Maggi Eiríks hvergi nærri hættur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. janúar 2022 19:00 Magnús Eiríksson er einn ástsælasti lagahöfundur þjóðarinnar. Janus Traustason Einn ástsælasti lagahöfundur þjóðarinnar, Magnús Eiríksson eða Maggi Eiríks, segist hvergi nærri hættur. Hann varð 76 ára gamall á síðasta ári og segir lykilatriði að spila á gítarinn á hverjum degi til að halda puttunum í lagi. Tónlistarmaðurinn var í viðtali hjá Þorgeiri Ástvaldssyni nýverið og ræddi tónlistina og lífið. Maggi segist hafa alist upp við Elvis Presley en fljótlega hafi Shadows, Bítlarnir og aðrar hljómsveitir skotið sér fram á sjónarsviðið. Hann byrjaði í fótbolta en færði sig fljótlega alfarið yfir í tónlistina. „Ég var markmaður hjá Fram þarna á gamla malarvellinum, sem drap nú marga, fyrir neðan Sjómannaskólann. Ég var kominn held ég í annan eða þriðja flokk, eitthvað svoleiðis, fimmtán ára. Þá kom hljómlistin og stelpurnar og allt þetta og maður mátti ekkert vera að því að vera í fótbolta,“ segir Maggi Eiríks og bölvar malarvöllunum gömlu. Maggi er enn á því að tónlistarsköpunin þurfi ekki að vera flókin og bestu lagasmíðarnar séu jafnvel fólgnar í einfaldleikanum: „Ég er enn á því að það þurfi ekki nema eina sögu og þrjá hljóma eins og segir í kántrímúsíkinni.“ Hann fer yfir víðan völl í viðtalinu og rekur sögu þekktustu laga sinna: „Ég er náttúrulega búinn að gera alveg ægilegan helling af textum í gegnum tíðina. Ég hef ekki einu sinni tölu á því.“ „Við verðum allir ástfangnir þrisvar að minnsta kosti. Fyrst er það baby love í skólanum, fallega andlitið, svo er það unglingaástin. Hún getur verið helvíti hættuleg og svo kemur þessi eina sanna ef maður er heppinn - og fær já. Ég var heppinn, rosalega.“ Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Tónlist Eldri borgarar Tímamót Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Tónlistarmaðurinn var í viðtali hjá Þorgeiri Ástvaldssyni nýverið og ræddi tónlistina og lífið. Maggi segist hafa alist upp við Elvis Presley en fljótlega hafi Shadows, Bítlarnir og aðrar hljómsveitir skotið sér fram á sjónarsviðið. Hann byrjaði í fótbolta en færði sig fljótlega alfarið yfir í tónlistina. „Ég var markmaður hjá Fram þarna á gamla malarvellinum, sem drap nú marga, fyrir neðan Sjómannaskólann. Ég var kominn held ég í annan eða þriðja flokk, eitthvað svoleiðis, fimmtán ára. Þá kom hljómlistin og stelpurnar og allt þetta og maður mátti ekkert vera að því að vera í fótbolta,“ segir Maggi Eiríks og bölvar malarvöllunum gömlu. Maggi er enn á því að tónlistarsköpunin þurfi ekki að vera flókin og bestu lagasmíðarnar séu jafnvel fólgnar í einfaldleikanum: „Ég er enn á því að það þurfi ekki nema eina sögu og þrjá hljóma eins og segir í kántrímúsíkinni.“ Hann fer yfir víðan völl í viðtalinu og rekur sögu þekktustu laga sinna: „Ég er náttúrulega búinn að gera alveg ægilegan helling af textum í gegnum tíðina. Ég hef ekki einu sinni tölu á því.“ „Við verðum allir ástfangnir þrisvar að minnsta kosti. Fyrst er það baby love í skólanum, fallega andlitið, svo er það unglingaástin. Hún getur verið helvíti hættuleg og svo kemur þessi eina sanna ef maður er heppinn - og fær já. Ég var heppinn, rosalega.“ Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Tónlist Eldri borgarar Tímamót Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira