Yngsti ritstjóri landsins á höttunum eftir fréttariturum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 19:16 Auðunn Sölvi Hugason, yngsti ritstjóri landsins. Vísir/Egill Yngsti ritstjóri landsins, hinn tíu ára Auðunn Sölvi Hugason, ætlar að glæða fréttaflóruna með jákvæðum fréttum frá krökkum um allan heim. Hann stefnir á að verða leikari í framtíðinni en gæti hugsað sér að sinna blaðamennskunni í hlutastarfi. Auðuni Sölva er margt til lista lagt og hefur raunar nóg fyrir stafni enda náðum við aðeins að grípa hann stuttlega á milli æfinga í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann fer með hlutverk í leikritinu Umskiptingurinn. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Auðunn Sölvi stofnað glænýjan fjölmiðil, www.skolafrettir.is. „Fyrst var ég með lítið skólablað í skólanum mínum en svo fannst mér það ekki alveg nógu umhverfisvænt og þannig kom hugmyndin að byggja upp vef,“ segir hann, sem ætlar sér að hafa jákvæðnina að leiðarljósi. „Það er lítið af stríðum og covid og svoleiðis. Þetta verður jákvætt og glaðlegt,“ segir Auðunn, sem hefur ekki mikinn áhuga á að lesa fréttir en hefur gaman að því að skrifa þær. Finnst þér skemmtilegra að skrifa fréttir en lesa þær? „Jahá,“ svarar hann. Fréttamiðilinn opnaði Auðunn Sölvi í október en sökum annríkis hefur hann varla haft tíma til að segja vinum og bekkjarfélögum frá þessu nýja starfi. Hann segist með skipulagningu ná að halda öllum boltum á lofti en tekur fram að hann sé á höttunum eftir fleiri fréttariturum og hvetur áhugasama eindregið til að senda inn fréttir í gegnum netfangið skolafrettir@skolafrettir.is. „Með tímanum væri gaman að hafa bara krakka sem senda inn fréttir og jafnvel frá öðrum heimshornum. Eins og ég á vin sem er frá Ítalíu, hann myndi kannski vilja senda inn fréttir.“ Aðspurður segist hann ekki endilega viss um hvort hann ætli að leggja blaðamennskuna fyrir sig í framtíðinni. „Erfið spurning, en ætli ég vilji ekki verða leikari. Jafnvel einhver svona hálf-fréttaritari. En aðallega leikari.“ Skóla - og menntamál Fjölmiðlar Grunnskólar Krakkar Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
Auðuni Sölva er margt til lista lagt og hefur raunar nóg fyrir stafni enda náðum við aðeins að grípa hann stuttlega á milli æfinga í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann fer með hlutverk í leikritinu Umskiptingurinn. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Auðunn Sölvi stofnað glænýjan fjölmiðil, www.skolafrettir.is. „Fyrst var ég með lítið skólablað í skólanum mínum en svo fannst mér það ekki alveg nógu umhverfisvænt og þannig kom hugmyndin að byggja upp vef,“ segir hann, sem ætlar sér að hafa jákvæðnina að leiðarljósi. „Það er lítið af stríðum og covid og svoleiðis. Þetta verður jákvætt og glaðlegt,“ segir Auðunn, sem hefur ekki mikinn áhuga á að lesa fréttir en hefur gaman að því að skrifa þær. Finnst þér skemmtilegra að skrifa fréttir en lesa þær? „Jahá,“ svarar hann. Fréttamiðilinn opnaði Auðunn Sölvi í október en sökum annríkis hefur hann varla haft tíma til að segja vinum og bekkjarfélögum frá þessu nýja starfi. Hann segist með skipulagningu ná að halda öllum boltum á lofti en tekur fram að hann sé á höttunum eftir fleiri fréttariturum og hvetur áhugasama eindregið til að senda inn fréttir í gegnum netfangið skolafrettir@skolafrettir.is. „Með tímanum væri gaman að hafa bara krakka sem senda inn fréttir og jafnvel frá öðrum heimshornum. Eins og ég á vin sem er frá Ítalíu, hann myndi kannski vilja senda inn fréttir.“ Aðspurður segist hann ekki endilega viss um hvort hann ætli að leggja blaðamennskuna fyrir sig í framtíðinni. „Erfið spurning, en ætli ég vilji ekki verða leikari. Jafnvel einhver svona hálf-fréttaritari. En aðallega leikari.“
Skóla - og menntamál Fjölmiðlar Grunnskólar Krakkar Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira