Danir fljúga á EM í handbolta með almennu farþegaflugi en skilja einn eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 09:30 Danski landsliðsmarkvörðurinn Jannick Green Krejberg er enn í einangrun vegna kórónuveirusmits. epa/Diego Azubel Heimsmeistarar Dana ferðuðust til Ungverjalands í morgun þar sem þeir taka þátt í Evrópumótinu í handbolta. Það voru þó ekki allir sem fengu að fara með í flugið. Það er ljóst að smit á þessum tíma gæti haft slæmar afleiðingar fyrir lið sem eru á leiðinni á Evrópumeistaramótið í handbolta þótt að það hafi breytt miklu þegar evrópska handboltasambandið létti á kröfum sínum um fjórtán daga sóttkví eftir smit. SC Magdeburg`s Jannick Green will miss the start of the European Handball Championship in Hungary and Slovakia ...https://t.co/9sTduIQ0Gh— handball-world EN (@hbworldcom) January 9, 2022 Danir ákváðu þrátt fyrir smithættu að fljúga með lið sem í almennu farþegaflugi. Íslenska landsliðið flýgur sem dæmi til Ungverjalands á morgun með einkaflugi. Dönsku leikmennirnir fóru í kórónuveirupróf í gær og greindust þeir allir neikvæðir sem höfðu verið að æfa með liðinu síðustu daga. Danski hópurinn varð þó að skilja eftir einn úr EM-hópnum en það er markvörðurinn Jannick Green. Jannick Green fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi fyrir viku síðan og hafði frá þeim tíma verið í einangrun. Hann fékk síðan aftur jákvæða niðurstöðu í gær og gat því ekki ferðast með liðinu í dag. Hilsen fra @JannickGreen:Tusind tak for alle jeres hilsner. Det varmer! Jeg har forladt lejren og har isoleret mig selv fra andre. Jeg har det efter omstændighederne godt, og jeg håber, at jeg snart kan være med på banen igen. #hndbld pic.twitter.com/bmLSYxWRKt— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) January 6, 2022 Green hefur verið fastur maður í danska liðinu undanfarin ár en nú er óvíst hvort eða hvenær hann kemur til móts við liðið. Danir unnu 35-25 sigur á Noregi á laugardaginn í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Evrópumótið. Evrópska handboltasambandið tók upp nýjar sóttvarnarreglur í síðustu viku eftir pressu frá samböndum þjóðanna. Smitaður leikmaður þarf hér eftir að fara í fimm daga einangrun en sleppur úr henni við neikvætt próf. Hann þarf síðan annað neikvæð próf meira en sólarhring síðar til að geta snúið aftur inn á völlinn á þessu Evrópumóti. Fyrsti leikur Dana á EM er á móti Svartfellingum á fimmtudaginn. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Sjá meira
Það er ljóst að smit á þessum tíma gæti haft slæmar afleiðingar fyrir lið sem eru á leiðinni á Evrópumeistaramótið í handbolta þótt að það hafi breytt miklu þegar evrópska handboltasambandið létti á kröfum sínum um fjórtán daga sóttkví eftir smit. SC Magdeburg`s Jannick Green will miss the start of the European Handball Championship in Hungary and Slovakia ...https://t.co/9sTduIQ0Gh— handball-world EN (@hbworldcom) January 9, 2022 Danir ákváðu þrátt fyrir smithættu að fljúga með lið sem í almennu farþegaflugi. Íslenska landsliðið flýgur sem dæmi til Ungverjalands á morgun með einkaflugi. Dönsku leikmennirnir fóru í kórónuveirupróf í gær og greindust þeir allir neikvæðir sem höfðu verið að æfa með liðinu síðustu daga. Danski hópurinn varð þó að skilja eftir einn úr EM-hópnum en það er markvörðurinn Jannick Green. Jannick Green fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi fyrir viku síðan og hafði frá þeim tíma verið í einangrun. Hann fékk síðan aftur jákvæða niðurstöðu í gær og gat því ekki ferðast með liðinu í dag. Hilsen fra @JannickGreen:Tusind tak for alle jeres hilsner. Det varmer! Jeg har forladt lejren og har isoleret mig selv fra andre. Jeg har det efter omstændighederne godt, og jeg håber, at jeg snart kan være med på banen igen. #hndbld pic.twitter.com/bmLSYxWRKt— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) January 6, 2022 Green hefur verið fastur maður í danska liðinu undanfarin ár en nú er óvíst hvort eða hvenær hann kemur til móts við liðið. Danir unnu 35-25 sigur á Noregi á laugardaginn í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Evrópumótið. Evrópska handboltasambandið tók upp nýjar sóttvarnarreglur í síðustu viku eftir pressu frá samböndum þjóðanna. Smitaður leikmaður þarf hér eftir að fara í fimm daga einangrun en sleppur úr henni við neikvætt próf. Hann þarf síðan annað neikvæð próf meira en sólarhring síðar til að geta snúið aftur inn á völlinn á þessu Evrópumóti. Fyrsti leikur Dana á EM er á móti Svartfellingum á fimmtudaginn.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Sjá meira