki síst nýtt tungumál. Þetta er draumur sem hefur ræst,“ bætti hann við. Þá segir hann keppinaut sinn, Jacqueline Mossberg Mounkassa, vera frábæran listamann og að hann hafi haldið að það yrði hún sem fagnaði sigri að keppni lokinni. Okkar maður ásamt Jacqueline Mossberg Mounkassa.Gudmund Svansson Keppendurnir fluttu þrjú lög til að heilla sænska kjósendur. Fyrsta lag Birkis Blæs var All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless sem keppendur fluttu báðir. Hlusta má á flutning Birkis Blæs á Weightless í spilaranum hér að neðan: Allt ætlaði um koll að keyra á skemmtistaðnum Vamos í miðbæ Akureyrar þegar tilkynnt var að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson hafi sigrað sænska Idolið árið 2021. Myndband af fagnaðarlátunum má sjá í spilaranum hér að neðan: Í sigurlaun fær Birkir Blær plötusamning hjá útgáfurisanum Universal sem er með stærstu plötufyrirtækjum í heimi. Ljóst er að hann á framtíðina fyrir sér í Svíþjóð og þótt víðar væri leitað. Hann hefur nú þegar gefið út nokkur lög á seinustu árum og breiðskífuna Patient. Birkir Blær sagði í samtali við fréttastofu fyrir keppnina að hann hefði lítið sofið í nótt enda spennan mikil. Mikið var í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Stórfjölskyldan var í salnum í kvöld; meðal annars Rannveig Katrín Arnarsdóttir, kærasta hans, og móðir hans Elvý Guðríður Hreinsdóttir sem flaug utan til Svíþjóðar frá Íslandi í morgun. Fréttastofa ræddi við Elvý skömmu áður en hún fór út. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Sjónvarpsstöðin TV4 tók saman Idol-ævintýri Birkis Blæs í aðdraganda úrslitakvöldsins. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Hópur fólks kom saman á skemmtistaðnum Vamos á Akureyri í kvöld til að fylgjast með þættinum og einnig horfði hópur fólks á úrslitin í Keiluhöllinni í Egilshöll. Vísir var með puttann á púlsinum, bæði í Svíþjóð og á Akureyri, og má fylgjast með framvindunni í Vaktinni hér að neðan.
Birkir Blær í sænska Idol Svíþjóð Íslendingar erlendis Tónlist Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Sjá meira