Ungstirnið Elanga kom Man Utd á bragðið eftir ömurlegan fyrri hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2022 22:15 Elanga kom Man Utd á bragðið í kvöld. EPA-EFE/PETER POWELL Manchester United vann 3-1 útisigur á Brentford í síðari leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Eftir hörmungar fyrri hálfleik stigu gestirnir upp og sóttu stigin þrjú. Fyrri hálfleikur leiksins var eign heimamanna. Eini leikmaður Manchester United með meðvitund var David De Gea í markinu en hann varði tví- eða þrívegis mjög vel. Ekki í fyrsta skipti sem Spánverjinn heldur sínum mönnum inn í leikjum í vetur. Ralf Rangnick hefur lesið yfir hausamótunum á sínum mönnum í hálfleik því í þeim síðari var allt annað að sjá gestina. Eftir aðeins tíu mínútna leik hafði hinn 19 ára gamli Anthony Elanga komið Man Utd yfir. Anthony Elanga hit the Griddy after scoring his second-ever goal for Manchester United pic.twitter.com/x4voSQ8Yc4— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 Hann fékk sendingu inn á teig Brentford frá Fred, tók við boltanum sem skoppaði upp í loftið svo Elanga endaði á að skalla boltann framhjá Jonas Lössl í marki heimamanna. Skemmtileg afgreiðsla hjá Svíanum unga sem fagnaði gríðarlega. Sjö mínútum síðar var staðan orðin 2-0 en Bruno Fernandes lagði boltann þá Mason Greenwood sem var fyrir opnu marki og gat ekki annað en skorað. Fernandes fékk skemmtilega sendingu frá Cristiano Ronaldo í aðdraganda marksins en Ronaldo „kassaði“ þá boltann fyrir fætur Bruno sem óð að marki. Ronaldo var tekinn af velli í kjölfarið og var allt annað en sáttur. Cristiano Ronaldo after being subbed off pic.twitter.com/hkJHzDJSVF— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 Varamaðurinn Marcus Rashford gulltryggði svo sigurinn þegar hann þrumaði boltanum upp í þaknetið úr þröngu færi eftir sendingu Fernandes. Ivan Toney minnkaði reyndar muninn fyrir heimamenn eftir langt innkast heimamanna þegar fimm mínútur lifðu leiks. Gestirnir voru smeykir eftir að hafa hent frá sér tveggja marka forystu gegn Aston Villa nýverið en tókst að sigla sigrinum heim og næla þar með í stigin þrjú. A proud night for our #MUAcademy Anthony Elanga @MasonGreenwood @MarcusRashford #MUFC | #BREMUN pic.twitter.com/7WQaQIkBvh— Manchester United (@ManUtd) January 19, 2022 Manchester United er í 7. sæti deildarinnar með 35 stig að loknum 21 leik. Brentford er í 14. sæti með 23 stig. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Fyrri hálfleikur leiksins var eign heimamanna. Eini leikmaður Manchester United með meðvitund var David De Gea í markinu en hann varði tví- eða þrívegis mjög vel. Ekki í fyrsta skipti sem Spánverjinn heldur sínum mönnum inn í leikjum í vetur. Ralf Rangnick hefur lesið yfir hausamótunum á sínum mönnum í hálfleik því í þeim síðari var allt annað að sjá gestina. Eftir aðeins tíu mínútna leik hafði hinn 19 ára gamli Anthony Elanga komið Man Utd yfir. Anthony Elanga hit the Griddy after scoring his second-ever goal for Manchester United pic.twitter.com/x4voSQ8Yc4— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 Hann fékk sendingu inn á teig Brentford frá Fred, tók við boltanum sem skoppaði upp í loftið svo Elanga endaði á að skalla boltann framhjá Jonas Lössl í marki heimamanna. Skemmtileg afgreiðsla hjá Svíanum unga sem fagnaði gríðarlega. Sjö mínútum síðar var staðan orðin 2-0 en Bruno Fernandes lagði boltann þá Mason Greenwood sem var fyrir opnu marki og gat ekki annað en skorað. Fernandes fékk skemmtilega sendingu frá Cristiano Ronaldo í aðdraganda marksins en Ronaldo „kassaði“ þá boltann fyrir fætur Bruno sem óð að marki. Ronaldo var tekinn af velli í kjölfarið og var allt annað en sáttur. Cristiano Ronaldo after being subbed off pic.twitter.com/hkJHzDJSVF— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 Varamaðurinn Marcus Rashford gulltryggði svo sigurinn þegar hann þrumaði boltanum upp í þaknetið úr þröngu færi eftir sendingu Fernandes. Ivan Toney minnkaði reyndar muninn fyrir heimamenn eftir langt innkast heimamanna þegar fimm mínútur lifðu leiks. Gestirnir voru smeykir eftir að hafa hent frá sér tveggja marka forystu gegn Aston Villa nýverið en tókst að sigla sigrinum heim og næla þar með í stigin þrjú. A proud night for our #MUAcademy Anthony Elanga @MasonGreenwood @MarcusRashford #MUFC | #BREMUN pic.twitter.com/7WQaQIkBvh— Manchester United (@ManUtd) January 19, 2022 Manchester United er í 7. sæti deildarinnar með 35 stig að loknum 21 leik. Brentford er í 14. sæti með 23 stig.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn