Stóru spurningum fyrir EM svarað: Sigurstranglegir Danir, Alfreð kemur á óvart og pressa á Íslendingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2022 10:01 Evrópumótið í handbolta karla hefst í dag. Vísir fékk valinkunna sérfræðinga til að svara stóru spurningunum fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst í dag. Fimmtánda Evrópumót karla hefst í dag með níu leikjum. Að þessu sinni fer mótið fram í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland er meðal þátttökuliða eins og á öllum Evrópumótum síðan 2000. Íslenska liðið er í B-riðli með Portúgal, Hollandi og heimaliði Ungverjalands. Fyrsti leikur Íslands er gegn Portúgal klukkan 19:30 annað kvöld. Í tilefni þess að EM er að hefjast fékk Vísir fimm sérfræðinga til að svara stóru spurningunum fyrir mótið. Þetta er þau Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, Rasmus Boysen, leikmaður Fredericia sem heldur úti Twitter-síðunni Handball Transfers, Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV og stjórnandi EM-stofunnar, Theodór Ingi Pálmason, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, og Ívar Benediktsson, ritstjóri handbolta.is. Spurningarnar og svörin má sjá hér fyrir neðan. Hvaða lið verður Evrópumeistari? Gaupi: Danmörk er með besta lið Evrópumótsins og vinnur það. Spánn er einnig með afar öflugt lið. Rasmus: Ég verð að segja Danmörk. Við höfum allt til að vinna mótið og erum sterkari en nokkru sinni fyrr. Kristjana: Danmörk vinnur, þeir eru með ótrúlegan hóp. Heimsmeistarar síðustu tveggja móta bæta við sig EM gulli. Theodór: Rosalega erfitt að spá einhverjum öðrum en Dönum sigri á mótinu. Hafa litið vel út í undirbúningnum á meðan þeirra helstu andstæðingar hafa verið í meira brasi. Ætla samt að gera það og spá því að það verði endurtekið efni frá því á Ólympíuleikunum í sumar og að Frakkar vinni Dani í úrslitaleik. Ívar: Danmörk. Hver verður besti leikmaður mótsins? Gaupi: Ef Niklas Landin nær að framkalla sinn besta leik verður hann maður mótsins og sá sem skiptir sköpum fyrir Dani. Rasmus: Ég held að Ungverjaland muni eiga frábært mót. Til að það takist verður Bence Bánhidi að eiga toppleiki. Að mínu er hann einn besti línumaður heims. Kristjana: Það verður einhver úr danska liðinu. Mathias Gidsel rauk upp á stjörnuhiminn á HM í fyrra, ég held að hann eigi eftir að eiga afar gott mót. Theodór: Mikkel Hansen. Ívar: Mathias Gidsel. Hvað lið kemur mest á óvart? Gaupi: Þýskaland er það lið sem mér þykir líklegast til að koma á óvart. Ég sá þýska liðið í aðdraganda mótsins. Varnarleikur þess og markvarsla er fyrsta flokks og það gæti skipt sköpum. Rasmus: Serbía. Ef þeir komast út úr covid-martröðinni eiga þeir fína möguleika á að komast áfram. Þeir eru með nokkra frábæra leikmenn og góðan þjálfara í Toni Gerona. Kristjana: Ungverjar. Þeir verða góðir, heimavöllurinn nýtist þeim vel og þeir fara langt. Leikur okkar við Ungverja verður algjör naglbítur. Theodór: Þjóðverjum er spáð 8. sæti hjá flestum veðbönkum en ég ætla að segja að kóngurinn Alfreð Gíslason dragi nokkrar kanínur upp úr hatti sínum og næli í bronsið. Ívar: Austurríki. Hvað lið veldur mestum vonbrigðum? Gaupi: Á síðustu mótum hefur Noregur heillað með frammistöðu sinni en ég hef á tilfinningunni að þetta mót verði vonbrigði fyrir Norðmenn. Þeir lifa ekki endalaust á Sander Sagosen sem er besti leikmaður heims. Þeir þurfa fleiri í púkkið. Rasmus: Króatar. Ég held að Serbía geti komist í milliriðla á kostnað Króatíu. Ef það gerist verða það mikil vonbrigði fyrir Króata sem eru einnig í vandræðum vegna veirunnar. Kristjana: Mig langar að segja Evrópumeistarar síðustu tveggja móta, Spánverjar. Dujshebaev-bræður eru ekki með og það vegur þungt. Theodór: Spánn kemst ekki í undanúrslit sem eru mikil vonbrigði á þeim bænum. Ívar: Serbía. Hvað fer Ísland langt? Gaupi: Ég geri þá kröfu að Ísland fari upp úr riðlinum og með stig í milliriðil. Þá er allt mögulegt í framhaldinu. Nái íslenska liðið ekki að vinna fyrsta leik gegn Portúgal er hætt við að gömul lík komi upp úr kistunni. Ég man ekki eftir svona mikilli bjartsýni um gott gengi Íslands á stórmóti í mörg ár. Kannski ekki nema von þar sem margir leikmenn íslenska liðsins hafa farið á kostum í Evrópu undanfarin tvö ár. Tíu efstu er að mínu mati er lágsmarksárangur. Rasmus: Í milliriðla. Ég held að Ísland byrji vel eins og venjulega og vinni Portúgal. Íslenska sóknin er stórkostleg en ég held að vörnin sé ekki nógu sterk til að komast í undanúrslit. Kristjana: Ég reyni að stilla væntingum í hóf. Skulum segja að Ísland komist áfram í milliriðil og nái svo að kroppa einhver stig þar. Theodór: Liðið lítur töluvert betur út núna en fyrir heimsmeistaramótið í fyrra. Við förum með tvö stig í milliriðil og vinnum einn leik þar. Það dugar vonandi í topp átta. Ívar: Í átta liða úrslit. Hver slær í gegn hjá Íslandi? Gaupi: Þar nefni ég tvo til sögunnar, Ómar Inga Magnússon og Bjarka Má Elísson. Ég hins vegar vona að Gísli Þorgeir Kristjánsson fái stórt hlutverk. Það er leikmaður sem getur komið okkur býsna langt með góðri frammistöðu. Rasmus: Ég vona að við sjáum Ómar Inga á sama skriði með landsliðinu og með félagsliðinu. Ef það gerist er ég viss um að það verði hann. Kristjana: Góð spurning! Hópurinn er mjög flottur í ár og við sjaldan verið með jafn marga sterka leikmenn samankomna og heila heilsu. Ég held að Stórmóta-Bjöggi verði lykillinn. Hann er búinn að vera í rosalegu stuði hérna heima og verður það líka í Ungverjalandi. Theodór: Sigvaldi hefur núna hægra hornið nánast út af fyrir sig svo hann mun virkilega að stimpla sig inn. Einnig hef ég trú á að Orri Freyr Þorkelsson gæti heillað þjóðina ef hann fær tækifæri. Ívar: Teitur Örn Einarsson. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Fimmtánda Evrópumót karla hefst í dag með níu leikjum. Að þessu sinni fer mótið fram í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland er meðal þátttökuliða eins og á öllum Evrópumótum síðan 2000. Íslenska liðið er í B-riðli með Portúgal, Hollandi og heimaliði Ungverjalands. Fyrsti leikur Íslands er gegn Portúgal klukkan 19:30 annað kvöld. Í tilefni þess að EM er að hefjast fékk Vísir fimm sérfræðinga til að svara stóru spurningunum fyrir mótið. Þetta er þau Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, Rasmus Boysen, leikmaður Fredericia sem heldur úti Twitter-síðunni Handball Transfers, Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV og stjórnandi EM-stofunnar, Theodór Ingi Pálmason, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, og Ívar Benediktsson, ritstjóri handbolta.is. Spurningarnar og svörin má sjá hér fyrir neðan. Hvaða lið verður Evrópumeistari? Gaupi: Danmörk er með besta lið Evrópumótsins og vinnur það. Spánn er einnig með afar öflugt lið. Rasmus: Ég verð að segja Danmörk. Við höfum allt til að vinna mótið og erum sterkari en nokkru sinni fyrr. Kristjana: Danmörk vinnur, þeir eru með ótrúlegan hóp. Heimsmeistarar síðustu tveggja móta bæta við sig EM gulli. Theodór: Rosalega erfitt að spá einhverjum öðrum en Dönum sigri á mótinu. Hafa litið vel út í undirbúningnum á meðan þeirra helstu andstæðingar hafa verið í meira brasi. Ætla samt að gera það og spá því að það verði endurtekið efni frá því á Ólympíuleikunum í sumar og að Frakkar vinni Dani í úrslitaleik. Ívar: Danmörk. Hver verður besti leikmaður mótsins? Gaupi: Ef Niklas Landin nær að framkalla sinn besta leik verður hann maður mótsins og sá sem skiptir sköpum fyrir Dani. Rasmus: Ég held að Ungverjaland muni eiga frábært mót. Til að það takist verður Bence Bánhidi að eiga toppleiki. Að mínu er hann einn besti línumaður heims. Kristjana: Það verður einhver úr danska liðinu. Mathias Gidsel rauk upp á stjörnuhiminn á HM í fyrra, ég held að hann eigi eftir að eiga afar gott mót. Theodór: Mikkel Hansen. Ívar: Mathias Gidsel. Hvað lið kemur mest á óvart? Gaupi: Þýskaland er það lið sem mér þykir líklegast til að koma á óvart. Ég sá þýska liðið í aðdraganda mótsins. Varnarleikur þess og markvarsla er fyrsta flokks og það gæti skipt sköpum. Rasmus: Serbía. Ef þeir komast út úr covid-martröðinni eiga þeir fína möguleika á að komast áfram. Þeir eru með nokkra frábæra leikmenn og góðan þjálfara í Toni Gerona. Kristjana: Ungverjar. Þeir verða góðir, heimavöllurinn nýtist þeim vel og þeir fara langt. Leikur okkar við Ungverja verður algjör naglbítur. Theodór: Þjóðverjum er spáð 8. sæti hjá flestum veðbönkum en ég ætla að segja að kóngurinn Alfreð Gíslason dragi nokkrar kanínur upp úr hatti sínum og næli í bronsið. Ívar: Austurríki. Hvað lið veldur mestum vonbrigðum? Gaupi: Á síðustu mótum hefur Noregur heillað með frammistöðu sinni en ég hef á tilfinningunni að þetta mót verði vonbrigði fyrir Norðmenn. Þeir lifa ekki endalaust á Sander Sagosen sem er besti leikmaður heims. Þeir þurfa fleiri í púkkið. Rasmus: Króatar. Ég held að Serbía geti komist í milliriðla á kostnað Króatíu. Ef það gerist verða það mikil vonbrigði fyrir Króata sem eru einnig í vandræðum vegna veirunnar. Kristjana: Mig langar að segja Evrópumeistarar síðustu tveggja móta, Spánverjar. Dujshebaev-bræður eru ekki með og það vegur þungt. Theodór: Spánn kemst ekki í undanúrslit sem eru mikil vonbrigði á þeim bænum. Ívar: Serbía. Hvað fer Ísland langt? Gaupi: Ég geri þá kröfu að Ísland fari upp úr riðlinum og með stig í milliriðil. Þá er allt mögulegt í framhaldinu. Nái íslenska liðið ekki að vinna fyrsta leik gegn Portúgal er hætt við að gömul lík komi upp úr kistunni. Ég man ekki eftir svona mikilli bjartsýni um gott gengi Íslands á stórmóti í mörg ár. Kannski ekki nema von þar sem margir leikmenn íslenska liðsins hafa farið á kostum í Evrópu undanfarin tvö ár. Tíu efstu er að mínu mati er lágsmarksárangur. Rasmus: Í milliriðla. Ég held að Ísland byrji vel eins og venjulega og vinni Portúgal. Íslenska sóknin er stórkostleg en ég held að vörnin sé ekki nógu sterk til að komast í undanúrslit. Kristjana: Ég reyni að stilla væntingum í hóf. Skulum segja að Ísland komist áfram í milliriðil og nái svo að kroppa einhver stig þar. Theodór: Liðið lítur töluvert betur út núna en fyrir heimsmeistaramótið í fyrra. Við förum með tvö stig í milliriðil og vinnum einn leik þar. Það dugar vonandi í topp átta. Ívar: Í átta liða úrslit. Hver slær í gegn hjá Íslandi? Gaupi: Þar nefni ég tvo til sögunnar, Ómar Inga Magnússon og Bjarka Má Elísson. Ég hins vegar vona að Gísli Þorgeir Kristjánsson fái stórt hlutverk. Það er leikmaður sem getur komið okkur býsna langt með góðri frammistöðu. Rasmus: Ég vona að við sjáum Ómar Inga á sama skriði með landsliðinu og með félagsliðinu. Ef það gerist er ég viss um að það verði hann. Kristjana: Góð spurning! Hópurinn er mjög flottur í ár og við sjaldan verið með jafn marga sterka leikmenn samankomna og heila heilsu. Ég held að Stórmóta-Bjöggi verði lykillinn. Hann er búinn að vera í rosalegu stuði hérna heima og verður það líka í Ungverjalandi. Theodór: Sigvaldi hefur núna hægra hornið nánast út af fyrir sig svo hann mun virkilega að stimpla sig inn. Einnig hef ég trú á að Orri Freyr Þorkelsson gæti heillað þjóðina ef hann fær tækifæri. Ívar: Teitur Örn Einarsson.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn