Segja misskilning hafa valdið því að Danir reyndu ekki að skora Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2022 09:00 Jacob Holm skoraði 9 mörk fyrir Danmörku í gærkvöld en virtist ekki alveg með á nótunum í lok fyrri hálfleiks. Getty/Sanjin Strukic Afar óvenjulegt atvik varð í lok fyrri hálfleiks hjá Danmörku og Frakklandi á EM í handbolta í gærkvöld þegar Danir slepptu því að reyna að nýta síðustu sókn sína. Danmörk var 17-12 yfir í hálfleik en reyndi ekki að skora úr síðustu sókn sinni fyrir hléið. Jacob Holm stóð bara með boltann á meðan að sekúndurnar liðu, og allt í einu gall flautan í höllinni. Á endanum tapaði Danmörk svo leiknum með einu marki, 30-29, sem jafnframt hafði í för með sér að Ísland komst ekki í undanúrslitin heldur spilar við Noreg um 5. sæti. Danir mæta Spánverjum í undanúrslitum og Frakkar mæta Svíum. Að sögn Holm var um misskilning að ræða sem réði því að danska liðið reyndi ekki að skora á þeim heilu 20 sekúndum sem Danir höfðu í lok fyrri hálfleiks. „Það var búið að kalla hvaða kerfi ætti að taka og ég beið eftir því að það færi í gang. Það gerðist ekki og þannig rann þetta svolítið út í sandinn. Við vissum ekki hvert við ættum að hlaupa,“ sagði Holm. „Þetta má ekki gerast í lok leikja en við vorum fimm mörkum yfir og ég held að það hafi spilað inn í að við gátum brosað svolítið yfir því í staðinn,“ sagði Holm. „Hélt að við værum að fara að setja eitthvað í gang“ Hægri hornamaðurinn Lasse Svan vissi hins vegar alveg hvað klukkan sló en náði ekki að vekja félaga sína úr rotinu: „Við töpuðum tímaskyninu, held ég. Ég sá að það voru tíu sekúndur eftir og hélt að við værum að fara að setja eitthvað í gang. Ég gleymdi að kalla eitthvað því ég var viss um að það væri einhver með stjórn á þessu. Þegar það voru bara fimm sekúndur eftir fattaði ég að þannig væri það kannski ekki,“ sagði Svan. Danir héldu þó forystunni í leiknum langt fram í seinni hálfleik en Frakkar komust fyrst yfir þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. Fyrir leik var þó ljóst að Danmörk kæmist í undanúrslit þrátt fyrir tap. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Sjá meira
Danmörk var 17-12 yfir í hálfleik en reyndi ekki að skora úr síðustu sókn sinni fyrir hléið. Jacob Holm stóð bara með boltann á meðan að sekúndurnar liðu, og allt í einu gall flautan í höllinni. Á endanum tapaði Danmörk svo leiknum með einu marki, 30-29, sem jafnframt hafði í för með sér að Ísland komst ekki í undanúrslitin heldur spilar við Noreg um 5. sæti. Danir mæta Spánverjum í undanúrslitum og Frakkar mæta Svíum. Að sögn Holm var um misskilning að ræða sem réði því að danska liðið reyndi ekki að skora á þeim heilu 20 sekúndum sem Danir höfðu í lok fyrri hálfleiks. „Það var búið að kalla hvaða kerfi ætti að taka og ég beið eftir því að það færi í gang. Það gerðist ekki og þannig rann þetta svolítið út í sandinn. Við vissum ekki hvert við ættum að hlaupa,“ sagði Holm. „Þetta má ekki gerast í lok leikja en við vorum fimm mörkum yfir og ég held að það hafi spilað inn í að við gátum brosað svolítið yfir því í staðinn,“ sagði Holm. „Hélt að við værum að fara að setja eitthvað í gang“ Hægri hornamaðurinn Lasse Svan vissi hins vegar alveg hvað klukkan sló en náði ekki að vekja félaga sína úr rotinu: „Við töpuðum tímaskyninu, held ég. Ég sá að það voru tíu sekúndur eftir og hélt að við værum að fara að setja eitthvað í gang. Ég gleymdi að kalla eitthvað því ég var viss um að það væri einhver með stjórn á þessu. Þegar það voru bara fimm sekúndur eftir fattaði ég að þannig væri það kannski ekki,“ sagði Svan. Danir héldu þó forystunni í leiknum langt fram í seinni hálfleik en Frakkar komust fyrst yfir þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. Fyrir leik var þó ljóst að Danmörk kæmist í undanúrslit þrátt fyrir tap.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Sjá meira