Er alveg sama um klæðaburð leikmanna svo lengi sem þeir leggi sig alla fram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. febrúar 2022 19:01 Dele Alli, leikmaður Everton. Chris Brunskill/Getty Images Frank Lampard, nýráðinn þjálfari Everton, gaf lítið fyrir þá fullyrðingu að Dele Alli, ein nýjasta viðbót Everton-liðsins, hafi verið eins og umrenningur til fara er hann var kynntur fyrir stuðningsfólki félagsins. Dele Alli gekk í raðir enska knattspyrnufélagsins Everton frá Tottenham Hotspur á gluggadeginum fyrir viku síðan. Síðasta laugardag vann Everton sannfærandi sigur á Brentford í FA-bikarnum en í hálfleik leiksins var Dele kynntur fyrir stuðningsfólki Everton. Glenn Hoddle, fyrrverandi leikmaður sem og þjálfari enska landsliðsins, var ekki alltof hrifinn af klæðaburði Dele en Lampard gæti vart verið meira sama. „Mér gæti ekki verið meira sama hvernig bíl hann keyrir eða hvaða fötum hann klæðist. Þetta snýst um að leggja sig allan fram og reyna bæta sig á hverjum degi ásamt því að sýna félaginu og liðsfélögunum virðingu,“ sagði þjálfarinn. „Tímarnir breytast og mennirnir með. Svo lengi sem leikmenn standa sig á vellinum þá er ég ánægður. Ég reyni ekki að hafa áhrif á persónuleika hvers og eins leikmanns. Ef leikmenn eru með rétt hugarfar þegar kemur að fótbolta þá hef ég engar áhyggjur,“ sagði Lampard að endingu. Frank Lampard has defended Dele Alli after criticism on the clothes he wore as he was presented to Everton fans at Goodison Park on Saturday.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2022 Alli gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Everton þegar liðið sækir Newcastle United heim annað kvöld. Everton vann Brentford, 4-1, á laugardaginn í fyrsta leik sínum undir stjórn Franks Lampard. Yerry Mina, Richarlison, Mason Holgate og Andros Townsend skoruðu mörk Bítlaborgarliðsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira
Dele Alli gekk í raðir enska knattspyrnufélagsins Everton frá Tottenham Hotspur á gluggadeginum fyrir viku síðan. Síðasta laugardag vann Everton sannfærandi sigur á Brentford í FA-bikarnum en í hálfleik leiksins var Dele kynntur fyrir stuðningsfólki Everton. Glenn Hoddle, fyrrverandi leikmaður sem og þjálfari enska landsliðsins, var ekki alltof hrifinn af klæðaburði Dele en Lampard gæti vart verið meira sama. „Mér gæti ekki verið meira sama hvernig bíl hann keyrir eða hvaða fötum hann klæðist. Þetta snýst um að leggja sig allan fram og reyna bæta sig á hverjum degi ásamt því að sýna félaginu og liðsfélögunum virðingu,“ sagði þjálfarinn. „Tímarnir breytast og mennirnir með. Svo lengi sem leikmenn standa sig á vellinum þá er ég ánægður. Ég reyni ekki að hafa áhrif á persónuleika hvers og eins leikmanns. Ef leikmenn eru með rétt hugarfar þegar kemur að fótbolta þá hef ég engar áhyggjur,“ sagði Lampard að endingu. Frank Lampard has defended Dele Alli after criticism on the clothes he wore as he was presented to Everton fans at Goodison Park on Saturday.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2022 Alli gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Everton þegar liðið sækir Newcastle United heim annað kvöld. Everton vann Brentford, 4-1, á laugardaginn í fyrsta leik sínum undir stjórn Franks Lampard. Yerry Mina, Richarlison, Mason Holgate og Andros Townsend skoruðu mörk Bítlaborgarliðsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira