Galið handboltamark í landi Evrópumeistaranna: Hvernig er þetta hægt? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2022 11:01 Casper Käll sést hér skora markið sitt en hann virtist storka þyngdarlögmálinu í skoti sínu. Skjámynd/SVT Það er handboltaæði gangi í Svíþjóð eftir Evrópumeistaratitil sænska landsliðsins á dögunum og geggjað mark í einum fyrsta leiknum eftir Evrópumótið kláraðist fór á mikið flug á samfélagsmiðlum. Það var heldur ekki að ástæðulausu enda geggjað mark. Casper Käll heitir handboltamaðurinn sem skoraði markið fyrir Lugi í bikarleik á móti Sävehof. Hann setti þá svokallað kringluskot í annað veldi. Það hafa nokkrir leikmenn í gegnum tíðina skapað sér nafn á handboltavellinum með því að nota svokallað kringluskot með áhrifaríkum hætti. Enginn þeirra hefur þó líklega náð að útfæra það eins og hinn 21 árs gamli Casper Käll gerði í þessum leik. Käll virtist hanga endalaust í loftinu og beygði sig frá tveimur varnarmönnum Sävehof áður en hann náði frábæru skoti undir þverslánna. „Hvernig er þetta hægt,“ spurði Chris Härenstam sem var að lýsa leiknum á SVT. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Það besta er kannski að Casper Käll sjálfur vildi ekki gera of mikið úr markinu sínu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. Markið hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eins og Twitter. „Ég er ekki á Twitter. Ég hef samt fengið eitthvað sent til mín á fjölskylduspjallinu. Systir mín skrifaði að það hafi margir verið að deila því,“ sagði Casper Käll við SVT. Hann átti í erfiðleikum með að lýsa markinu. „Þetta er mark. Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Casper og hló. „Það er erfitt að tala um þín eigin mörk. Þetta lítur svolítið furðulega út,“ sagði Casper. „Höndin var uppi hjá dómurunum og ég varð að skjóta. Ég er með kringluskot sem ég nota stundum. Ég komst fram hjá einum varnarmanni og þá sá ég annan koma. Ég reyndi að sleppa frá honum líka. Ég var hræddum um að hitta hann í magann,“ sagði Casper. Það má sjá þetta geggjaða mark hans hér fyrir ofan. Sænski handboltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira
Casper Käll heitir handboltamaðurinn sem skoraði markið fyrir Lugi í bikarleik á móti Sävehof. Hann setti þá svokallað kringluskot í annað veldi. Það hafa nokkrir leikmenn í gegnum tíðina skapað sér nafn á handboltavellinum með því að nota svokallað kringluskot með áhrifaríkum hætti. Enginn þeirra hefur þó líklega náð að útfæra það eins og hinn 21 árs gamli Casper Käll gerði í þessum leik. Käll virtist hanga endalaust í loftinu og beygði sig frá tveimur varnarmönnum Sävehof áður en hann náði frábæru skoti undir þverslánna. „Hvernig er þetta hægt,“ spurði Chris Härenstam sem var að lýsa leiknum á SVT. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Það besta er kannski að Casper Käll sjálfur vildi ekki gera of mikið úr markinu sínu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. Markið hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eins og Twitter. „Ég er ekki á Twitter. Ég hef samt fengið eitthvað sent til mín á fjölskylduspjallinu. Systir mín skrifaði að það hafi margir verið að deila því,“ sagði Casper Käll við SVT. Hann átti í erfiðleikum með að lýsa markinu. „Þetta er mark. Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Casper og hló. „Það er erfitt að tala um þín eigin mörk. Þetta lítur svolítið furðulega út,“ sagði Casper. „Höndin var uppi hjá dómurunum og ég varð að skjóta. Ég er með kringluskot sem ég nota stundum. Ég komst fram hjá einum varnarmanni og þá sá ég annan koma. Ég reyndi að sleppa frá honum líka. Ég var hræddum um að hitta hann í magann,“ sagði Casper. Það má sjá þetta geggjaða mark hans hér fyrir ofan.
Sænski handboltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira