Bara þrír eftir úr síðasta byrjunarliði Wengers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2022 17:01 Alexandre Lacazette er einn fárra í leikmannahópi Arsenal sem spilaði undir stjórn Arsenes Wenger. getty/Catherine Ivill Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Arsenal síðan Arsene Wenger hætti sem knattspyrnustjóri liðsins vorið 2018. Til marks um það eru aðeins þrír leikmenn eftir úr síðasta byrjunarliðinu sem Wenger stillti upp sem stjóri Arsenal. Pierre-Emerick Aubameyang gekk til liðs við Barcelona á frjálsri sölu á lokadegi félagaskiptagluggans í gær. Hann er sá áttundi úr síðasta byrjunarliði Wengers sem yfirgefur félagið síðan hann hætti fyrir rúmum þremur árum. Wenger stýrði Arsenal í síðasta sinn þegar liðið vann Huddersfield Town í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar 13. maí 2018. Aubameyang skoraði eina mark leiksins. Aðeins þrír úr byrjunarliði Arsenal þennan dag eru enn hjá félaginu. Þetta eru þeir Rob Holding, Granit Xhaka og Alexandre Lacazette. Hinir átta í byrjunarliðinu eru farnir sem og allir þrír varamennirnir. Þetta eru þeir David Ospina, Héctor Bellerín, Shkodran Mustafi, Sead Kolasinac, Aaron Ramsey, Alex Iwobi, Henrikh Mkhitaryan, Aubameyang, Nacho Monreal, Danny Welbeck og Ainsley Maitland-Niles. Sá síðastnefndi er reyndar enn samningsbundinn Arsenal en var lánaður til Roma í síðasta mánuði. Arsenal's last XI under Arsene Wenger:Ospina Bellerin Mustafi HoldingKolasinac XhakaRamsey Iwobi Mkhitaryan Aubameyang LacazetteOnly 3 are currently at the club pic.twitter.com/0VhLslW0xP— GOAL (@goal) February 1, 2022 Tveir af ofannefndum leikmönnum fóru frá Arsenal í síðasta mánuði, Aubameyang og Kolasinac. Sem fyrr sagði fór Aubameyang til Barcelona en Kolasinac til Marseille. Unai Emery tók við Arsenal af Wenger en entist aðeins rúmt tímabil hjá félaginu. Í desember 2020 var Mikel Arteta ráðinn stjóri Arsenal. Wenger keypti hann til Arsenal 2011 og gerði hann meðal annars að fyrirliða liðsins. Wenger stýrði Arsenal í 22 ár. Á þeim tíma varð liðið þrisvar sinnum Englandsmeistari og sjö sinnum bikarmeistari. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira
Pierre-Emerick Aubameyang gekk til liðs við Barcelona á frjálsri sölu á lokadegi félagaskiptagluggans í gær. Hann er sá áttundi úr síðasta byrjunarliði Wengers sem yfirgefur félagið síðan hann hætti fyrir rúmum þremur árum. Wenger stýrði Arsenal í síðasta sinn þegar liðið vann Huddersfield Town í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar 13. maí 2018. Aubameyang skoraði eina mark leiksins. Aðeins þrír úr byrjunarliði Arsenal þennan dag eru enn hjá félaginu. Þetta eru þeir Rob Holding, Granit Xhaka og Alexandre Lacazette. Hinir átta í byrjunarliðinu eru farnir sem og allir þrír varamennirnir. Þetta eru þeir David Ospina, Héctor Bellerín, Shkodran Mustafi, Sead Kolasinac, Aaron Ramsey, Alex Iwobi, Henrikh Mkhitaryan, Aubameyang, Nacho Monreal, Danny Welbeck og Ainsley Maitland-Niles. Sá síðastnefndi er reyndar enn samningsbundinn Arsenal en var lánaður til Roma í síðasta mánuði. Arsenal's last XI under Arsene Wenger:Ospina Bellerin Mustafi HoldingKolasinac XhakaRamsey Iwobi Mkhitaryan Aubameyang LacazetteOnly 3 are currently at the club pic.twitter.com/0VhLslW0xP— GOAL (@goal) February 1, 2022 Tveir af ofannefndum leikmönnum fóru frá Arsenal í síðasta mánuði, Aubameyang og Kolasinac. Sem fyrr sagði fór Aubameyang til Barcelona en Kolasinac til Marseille. Unai Emery tók við Arsenal af Wenger en entist aðeins rúmt tímabil hjá félaginu. Í desember 2020 var Mikel Arteta ráðinn stjóri Arsenal. Wenger keypti hann til Arsenal 2011 og gerði hann meðal annars að fyrirliða liðsins. Wenger stýrði Arsenal í 22 ár. Á þeim tíma varð liðið þrisvar sinnum Englandsmeistari og sjö sinnum bikarmeistari.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira