„Hann er einn besti þjálfari í heimi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2022 11:01 Harry Kane segir að Tottenham verði að notfæra sér það að Antonio Conte sé tekinn við liðinu til að koma s´r aftur meðal bestu liða á Englandi. Ryan Pierse/Getty Images Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, segir að liðið verði að notfæra sér það að einn besti knattspyrnustjóri heims sé við stjórnvölin hjá félaginu. Tottenham heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag, en Antonio Conte, þjálfari Tottenham, þjálfaði Chelsea frá 2016 til 2018. Harry Kane segir að liðið verði að nýta sér það að eins góður stjóri og Conte sé við stjórnvölin til að koma sér aftur í hóp þeirra bestu á Englandi, og tryggja sér um leið keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á ný. „Hann er einn besti þjálfari í heimi,“ sagði Kane um Ítalska knattspyrnustjórann í samtali við Sky Sports. „Við höfum ekki alveg náð þeim hæðum sem við sem klúbbur höfðum vonast eftir á seinustu árum. Þetta er stórt tækifæri til að nýta það sem við höfum í höndunum.“ „Hann er þjálfari sem krefst mikils af þér. Hann er að gera allt sem í hans valdi stendur og sem leikmenn höfum við svarað því mjög vel. Það eru allir að leggja eins hart að sér og þeir geta til að ná árangri. Það er aðalmarkmið allra hjá félaginu.“ 🗣 "We need to take advantage of having one of the best managers in the world." 🌍#THFC's Harry Kane speaks on the impact Antonio Conte has had since joining the club 👇 pic.twitter.com/rSXbMJEXzg— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 23, 2022 Síðan Tottenham komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019 hafa margir lykilmenn liðsins horfið á braut og þeir leikmenn sem hafa komið í staðinn átt erfitt með að fylla í þau skörð sem skilin voru eftir. Nú er rétt rúm vika eftir af félagskiptaglugganum í janúar, en Kane hefur litlar áhyggjur af því, en segir þó að liðið þurfi að passa sig að falla ekki enn lengra aftur úr. „Leikmenn koma og fara og stundum hefur það slæm áhrif á liðið. Þjálfarar koma líka og fara og það tekur tíma að aðlagast.“ „Staðreyndin er sú að það eru svo mörg góð lið að reyna að brjótast upp í þessi efstu sex sæti, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Það eru allavega átta eða níu lið að berjast um þessi sæti.“ „Ef þú klikkar á einum eða tveim hlutum þá geturðu fallið svolítið aftur úr og það er kannski það sem kom fyrir okkur. Þannig að við þurfum að passa okkur að falla ekki enn lengra aftur úr,“ „Okkur líður eins og við getum gert það, sérstaklega eftir að Conte tók við,“ sagði Kane að lokum. Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Tottenham heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag, en Antonio Conte, þjálfari Tottenham, þjálfaði Chelsea frá 2016 til 2018. Harry Kane segir að liðið verði að nýta sér það að eins góður stjóri og Conte sé við stjórnvölin til að koma sér aftur í hóp þeirra bestu á Englandi, og tryggja sér um leið keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á ný. „Hann er einn besti þjálfari í heimi,“ sagði Kane um Ítalska knattspyrnustjórann í samtali við Sky Sports. „Við höfum ekki alveg náð þeim hæðum sem við sem klúbbur höfðum vonast eftir á seinustu árum. Þetta er stórt tækifæri til að nýta það sem við höfum í höndunum.“ „Hann er þjálfari sem krefst mikils af þér. Hann er að gera allt sem í hans valdi stendur og sem leikmenn höfum við svarað því mjög vel. Það eru allir að leggja eins hart að sér og þeir geta til að ná árangri. Það er aðalmarkmið allra hjá félaginu.“ 🗣 "We need to take advantage of having one of the best managers in the world." 🌍#THFC's Harry Kane speaks on the impact Antonio Conte has had since joining the club 👇 pic.twitter.com/rSXbMJEXzg— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 23, 2022 Síðan Tottenham komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019 hafa margir lykilmenn liðsins horfið á braut og þeir leikmenn sem hafa komið í staðinn átt erfitt með að fylla í þau skörð sem skilin voru eftir. Nú er rétt rúm vika eftir af félagskiptaglugganum í janúar, en Kane hefur litlar áhyggjur af því, en segir þó að liðið þurfi að passa sig að falla ekki enn lengra aftur úr. „Leikmenn koma og fara og stundum hefur það slæm áhrif á liðið. Þjálfarar koma líka og fara og það tekur tíma að aðlagast.“ „Staðreyndin er sú að það eru svo mörg góð lið að reyna að brjótast upp í þessi efstu sex sæti, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Það eru allavega átta eða níu lið að berjast um þessi sæti.“ „Ef þú klikkar á einum eða tveim hlutum þá geturðu fallið svolítið aftur úr og það er kannski það sem kom fyrir okkur. Þannig að við þurfum að passa okkur að falla ekki enn lengra aftur úr,“ „Okkur líður eins og við getum gert það, sérstaklega eftir að Conte tók við,“ sagði Kane að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira