„Það fyrsta sem við sjáum er foreldri að hnoða barnið sitt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2022 14:31 Fyrsta endurlífgun Áslaugar í starfi var á barni. „Þarna vissi ég að ég væri að fara í mína fyrstu endurlífgun,“ segir Áslaug Birna Bergsveinsdóttir slökkviliðskona í þættinum Baklandið á Stöð 2 í gærkvöldi. Í þættinum kom í ljós að sem barn var Áslaug alltaf mjög hrædd við eld. „Maður býst einhvern veginn alltaf við því þegar maður fer í sína fyrstu endurlífgun að það sé aldraður einstaklingur því það er lang algengustu endurlífganirnar sem við förum í. Við löbbum þarna inn í íbúðina og það fyrsta sem við sjáum er foreldri að hnoða barnið sitt. Ég bjóst ekki við því að þetta yrði mín fyrsta endurlífgun, þar sem ég hnoða barn í fyrsta skipti. Ég vissi alveg út í hvað ég væri að fara þegar ég færi í þetta starf en maður pælir ekki mikið í þessu. Því miður komum við þarna of seint og ekkert sem við gátum gert,“ segir Áslaug og heldur áfram. „Við fluttum þennan einstakling ekki á sjúkrahús. Við vorum öll sátt við okkar vinnu á þessum vettvangi þó þetta hafi verið mjög sorglegt og það er rosalega skrýtið að upplifa það að vera inni á heimili hjá fólki þar sem það er ungur einstaklingur látinn á gólfinu og foreldrið stendur þarna yfir honum. Þetta er einhvern veginn eins og að vera staddur inni í bíómynd, tilfinningin er einhvern veginn svo óraunveruleg. Allavega þarna þegar ég er nýr starfsmaður. Ég vissi ekki hvernig ég átti að haga mér því svo tökum við bara dótið okkar og förum.“ Hér að neðan má sjá atriði úr síðasta þætti af Baklandinu. Í þáttunum Baklandið er farið yfir allskonar tilfelli en atburðirnir og staðsetningar þeirra kunna að hafa verið breytt vegna þagnarskyldu slökkviliðsins. Daníel Bjarnason er umsjónarmaður þáttanna. Klippa: Það fyrsta sem við sjáum er foreldri að hnoða barnið sitt Baklandið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
„Maður býst einhvern veginn alltaf við því þegar maður fer í sína fyrstu endurlífgun að það sé aldraður einstaklingur því það er lang algengustu endurlífganirnar sem við förum í. Við löbbum þarna inn í íbúðina og það fyrsta sem við sjáum er foreldri að hnoða barnið sitt. Ég bjóst ekki við því að þetta yrði mín fyrsta endurlífgun, þar sem ég hnoða barn í fyrsta skipti. Ég vissi alveg út í hvað ég væri að fara þegar ég færi í þetta starf en maður pælir ekki mikið í þessu. Því miður komum við þarna of seint og ekkert sem við gátum gert,“ segir Áslaug og heldur áfram. „Við fluttum þennan einstakling ekki á sjúkrahús. Við vorum öll sátt við okkar vinnu á þessum vettvangi þó þetta hafi verið mjög sorglegt og það er rosalega skrýtið að upplifa það að vera inni á heimili hjá fólki þar sem það er ungur einstaklingur látinn á gólfinu og foreldrið stendur þarna yfir honum. Þetta er einhvern veginn eins og að vera staddur inni í bíómynd, tilfinningin er einhvern veginn svo óraunveruleg. Allavega þarna þegar ég er nýr starfsmaður. Ég vissi ekki hvernig ég átti að haga mér því svo tökum við bara dótið okkar og förum.“ Hér að neðan má sjá atriði úr síðasta þætti af Baklandinu. Í þáttunum Baklandið er farið yfir allskonar tilfelli en atburðirnir og staðsetningar þeirra kunna að hafa verið breytt vegna þagnarskyldu slökkviliðsins. Daníel Bjarnason er umsjónarmaður þáttanna. Klippa: Það fyrsta sem við sjáum er foreldri að hnoða barnið sitt
Baklandið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira