Enn að jafna sig af Covid en skoraði tvö Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2021 13:30 Kevin De Bruyne virðist nálgast sitt besta form en kveðst enn finna fyrir afleiðingum þess að smitast af Covid-19. EPA-EFE/Peter Powell Kevin De Bruyne segist enn finna fyrir afleiðingum þess að hafa smitast af kórónuveirunni, þrátt fyrir að hann hafi átt stórleik í 7-0 sigri Manchester City gegn Leeds á þriðjudaginn. De Bruyne skoraði tvö mörk í leiknum og átti ríkan þátt í að styrkja stöðu City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þessi þrítugi Belgi virðist nálgast sitt besta form en meiðsli gerðu honum erfitt fyrir á undirbúningstímabilinu í sumar og hann smitaðist svo af Covid í nóvember. „Takturinn er að verða betri hjá mér. Þetta tímabil er bara eins og það er. Maður getur ekkert gert í því. Ég hef fengið spark í andlitið, spark í ökklann og svo Covid í kjölfarið. Svona er bara fótboltinn,“ sagði De Bruyne við The Guardian. Kevin De Bruyne admits his body is still recovering from Covid-19 and injuries https://t.co/OMfoQ37H1G— jamie jackson (@JamieJackson___) December 16, 2021 Andlitssparkið sem hann vísaði í var frá Antonio Rüdiger í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í lok maí, og liðbönd í ökkla sködduðust á Evrópumótinu í sumar. Finnur mun eftir tvo til þrjá spretti De Bruyne greindist svo með veiruna í landsliðsverkefni í síðasta mánuði. „Eftir Covid-smitið sneri ég aftur og æfði eins stíft og ég gat. Út af þéttri leikjadagskrá þá er það ekki auðvelt en mér gengur ágætlega. Ég spilaði tvo leiki og kom inn á í tveimur leikjum svo ég er að gera það sem ég þarf að gera,“ sagði De Bruyne sem var bólusettur þegar hann smitaðist en veiktist þó nokkuð: „Ég finn stundum að líkaminn er enn að jafna sig því eftir tvo eða þrjá spretti þá finn ég það, að ég var með Covid. Ég var ansi veikur í fjóra daga. Ég held að þetta hafi verið eins og inflúensa en ég hef aldrei fengið hana svo ég er ekki viss. En ég var með hita, sérstaklega á kvöldin, og missti bragð- og lyktarskyn. Eftir fimm daga leið mér betur en það tók lengri tíma að fá aftur bragð- og lyktarskyn en ég er góður núna,“ sagði De Bruyne sem reyndi að halda sér við í einangruninni. Slappaði af með krökkunum með glerhurð á milli „Ég hélt mig í burtu frá fjölskyldunni því ég taldi að hún hefði ekki smitast og vildi ekki smita eiginkonu mína og börn. Það var ansi erfitt að horfa á þau í gegnum glerhurð. Ég horfði á Netflix, lék mér í tölvuleikjum og stundum slakaði ég á með krökkunum, með dyrnar á milli okkar. Ég var búinn að horfa á Squid Game svo ég horfði á fullt af einhverju rusli,“ sagði Belginn. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
De Bruyne skoraði tvö mörk í leiknum og átti ríkan þátt í að styrkja stöðu City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þessi þrítugi Belgi virðist nálgast sitt besta form en meiðsli gerðu honum erfitt fyrir á undirbúningstímabilinu í sumar og hann smitaðist svo af Covid í nóvember. „Takturinn er að verða betri hjá mér. Þetta tímabil er bara eins og það er. Maður getur ekkert gert í því. Ég hef fengið spark í andlitið, spark í ökklann og svo Covid í kjölfarið. Svona er bara fótboltinn,“ sagði De Bruyne við The Guardian. Kevin De Bruyne admits his body is still recovering from Covid-19 and injuries https://t.co/OMfoQ37H1G— jamie jackson (@JamieJackson___) December 16, 2021 Andlitssparkið sem hann vísaði í var frá Antonio Rüdiger í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í lok maí, og liðbönd í ökkla sködduðust á Evrópumótinu í sumar. Finnur mun eftir tvo til þrjá spretti De Bruyne greindist svo með veiruna í landsliðsverkefni í síðasta mánuði. „Eftir Covid-smitið sneri ég aftur og æfði eins stíft og ég gat. Út af þéttri leikjadagskrá þá er það ekki auðvelt en mér gengur ágætlega. Ég spilaði tvo leiki og kom inn á í tveimur leikjum svo ég er að gera það sem ég þarf að gera,“ sagði De Bruyne sem var bólusettur þegar hann smitaðist en veiktist þó nokkuð: „Ég finn stundum að líkaminn er enn að jafna sig því eftir tvo eða þrjá spretti þá finn ég það, að ég var með Covid. Ég var ansi veikur í fjóra daga. Ég held að þetta hafi verið eins og inflúensa en ég hef aldrei fengið hana svo ég er ekki viss. En ég var með hita, sérstaklega á kvöldin, og missti bragð- og lyktarskyn. Eftir fimm daga leið mér betur en það tók lengri tíma að fá aftur bragð- og lyktarskyn en ég er góður núna,“ sagði De Bruyne sem reyndi að halda sér við í einangruninni. Slappaði af með krökkunum með glerhurð á milli „Ég hélt mig í burtu frá fjölskyldunni því ég taldi að hún hefði ekki smitast og vildi ekki smita eiginkonu mína og börn. Það var ansi erfitt að horfa á þau í gegnum glerhurð. Ég horfði á Netflix, lék mér í tölvuleikjum og stundum slakaði ég á með krökkunum, með dyrnar á milli okkar. Ég var búinn að horfa á Squid Game svo ég horfði á fullt af einhverju rusli,“ sagði Belginn.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira