Aron Elís leikmaður ársins hjá OB: „Hafði aldrei spilað sem djúpur miðjumaður áður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2022 18:01 Aron Elís Þrándarson hefur verið í hlutverki varnarsinnaðs miðjumanns hjá OB og staðið sig vel. Hér verst hann í leik gegn Bröndby. Getty/Lars Ronbog Landsliðsmaðurinn Aron Elís Þrándarson hefur verið kjörinn leikmaður ársins 2021 hjá danska úrvalsdeildarfélaginu OB. Hann segist mjög stoltur yfir valinu, sérstaklega í ljósi þess að hann spilar nú stöðu sem hann hafði aldrei gert áður en hann kom til Danmerkur. Aron Elís gekk í raðir OB frá norska félaginu Álasund snemma árs 2020 og hefur verið í algjöru lykilhlutverki undanfarin misseri. Aron Elís gekk í raðir Álasunds frá Víking árið 2015 og var þá lunkinn sóknarþenkjandi miðjumaður. „Ég er mjög stoltur af þessari nafnbót. Þegar ég kom til félagsins spilaði ég ekki mikið og átti erfitt með að festa mig í sessi. Það er því mikill heiður að vera valinn leikmaður ársins eftir að hafa lagt hart að mér og þróað leik minn. Ég er mjög stoltur,“ sagði Aron Elís í viðtali við vefsíðu OB eftir að valið var gert opinbert. Aron Elís Thrándarson er kåret som Årets Spiller i OB! Du kan læse et interview med vores islandske midtbanefighter her https://t.co/Te4dePwGTW#obdk #sldk pic.twitter.com/MqOl4Yj3XL— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) February 11, 2022 Aron Elís hefur svo sannarlega þróað leik sinn hjá OB en eftir að hafa nær allan sinn feril lagt allt kapp á að skora eða leggja upp mörk hefur hann færst aftar á völlinn og er nú orðinn að hálfgerðu akkeri á miðju OB. Virðist sú staða henta honum einkar vel og er hann mikils metinn í Danmörku. „Ég hef þróast mikið sem leikmaður síðan ég byrjaði að spila sem 6a (djúpur miðjumaður). Ég hafði aldrei gert það áður. Það tók smá tíma að finna mig í því hlutverki en ég til mig gera það nokkuð vel nú og verð vonandi bara betri,“ bætti hinn 27 ára gamli Aron Elís við. Á vefsíðu OB segir að Aron sé „hávaxinn, líkamlega sterkur, góður í loftinu og berst líkt og alvöru íslenskur víkingur,.“ Þá kemur fram að hann hafi átt flestar tæklingar í dönsku úrvalsdeildinni ásamt því að hafa unnið boltann oftast allra. Aron Elís Þrándarson fagnar samherja sínum.Getty/Lars Ronbog Góð frammistaða miðjumannsins knáa hefur skilað honum veigameira hlutverki með íslenska A-landsliðinu en alls á Aron Elís að baki 8 A-landsleiki ásamt 32 yngri landsleikjum. OB er sem stendur í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig að loknum 17 umferðum þegar fimm umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Eftir það fara efstu sex liðin í umspil um meistaratitilinn á meðan hin sex liðin fara í umspil sem sker úr um hvaða lið fellur. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Aron Elís gekk í raðir OB frá norska félaginu Álasund snemma árs 2020 og hefur verið í algjöru lykilhlutverki undanfarin misseri. Aron Elís gekk í raðir Álasunds frá Víking árið 2015 og var þá lunkinn sóknarþenkjandi miðjumaður. „Ég er mjög stoltur af þessari nafnbót. Þegar ég kom til félagsins spilaði ég ekki mikið og átti erfitt með að festa mig í sessi. Það er því mikill heiður að vera valinn leikmaður ársins eftir að hafa lagt hart að mér og þróað leik minn. Ég er mjög stoltur,“ sagði Aron Elís í viðtali við vefsíðu OB eftir að valið var gert opinbert. Aron Elís Thrándarson er kåret som Årets Spiller i OB! Du kan læse et interview med vores islandske midtbanefighter her https://t.co/Te4dePwGTW#obdk #sldk pic.twitter.com/MqOl4Yj3XL— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) February 11, 2022 Aron Elís hefur svo sannarlega þróað leik sinn hjá OB en eftir að hafa nær allan sinn feril lagt allt kapp á að skora eða leggja upp mörk hefur hann færst aftar á völlinn og er nú orðinn að hálfgerðu akkeri á miðju OB. Virðist sú staða henta honum einkar vel og er hann mikils metinn í Danmörku. „Ég hef þróast mikið sem leikmaður síðan ég byrjaði að spila sem 6a (djúpur miðjumaður). Ég hafði aldrei gert það áður. Það tók smá tíma að finna mig í því hlutverki en ég til mig gera það nokkuð vel nú og verð vonandi bara betri,“ bætti hinn 27 ára gamli Aron Elís við. Á vefsíðu OB segir að Aron sé „hávaxinn, líkamlega sterkur, góður í loftinu og berst líkt og alvöru íslenskur víkingur,.“ Þá kemur fram að hann hafi átt flestar tæklingar í dönsku úrvalsdeildinni ásamt því að hafa unnið boltann oftast allra. Aron Elís Þrándarson fagnar samherja sínum.Getty/Lars Ronbog Góð frammistaða miðjumannsins knáa hefur skilað honum veigameira hlutverki með íslenska A-landsliðinu en alls á Aron Elís að baki 8 A-landsleiki ásamt 32 yngri landsleikjum. OB er sem stendur í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig að loknum 17 umferðum þegar fimm umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Eftir það fara efstu sex liðin í umspil um meistaratitilinn á meðan hin sex liðin fara í umspil sem sker úr um hvaða lið fellur.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira