Roy Keane gæti snúið aftur í þjálfun Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2022 06:30 Roy Keane er á óskalista Sunderland. Ash Donelon/Manchester United Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, gæti snúið sér aftur að þjálfun eftir tíu ára fjarveru, en Sunderland er sagt hafa áhuga á því að ræða við kappann. Keane hóf þjálfaraferil sinn hjá Sunderland, en hann stýrði liðinu frá 2006 til 2008. Hann kom liðinu upp í úrvalsdeild á sínu fyrsta tímabili og hafnaði í 15. sæti árið eftir. Hann skildi svo við liðið í desember árið 2008 eftir erfitt gengi á fyrri hluta tímabils. Keane var seinast aðalþjálfari fyrir rúmum tíu árum þegar hann þjálfaði Ipswich Town. Síðan þá hefur hann verið aðstoðarþjálfari írska landsliðsins, Aston Villa og Nottingham Forest, ásamt því að starfa sem sparkspekingur hjá Sky Sports. Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Keane nú áhuga á því að snúa sér aftur að þjálfun. Í samtali við Sky Sports árið 2014 talaði Írinn vel um tíma sinn hjá Sunderland og lofaði því að hann myndi láta reyna á þjálfaraferilinn aftur. „Ég á góðar minningar frá tíma mínum hjá Sunderland. Þetta er flottur klúbbur. Það er bara slæmt að þetta hafi endað þannig að ég hafi átt í rifrildi við eigandann, en ég átti góða daga þarna,“ sagði Keane árið 2014. „Ég mun verða þjálfari á ný. Ég mun klárlega fara aftur út í þjálfun,“ bætti hann við. 🚨 BREAKING 🚨Roy Keane to be interviewed for the Sunderland manager's vacancy pic.twitter.com/EauOmS7Ado— Football Daily (@footballdaily) February 3, 2022 Keane er þó ekki sá eini sem kemur til greina sem næsti stjóri Sunderland. Neil Lennon, Neil Warnock og Grant McCann eru einnig á lista félagsins. Sunderland situr nú í þriðja sæti ensku C-deildarinnar með 54 stig eftir 29 leiki, fimm stigum á eftir toppliði Rotherham. Efstu tvö sæti C-deildarinnar gefa beint sæti í B-deildinni, en þriðja til sjötta sæti gefa sæti í umspili. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira
Keane hóf þjálfaraferil sinn hjá Sunderland, en hann stýrði liðinu frá 2006 til 2008. Hann kom liðinu upp í úrvalsdeild á sínu fyrsta tímabili og hafnaði í 15. sæti árið eftir. Hann skildi svo við liðið í desember árið 2008 eftir erfitt gengi á fyrri hluta tímabils. Keane var seinast aðalþjálfari fyrir rúmum tíu árum þegar hann þjálfaði Ipswich Town. Síðan þá hefur hann verið aðstoðarþjálfari írska landsliðsins, Aston Villa og Nottingham Forest, ásamt því að starfa sem sparkspekingur hjá Sky Sports. Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Keane nú áhuga á því að snúa sér aftur að þjálfun. Í samtali við Sky Sports árið 2014 talaði Írinn vel um tíma sinn hjá Sunderland og lofaði því að hann myndi láta reyna á þjálfaraferilinn aftur. „Ég á góðar minningar frá tíma mínum hjá Sunderland. Þetta er flottur klúbbur. Það er bara slæmt að þetta hafi endað þannig að ég hafi átt í rifrildi við eigandann, en ég átti góða daga þarna,“ sagði Keane árið 2014. „Ég mun verða þjálfari á ný. Ég mun klárlega fara aftur út í þjálfun,“ bætti hann við. 🚨 BREAKING 🚨Roy Keane to be interviewed for the Sunderland manager's vacancy pic.twitter.com/EauOmS7Ado— Football Daily (@footballdaily) February 3, 2022 Keane er þó ekki sá eini sem kemur til greina sem næsti stjóri Sunderland. Neil Lennon, Neil Warnock og Grant McCann eru einnig á lista félagsins. Sunderland situr nú í þriðja sæti ensku C-deildarinnar með 54 stig eftir 29 leiki, fimm stigum á eftir toppliði Rotherham. Efstu tvö sæti C-deildarinnar gefa beint sæti í B-deildinni, en þriðja til sjötta sæti gefa sæti í umspili.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira