Grealish segist ekki hafa átt von á hversu erfitt það væri að spila fyrir City Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2021 16:01 Jack Grealish segir að væntingarnar sem gerðar séu til hans hjá Manchester City séu gríðarlega háar. EPA-EFE/ANDY RAIN Knattspyrnumaðurinn Jack Grealish varð í sumar dýrasti leikmaður Englands frá upphafi þegar hann gekk til liðs við Manchester City frá Aston Villa fyrir hundrað milljónir punda. Hann segir að tími hans hjá Englandsmeisturunum hafi reynst mun erfiðari en hann átti von á. Grealish varð fyrsti leikmaðurinn í sögu enska fótboltans til að brjóta hundrað milljóna múrinn, en hann hefur ekki náð sömu hæðum sem leikmaður og þegar hann var enn á mála hjá Aston Villa. Hann hefur þó lagt upp tvö mörk og skorað önnur tvö sjálfur í 12 byrjunarliðsleikjum fyrir City. Enski landsliðsmaðurinn missti svo sæti sitt í byrjunarliði City eftir að myndir af honum og liðsfélaga hans, Phil Foden, birtust þar sem að félagarnir voru á leið út af næturklúbbi. Samkvæmt heimildum Sky Sports voru forráðamenn City óánægðir með ástand leikmannanna á æfingu daginn eftir. Grealish gæti þó fengið tækifæri í byrjunarliðinu þegar City tekur á móti Leicester á morgun og hann segist vera spenntur að sýna stuðningsmönnum liðsins hvað í sér býr á nýju ári. „Ég hef staðið mig ágætlega hingað til,“ sagði Grealish í samtali við Sky Sports. „Ég á helling inni og þetta hefur verið miklu erfiðara en ég átti von á.“ „Ég er enn að læra og að aðlagast. Maður hefur heyrt af fólki sem hafa þurft heilt ár til að aðlagast þessu liði og kannski veðrur það eins hjá mér. Ég vill skora meira og leggja upp fleiri mörk á næsta ári.“ Grealish segir einnig að væntingarnar sem gerðar eru til liðsins séu gríðarlega háar, og að verðmiðinn sem fylgdi honum sjái til þess að hann sé stöðugt undir smásjánni. „Það er fáránlegt hvað væntingarnar eru háar hérna, bæði innan sem utanvallar. Það er ótrúlegt og þess vegna hafa þeir notið svona mikillar velgengni á undanförnum árum.“ „Þegar eitthvað lið borgar hundrað milljónir fyrir þig þá þýðir það að þegar þú ert að fara í gegnum lægðir þá fer fólk að spyrja sig hvort að þú hafir verið þess virði. Hvar eru mörkin hans og stoðsendingar? spyr fólk.“ „Ég skil það alveg, en ég verð að horfa á það sem forréttindi að félagið hafi verið tilbúið að borga svona mikið fyrir mig og vonandi getið ég endurgoldið greiðann með mörkum og titlum,“ sagði Grealish að lokum. Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Grealish varð fyrsti leikmaðurinn í sögu enska fótboltans til að brjóta hundrað milljóna múrinn, en hann hefur ekki náð sömu hæðum sem leikmaður og þegar hann var enn á mála hjá Aston Villa. Hann hefur þó lagt upp tvö mörk og skorað önnur tvö sjálfur í 12 byrjunarliðsleikjum fyrir City. Enski landsliðsmaðurinn missti svo sæti sitt í byrjunarliði City eftir að myndir af honum og liðsfélaga hans, Phil Foden, birtust þar sem að félagarnir voru á leið út af næturklúbbi. Samkvæmt heimildum Sky Sports voru forráðamenn City óánægðir með ástand leikmannanna á æfingu daginn eftir. Grealish gæti þó fengið tækifæri í byrjunarliðinu þegar City tekur á móti Leicester á morgun og hann segist vera spenntur að sýna stuðningsmönnum liðsins hvað í sér býr á nýju ári. „Ég hef staðið mig ágætlega hingað til,“ sagði Grealish í samtali við Sky Sports. „Ég á helling inni og þetta hefur verið miklu erfiðara en ég átti von á.“ „Ég er enn að læra og að aðlagast. Maður hefur heyrt af fólki sem hafa þurft heilt ár til að aðlagast þessu liði og kannski veðrur það eins hjá mér. Ég vill skora meira og leggja upp fleiri mörk á næsta ári.“ Grealish segir einnig að væntingarnar sem gerðar eru til liðsins séu gríðarlega háar, og að verðmiðinn sem fylgdi honum sjái til þess að hann sé stöðugt undir smásjánni. „Það er fáránlegt hvað væntingarnar eru háar hérna, bæði innan sem utanvallar. Það er ótrúlegt og þess vegna hafa þeir notið svona mikillar velgengni á undanförnum árum.“ „Þegar eitthvað lið borgar hundrað milljónir fyrir þig þá þýðir það að þegar þú ert að fara í gegnum lægðir þá fer fólk að spyrja sig hvort að þú hafir verið þess virði. Hvar eru mörkin hans og stoðsendingar? spyr fólk.“ „Ég skil það alveg, en ég verð að horfa á það sem forréttindi að félagið hafi verið tilbúið að borga svona mikið fyrir mig og vonandi getið ég endurgoldið greiðann með mörkum og titlum,“ sagði Grealish að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira