Tottenham í 16-liða úrslit eftir öruggan sigur gegn Brighton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2022 21:53 Tottenham Hotspur verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins á morgun. Paul Harding/Getty Images Tottenham Hotspur vann nokkuð öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti Brighton í seinasta leik dagsins í fjórðu umferð FA-bikarsins í kvöld. Gestirnir í Brighton reyndu mikið að spila út úr vörninni í upphafi leiks og komu sér óþarflega oft í vandræði. Það varð þeim að falli á 13. mínútu leiksins þegar Tottenham vann boltann á hættulegum stað, Pierre-Emile Hojbjerg kom boltanum á Harry Kane og sá síðarnefndi setti boltann út við stöng með góðu skoti fyrir utan teig. Heimamenn komust svo í 2-0 tæpum tíu mínútum síðar þegar Emerson Royal átti fínan sprett upp að endalínu og fyrirgjöf hans fór af tá Solly March og þaðan í netið. Tottenham fór því inn í hálfleikshléið með tveggja marka forystu, en Yves Bissouma minnkaði muninn fyrir gestina á 63. mínútu með góðu skoti sem hafði viðkomu í Hojbjerg á leiðinni í netið. Heimamenn í Tottenham voru þó ekki lengi að endurheimta tveggja marka forystu sína, en aðeins þremur mínútum síðar var Heung-Min Son við það að sleppa í gegn áður en Adam Webster náði að pota í boltann. Harry Kane var þá fyrstur til að átta sig og ýtti boltanum yfir línuna í autt markið. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og Tottenham fagnaði 3-1 sigri. Lundúnaliðið verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins á morgun, en Brighton situr eftir með sárt ennið. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Gestirnir í Brighton reyndu mikið að spila út úr vörninni í upphafi leiks og komu sér óþarflega oft í vandræði. Það varð þeim að falli á 13. mínútu leiksins þegar Tottenham vann boltann á hættulegum stað, Pierre-Emile Hojbjerg kom boltanum á Harry Kane og sá síðarnefndi setti boltann út við stöng með góðu skoti fyrir utan teig. Heimamenn komust svo í 2-0 tæpum tíu mínútum síðar þegar Emerson Royal átti fínan sprett upp að endalínu og fyrirgjöf hans fór af tá Solly March og þaðan í netið. Tottenham fór því inn í hálfleikshléið með tveggja marka forystu, en Yves Bissouma minnkaði muninn fyrir gestina á 63. mínútu með góðu skoti sem hafði viðkomu í Hojbjerg á leiðinni í netið. Heimamenn í Tottenham voru þó ekki lengi að endurheimta tveggja marka forystu sína, en aðeins þremur mínútum síðar var Heung-Min Son við það að sleppa í gegn áður en Adam Webster náði að pota í boltann. Harry Kane var þá fyrstur til að átta sig og ýtti boltanum yfir línuna í autt markið. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og Tottenham fagnaði 3-1 sigri. Lundúnaliðið verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins á morgun, en Brighton situr eftir með sárt ennið. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira