Everton keypti Dele Alli en Liverpool rann út á tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 08:00 Dele Alli hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Tottenham Hotspur en þeir voru reyndar ekki margir á síðustu vikum og mánuðum. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Dele Alli er orðinn leikmaður Everton og er því laus úr kuldanum hjá Tottenham. Everton náði að klára kaupin á síðustu klukkutímum félagaskiptagluggans í gær en ekki er sömu sögu að segja af nágrönnum þeirra í Liverpool. Everton gæti endað á því að borga Tottenham allt að fjörutíu milljónir punda fyrir Dele Alli sem hefur aðeins byrjað tvo leiki hjá Tottenham síðan í byrjun október. Nýi stjórinn Frank Lampard fær því strax mikinn liðstyrk í Alli sem hlýtur að hungra í að sanna sig eftir að hafa verið út í kuldanum hjá Tottenham undanfarin ár. BREAKING: Everton have confirmed the signing of Dele Alli from Tottenham — Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2022 Alli er enn bara 25 ára gamall en hann hefur spilað 37 landsleiki fyrir England. Hann skoraði alls 67 mörk í 269 leikjum með Tottenham. Everton mun ekki borga fyrstu tíu milljónirnar fyrir hann fyrr en hann hefur náð að spila tuttugu leiki. New manager and his first two signings - all in one #DeadlineDay. Night, Blues. x— Everton (@Everton) February 1, 2022 „Ég er mjög ánægður að hafa samið við Everton sem er stórt félag með frábæra stuðningsmenn og mikla sögu. Ég er spenntur að byrja og get varla beðið eftir fyrsta leiknum mínum í Everton búningnum,“ sagði Dele Alli. „Ég hlakka til að hjálpa liðinu og fagna tækifærinu að fá að vinna með nýja knattspyrnustjóranum Frank Lampard,“ sagði Alli. Alli má þó ekki ekki spila um helgina því það er bikarleikur á móti Brentford og hann hefur spilað með Tottenham í bikarkeppninni. Fyrsti leikurinn gæti orðið deildarleikur á móti Newcastle 8. febrúar. Liverpool's bid to sign Fabio Carvalho from Fulham has fallen through. No time to get everything done.— Phil McNulty (@philmcnulty) January 31, 2022 Liverpool tókst aftur á móti ekki að ganga frá táningnum efnilega, Fabio Carvalho hjá Fulham. Félögin voru búin að semja um átta milljón punda kaupverð en tókst ekki að ganga frá samningnum áður en glugginn lokaði. Liverpool ætlaði að kaupa þennan nítján ára gamla framherja og lána hann svo aftur til Fulham. Hann er fæddur í Portúgal og er með 8 mörk í 23 leikjum með Fulham síðan að hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í september. Liverpool lét sér því nægja að kaupa Luis Diaz frá Porto en hann gæti kostað félagið á endanum 60 milljónir evra. Liverpool lánaði Nat Phillips til Bournemouth og Neco Williams til Fulham. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Everton gæti endað á því að borga Tottenham allt að fjörutíu milljónir punda fyrir Dele Alli sem hefur aðeins byrjað tvo leiki hjá Tottenham síðan í byrjun október. Nýi stjórinn Frank Lampard fær því strax mikinn liðstyrk í Alli sem hlýtur að hungra í að sanna sig eftir að hafa verið út í kuldanum hjá Tottenham undanfarin ár. BREAKING: Everton have confirmed the signing of Dele Alli from Tottenham — Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2022 Alli er enn bara 25 ára gamall en hann hefur spilað 37 landsleiki fyrir England. Hann skoraði alls 67 mörk í 269 leikjum með Tottenham. Everton mun ekki borga fyrstu tíu milljónirnar fyrir hann fyrr en hann hefur náð að spila tuttugu leiki. New manager and his first two signings - all in one #DeadlineDay. Night, Blues. x— Everton (@Everton) February 1, 2022 „Ég er mjög ánægður að hafa samið við Everton sem er stórt félag með frábæra stuðningsmenn og mikla sögu. Ég er spenntur að byrja og get varla beðið eftir fyrsta leiknum mínum í Everton búningnum,“ sagði Dele Alli. „Ég hlakka til að hjálpa liðinu og fagna tækifærinu að fá að vinna með nýja knattspyrnustjóranum Frank Lampard,“ sagði Alli. Alli má þó ekki ekki spila um helgina því það er bikarleikur á móti Brentford og hann hefur spilað með Tottenham í bikarkeppninni. Fyrsti leikurinn gæti orðið deildarleikur á móti Newcastle 8. febrúar. Liverpool's bid to sign Fabio Carvalho from Fulham has fallen through. No time to get everything done.— Phil McNulty (@philmcnulty) January 31, 2022 Liverpool tókst aftur á móti ekki að ganga frá táningnum efnilega, Fabio Carvalho hjá Fulham. Félögin voru búin að semja um átta milljón punda kaupverð en tókst ekki að ganga frá samningnum áður en glugginn lokaði. Liverpool ætlaði að kaupa þennan nítján ára gamla framherja og lána hann svo aftur til Fulham. Hann er fæddur í Portúgal og er með 8 mörk í 23 leikjum með Fulham síðan að hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í september. Liverpool lét sér því nægja að kaupa Luis Diaz frá Porto en hann gæti kostað félagið á endanum 60 milljónir evra. Liverpool lánaði Nat Phillips til Bournemouth og Neco Williams til Fulham.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira