Guðmundur landsliðsþjálfari: Ég hef bullandi trú Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2021 10:31 Guðmundur Guðmundsson á hliðarlínunni hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM í janúar síðastliðnum. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, mætti í Seinni bylgjuna og ræddi framhaldið hjá strákunum okkar en íslenska landsliðið er á leiðinn á Evrópumeistaramótið eftir áramót. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, spurði Guðmund út í hið fræga þriggja ára plan hans og möguleikann á að fylgja því og að landsliðið verði komið í hóp átta bestu þjóðanna á næsta móti. „Þetta er alltaf þannig þegar maður er landsliðsþjálfari þá bíður maður í ofvæni eftir því að fá liðið í hendurnar. Ég vona þá að ég fái þá heila svo að þetta endi ekki þannig að við séum með tvo, þrjá, fjóra lykilmenn meidda eins og reyndin var á HM í fyrra,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. „Þá breytist myndin og sérstaklega hjá íslenska landsliðinu því þar breytist hún mjög fljótt. Þess vegna er maður ekki of mikið að tjá sig um þetta en það er alveg rétt. Ég byrjaði á uppbyggingu 2018 og fór mjög markvisst í það að fara í kynslóðaskipti,“ sagði Guðmundur. Klippa: Seinni bylgjan: Guðmundur landsliðsþjálfari um þriggja ára planið sitt „Við erum komnir núna í aðra stöðu en við erum vanir. Leikmenn voru að spila í Olís deildinni og ég veit hve margra ég var með í hópnum sem voru ennþá að spila hér á Íslandi. Þeir eru komnir í góð lið í Evrópu og það hefur mjög margt gerst á þessum tíma,“ sagði Guðmundur. Íslenska landsliðið er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Hollandi og í millriðlinum bíða væntanlega Króatía, Frakkland, Danmörk og Slóvenía komist íslenska liðið þangað. „Nú er bara spurningin hvort við séum komnir nægilega langt til þess að taka næsta skref. Það yrði frábær árangur að komast á topp tíu á EM. Þetta er mjög erfitt mót og til þess að ná því þá þurfum við í fyrsta lagi að komast upp úr riðlinum að sjálfsögðu sem við höfum náð á síðustu þremur stórmótum. Við þurfum þá líka að ná að vinna lið í milliriðlinum,“ sagði Guðmundur. „Þar eru andstæðingarnir ógnarsterkir en það er allt mögulegt í þessu. Ég hef bullandi trú á þessum hóp og ég var mjög ánægður með æfingavikuna nú í nóvember. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því og maður þarf að átta sig á því að ég er ekki kominn með hópinn í hendurnar og ég veit ekki hvernig hann mun á endanum líta út. Sleppum við við meiðsli og verða lykilmenn okkar með,“ sagði Guðmundur eins og sjá má hér fyrir ofan. EM 2020 í handbolta Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, spurði Guðmund út í hið fræga þriggja ára plan hans og möguleikann á að fylgja því og að landsliðið verði komið í hóp átta bestu þjóðanna á næsta móti. „Þetta er alltaf þannig þegar maður er landsliðsþjálfari þá bíður maður í ofvæni eftir því að fá liðið í hendurnar. Ég vona þá að ég fái þá heila svo að þetta endi ekki þannig að við séum með tvo, þrjá, fjóra lykilmenn meidda eins og reyndin var á HM í fyrra,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. „Þá breytist myndin og sérstaklega hjá íslenska landsliðinu því þar breytist hún mjög fljótt. Þess vegna er maður ekki of mikið að tjá sig um þetta en það er alveg rétt. Ég byrjaði á uppbyggingu 2018 og fór mjög markvisst í það að fara í kynslóðaskipti,“ sagði Guðmundur. Klippa: Seinni bylgjan: Guðmundur landsliðsþjálfari um þriggja ára planið sitt „Við erum komnir núna í aðra stöðu en við erum vanir. Leikmenn voru að spila í Olís deildinni og ég veit hve margra ég var með í hópnum sem voru ennþá að spila hér á Íslandi. Þeir eru komnir í góð lið í Evrópu og það hefur mjög margt gerst á þessum tíma,“ sagði Guðmundur. Íslenska landsliðið er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Hollandi og í millriðlinum bíða væntanlega Króatía, Frakkland, Danmörk og Slóvenía komist íslenska liðið þangað. „Nú er bara spurningin hvort við séum komnir nægilega langt til þess að taka næsta skref. Það yrði frábær árangur að komast á topp tíu á EM. Þetta er mjög erfitt mót og til þess að ná því þá þurfum við í fyrsta lagi að komast upp úr riðlinum að sjálfsögðu sem við höfum náð á síðustu þremur stórmótum. Við þurfum þá líka að ná að vinna lið í milliriðlinum,“ sagði Guðmundur. „Þar eru andstæðingarnir ógnarsterkir en það er allt mögulegt í þessu. Ég hef bullandi trú á þessum hóp og ég var mjög ánægður með æfingavikuna nú í nóvember. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því og maður þarf að átta sig á því að ég er ekki kominn með hópinn í hendurnar og ég veit ekki hvernig hann mun á endanum líta út. Sleppum við við meiðsli og verða lykilmenn okkar með,“ sagði Guðmundur eins og sjá má hér fyrir ofan.
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita