„Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. desember 2021 10:01 Það grípur Katrínu Jakobsdóttur oft einhvers konar jóla-æði í aðdraganda jóla þar sem hún á það til að þvo gardínur, gera konfekt eða jólaskreyta á næturnar. Enda oft langir dagar í þinginu í desember og lítill tími til undirbúnings jóla. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna alltaf klukkan hálfsjö. Nota tímann til að elda hafragraut og borða morgunmat með drengjunum mínum og drekka kaffi með manninum mínum.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri á virkum dögum er að kveikja á útvarpinu, taka úr uppþvottavélinni frá því kvöldið áður og setja yfir grautinn.“ Á skalanum 1-10, hversu mikið jólabarn ertu? Á mig rennur stundum jóla-æði í aðdraganda jóla. Mjög oft er skammur tími til undirbúnings þar sem ég er iðulega föst í þingstörfum fram að jólum. En samt sem áður vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni eða gera konfekt eða hlaða einhverju jólaskrauti hingað og þangað. Mér finnst gaman á jólum, elska samverustundir með fjölskyldunni og að eiga daga sem fyrst og fremst eru hefðbundnir, borða mat, lesa bók og horfa á mynd. Þannig að jólabarn, já ég er það, örugglega að minnsta kosti 8.“ Katrín byrjar daginn á því að kveikja á útvarpinu, elda hafragraut og taka úr uppþvottavélinni frá kvöldinu áður. Og þar sem hún vaknar klukkan hálf sjö, nær hún góðri samverustund með sonum og eiginmanni áður en dagskrá dagsins hefst. Í vinnunni skrifar Katrín lista yfir helstu verkefni og reynir að fresta ekki verkefnum til morguns, ef hægt er að klára þau í dagVísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þessa dagana eru það þingstörfin eins og gjarnan fyrir jól og svo auðvitað sóttvarnir sem eru því miður langvarandi viðfangsefni.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég skrifa lista um það sem þarf að gera, reyni að fresta því ekki til morguns sem hægt er að gera í dag og reyni að vera einbeitt í því verkefni sem ég er að sinna hverju sinni.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer að sofa milli klukkan tíu og ellefu ef aðstæður leyfa. Það besta er að ná átta tímum.“ Kaffispjallið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áskorun að kaupa alltaf tvær gjafir fyrir frúna í desember Það er í nægu að snúast hjá Almari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) og bæjarfulltrúa í Garðabæ. Enda eru þau sjö á heimili, margt að gerast í vinnunni og til viðbótar við jólin á frúin líka afmæli í desember. 18. desember 2021 10:01 Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann. 11. desember 2021 10:00 Engin bólusetning ræður við fjölmiðlabakteríuna Steingrímur Sævarr Ólafsson er kunnugt andlit enda starfaði hann lengi í fjölmiðlum, meðal annars sem fréttastjóri Stöðvar 2. 4. desember 2021 10:01 Svefnvenjurnar að vetri eins og opnunartími í Kringlunni Hera Björk Þórhallsdóttir tónlistarkona og löggiltur fasteignasali segist líka vera almennur „græjari og gerari.“ Til að skipuleggja ólíku verkefnin sín gefur hún þeim heiti í TRELLO eins og FasteignaHera og Ilmur af jólum. 27. nóvember 2021 10:00 190 ástæður fyrir árangrinum segir forstjórinn og nýkrýndur afi Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, er í því átaki sem margir þekkja að reyna að rjúka ekki strax í símann þegar hann vaknar. Hermann er nýkrýndur afi, fyrsta barnabarnið fæddist í sumar og það næsta á að fæðast á allra næstu dögum. Fjölskyldan stefnir á að sameinast á Ítalíu um jólin. 20. nóvember 2021 10:00 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna alltaf klukkan hálfsjö. Nota tímann til að elda hafragraut og borða morgunmat með drengjunum mínum og drekka kaffi með manninum mínum.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri á virkum dögum er að kveikja á útvarpinu, taka úr uppþvottavélinni frá því kvöldið áður og setja yfir grautinn.“ Á skalanum 1-10, hversu mikið jólabarn ertu? Á mig rennur stundum jóla-æði í aðdraganda jóla. Mjög oft er skammur tími til undirbúnings þar sem ég er iðulega föst í þingstörfum fram að jólum. En samt sem áður vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni eða gera konfekt eða hlaða einhverju jólaskrauti hingað og þangað. Mér finnst gaman á jólum, elska samverustundir með fjölskyldunni og að eiga daga sem fyrst og fremst eru hefðbundnir, borða mat, lesa bók og horfa á mynd. Þannig að jólabarn, já ég er það, örugglega að minnsta kosti 8.“ Katrín byrjar daginn á því að kveikja á útvarpinu, elda hafragraut og taka úr uppþvottavélinni frá kvöldinu áður. Og þar sem hún vaknar klukkan hálf sjö, nær hún góðri samverustund með sonum og eiginmanni áður en dagskrá dagsins hefst. Í vinnunni skrifar Katrín lista yfir helstu verkefni og reynir að fresta ekki verkefnum til morguns, ef hægt er að klára þau í dagVísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þessa dagana eru það þingstörfin eins og gjarnan fyrir jól og svo auðvitað sóttvarnir sem eru því miður langvarandi viðfangsefni.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég skrifa lista um það sem þarf að gera, reyni að fresta því ekki til morguns sem hægt er að gera í dag og reyni að vera einbeitt í því verkefni sem ég er að sinna hverju sinni.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer að sofa milli klukkan tíu og ellefu ef aðstæður leyfa. Það besta er að ná átta tímum.“
Kaffispjallið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áskorun að kaupa alltaf tvær gjafir fyrir frúna í desember Það er í nægu að snúast hjá Almari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) og bæjarfulltrúa í Garðabæ. Enda eru þau sjö á heimili, margt að gerast í vinnunni og til viðbótar við jólin á frúin líka afmæli í desember. 18. desember 2021 10:01 Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann. 11. desember 2021 10:00 Engin bólusetning ræður við fjölmiðlabakteríuna Steingrímur Sævarr Ólafsson er kunnugt andlit enda starfaði hann lengi í fjölmiðlum, meðal annars sem fréttastjóri Stöðvar 2. 4. desember 2021 10:01 Svefnvenjurnar að vetri eins og opnunartími í Kringlunni Hera Björk Þórhallsdóttir tónlistarkona og löggiltur fasteignasali segist líka vera almennur „græjari og gerari.“ Til að skipuleggja ólíku verkefnin sín gefur hún þeim heiti í TRELLO eins og FasteignaHera og Ilmur af jólum. 27. nóvember 2021 10:00 190 ástæður fyrir árangrinum segir forstjórinn og nýkrýndur afi Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, er í því átaki sem margir þekkja að reyna að rjúka ekki strax í símann þegar hann vaknar. Hermann er nýkrýndur afi, fyrsta barnabarnið fæddist í sumar og það næsta á að fæðast á allra næstu dögum. Fjölskyldan stefnir á að sameinast á Ítalíu um jólin. 20. nóvember 2021 10:00 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Áskorun að kaupa alltaf tvær gjafir fyrir frúna í desember Það er í nægu að snúast hjá Almari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) og bæjarfulltrúa í Garðabæ. Enda eru þau sjö á heimili, margt að gerast í vinnunni og til viðbótar við jólin á frúin líka afmæli í desember. 18. desember 2021 10:01
Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann. 11. desember 2021 10:00
Engin bólusetning ræður við fjölmiðlabakteríuna Steingrímur Sævarr Ólafsson er kunnugt andlit enda starfaði hann lengi í fjölmiðlum, meðal annars sem fréttastjóri Stöðvar 2. 4. desember 2021 10:01
Svefnvenjurnar að vetri eins og opnunartími í Kringlunni Hera Björk Þórhallsdóttir tónlistarkona og löggiltur fasteignasali segist líka vera almennur „græjari og gerari.“ Til að skipuleggja ólíku verkefnin sín gefur hún þeim heiti í TRELLO eins og FasteignaHera og Ilmur af jólum. 27. nóvember 2021 10:00
190 ástæður fyrir árangrinum segir forstjórinn og nýkrýndur afi Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, er í því átaki sem margir þekkja að reyna að rjúka ekki strax í símann þegar hann vaknar. Hermann er nýkrýndur afi, fyrsta barnabarnið fæddist í sumar og það næsta á að fæðast á allra næstu dögum. Fjölskyldan stefnir á að sameinast á Ítalíu um jólin. 20. nóvember 2021 10:00