Hvað er eiginlega þetta Be Real? Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2022 21:01 Fréttamaður mundar hér nýtekið BeReal af viðmælendum sínum, þriðja árs nemum í Verzló. Vísir/Egill Ungmenni fagna tilkomu nýs samfélagsmiðils sem leggur höfuðáhersu á hversdagsleikann og hafnar stílíseruðum glamúr miðla á borð við Instagram. Þau telja miðilinn kominn til að vera. Samfélagsmiðlinum Be Real var hleypt af stokkunum árið 2020 en vinsældir hans jukust hratt í fyrra. Undir lok árs hafði hann stimplað sig rækilega inn í samfélagsmiðlaflóru Íslendinga en smáforritið er einmitt núna á toppi lista yfir þau forrit sem flestir hlaða niður í síma sína um þessar mundir. Rúnar Vilberg Nafnið Be Real gæti útlagst á íslensku sem „Vertu ekta“ og í nafninu er virknin einmitt fólgin. Notendur fá allir í einu meldingu eins og sést hér fyrir ofan í símann einu sinni á dag, á handahófskenndum tíma í hvert sinn, og hafa þar með tvær mínútur til að birta mynd úr sínu daglega amstri. „Þetta heitir Be Real og þú verður að vera Real. Þú mátt ekki beila á að gera þetta. Þú verður að gera þetta. Annars ertu bara lélegur,“ segir Gústav Nilsson, nemi á þriðja ári í Verzlunarskóla Íslands. Skólasystkinin Gústav Nilsson, Emma Sól Jónsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir og Kári Freyr Kristinsson.Vísir/Egill Ekki eftirsóknarvert að birting taki nokkrar tilraunir Já, á Be Real eiga notendur nefnilega að virða tímamörkin, til þess er leikurinn gerður. Myndir sem berast seint, eða hafa jafnvel verið teknar í annarri eða þriðju atrennu, eru kirfilega merktar. „En þá sérðu kannski; þessi reyndi þrisvar að taka myndina,“ segir Emma Sól Jónsdóttir nemandi Verzlunarskólans, og svipurinn gefur til kynna að það þyki ef til vill ekki nógu gott. Gústav tekur undir. „Þá er sú manneskja að vanda sig alltof mikið, það er ekki „Be Real“,“ segir hann. Enginn filter Krakkarnir segja miðilinn kominn til að vera, einkum vegna þess að hann krefjist ekki fullkomnunar eins og til dæmis Instagram. „Ég held að þetta sé að reyna að vinna á móti samfélagsmiðlunum þar sem er geggjuð glansmynd. Þetta er bara núna,“ segir Emma. „Og enginn filter sem þú getur sett á þetta eða neitt,“ bætir Hrafnhildur Árnadóttir við. Kári Freyr Kristinsson tekur í sama streng. „Ég allavega pæli ekki ég þarf að líta vel út, ég bara pósta því sem ég er að gera núna. Það er sjarminn við þetta.“ Viðtal við þau Gústav, Emmu, Hrafnhildi og Kára má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, sem og tilraun fréttamanns til að birta sjálfur mynd á Be Real. Tækni Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Sjá meira
Samfélagsmiðlinum Be Real var hleypt af stokkunum árið 2020 en vinsældir hans jukust hratt í fyrra. Undir lok árs hafði hann stimplað sig rækilega inn í samfélagsmiðlaflóru Íslendinga en smáforritið er einmitt núna á toppi lista yfir þau forrit sem flestir hlaða niður í síma sína um þessar mundir. Rúnar Vilberg Nafnið Be Real gæti útlagst á íslensku sem „Vertu ekta“ og í nafninu er virknin einmitt fólgin. Notendur fá allir í einu meldingu eins og sést hér fyrir ofan í símann einu sinni á dag, á handahófskenndum tíma í hvert sinn, og hafa þar með tvær mínútur til að birta mynd úr sínu daglega amstri. „Þetta heitir Be Real og þú verður að vera Real. Þú mátt ekki beila á að gera þetta. Þú verður að gera þetta. Annars ertu bara lélegur,“ segir Gústav Nilsson, nemi á þriðja ári í Verzlunarskóla Íslands. Skólasystkinin Gústav Nilsson, Emma Sól Jónsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir og Kári Freyr Kristinsson.Vísir/Egill Ekki eftirsóknarvert að birting taki nokkrar tilraunir Já, á Be Real eiga notendur nefnilega að virða tímamörkin, til þess er leikurinn gerður. Myndir sem berast seint, eða hafa jafnvel verið teknar í annarri eða þriðju atrennu, eru kirfilega merktar. „En þá sérðu kannski; þessi reyndi þrisvar að taka myndina,“ segir Emma Sól Jónsdóttir nemandi Verzlunarskólans, og svipurinn gefur til kynna að það þyki ef til vill ekki nógu gott. Gústav tekur undir. „Þá er sú manneskja að vanda sig alltof mikið, það er ekki „Be Real“,“ segir hann. Enginn filter Krakkarnir segja miðilinn kominn til að vera, einkum vegna þess að hann krefjist ekki fullkomnunar eins og til dæmis Instagram. „Ég held að þetta sé að reyna að vinna á móti samfélagsmiðlunum þar sem er geggjuð glansmynd. Þetta er bara núna,“ segir Emma. „Og enginn filter sem þú getur sett á þetta eða neitt,“ bætir Hrafnhildur Árnadóttir við. Kári Freyr Kristinsson tekur í sama streng. „Ég allavega pæli ekki ég þarf að líta vel út, ég bara pósta því sem ég er að gera núna. Það er sjarminn við þetta.“ Viðtal við þau Gústav, Emmu, Hrafnhildi og Kára má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, sem og tilraun fréttamanns til að birta sjálfur mynd á Be Real.
Tækni Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Sjá meira