Ívar býður sig fram í stjórn KSÍ: „Skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2022 23:16 Ívar Ingimarsson og Ole Gunnar Solskjær í baráttunni í leik Reading og Manchester United fyrir þónokkrum árum síðan. Getty Images Ívar Ingimarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og atvinnumaður til fjölda ára, hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til stjórnar Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi sambandsins sem fram fer undir lok mánaðarins. Hinn 44 ára gamli Ívar Ingimarsson hefur ákveðið að bjóða sig fram í stjórn KSÍ en ársþing sambandsins fer fram á Ásvöllum í Hafnafirði nú undir lok febrúarmánaðar. Mikið hefur mætt á sambandinu að undanförnu og reikna má með áhugaverðu þingi. Ívar er knattspyrnuunnendum hér á landi vel kunnugur enda lék hann 30 A-landsleiki frá árunum 1998-2007. Þá lék hann lengi vel sem atvinnumaður á Englandi en hann flutti utan árið 1999 og lauk ferlinum ekki fyrr en 2012. Hann lék við góðan orðstír hjá Reading en á ferli sínum ytra lék hann einnig með Torquay United, Brentford, Wolverhampton Wanderers, Brighton & Hove Albion og Ipswich Town. Tilkynningu Ívars má sjá hér að neðan. Það skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist þegar ákvarðanir varðandi KSÍ eru teknar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar KSÍ á aðildarþingi þess sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Mikilvægt er að börn og unglingar út um allt landi viti að það sé vel fylgst með þeim og leggi þau sig fram og sýni hæfileika eigi þau möguleika á að komast inn í yngri landslið sambandsins. Því er þarft að leita leiða til að efla enn frekar góða vinnu hæfileikamótunnar KSÍ. Halda þarf áfram þeirri vegferð að jafna út ferðakostnað liða, ekki síst er kemur að ferðalögum barna og unglinga. Slíkt þarf að gerast með aðkomu hins opinbera. Gríðarlega mikilvægt er að fá nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu en samhliða slíkri uppbyggingu verður að byggja upp betri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í öllum landsfjórðungum. Þannig styrkjum við grasrótina og stuðlum að heilbrigðu knattspyrnuumhverfi sem skilar okkur öflugri leikmönnum í félagslið og landslið. Til að landsliðin geti hámarkað árangur sinn þurfa þjálfarar, leikmenn og starfsmenn liðanna stuðning og rétt umgjörð, ég tel mig geta lagt mitt að mörkum þar. Bestu kveðjur að austan, Ívar Ingimarsson Fótbolti KSÍ Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Hinn 44 ára gamli Ívar Ingimarsson hefur ákveðið að bjóða sig fram í stjórn KSÍ en ársþing sambandsins fer fram á Ásvöllum í Hafnafirði nú undir lok febrúarmánaðar. Mikið hefur mætt á sambandinu að undanförnu og reikna má með áhugaverðu þingi. Ívar er knattspyrnuunnendum hér á landi vel kunnugur enda lék hann 30 A-landsleiki frá árunum 1998-2007. Þá lék hann lengi vel sem atvinnumaður á Englandi en hann flutti utan árið 1999 og lauk ferlinum ekki fyrr en 2012. Hann lék við góðan orðstír hjá Reading en á ferli sínum ytra lék hann einnig með Torquay United, Brentford, Wolverhampton Wanderers, Brighton & Hove Albion og Ipswich Town. Tilkynningu Ívars má sjá hér að neðan. Það skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist þegar ákvarðanir varðandi KSÍ eru teknar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar KSÍ á aðildarþingi þess sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Mikilvægt er að börn og unglingar út um allt landi viti að það sé vel fylgst með þeim og leggi þau sig fram og sýni hæfileika eigi þau möguleika á að komast inn í yngri landslið sambandsins. Því er þarft að leita leiða til að efla enn frekar góða vinnu hæfileikamótunnar KSÍ. Halda þarf áfram þeirri vegferð að jafna út ferðakostnað liða, ekki síst er kemur að ferðalögum barna og unglinga. Slíkt þarf að gerast með aðkomu hins opinbera. Gríðarlega mikilvægt er að fá nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu en samhliða slíkri uppbyggingu verður að byggja upp betri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í öllum landsfjórðungum. Þannig styrkjum við grasrótina og stuðlum að heilbrigðu knattspyrnuumhverfi sem skilar okkur öflugri leikmönnum í félagslið og landslið. Til að landsliðin geti hámarkað árangur sinn þurfa þjálfarar, leikmenn og starfsmenn liðanna stuðning og rétt umgjörð, ég tel mig geta lagt mitt að mörkum þar. Bestu kveðjur að austan, Ívar Ingimarsson
Það skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist þegar ákvarðanir varðandi KSÍ eru teknar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar KSÍ á aðildarþingi þess sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Mikilvægt er að börn og unglingar út um allt landi viti að það sé vel fylgst með þeim og leggi þau sig fram og sýni hæfileika eigi þau möguleika á að komast inn í yngri landslið sambandsins. Því er þarft að leita leiða til að efla enn frekar góða vinnu hæfileikamótunnar KSÍ. Halda þarf áfram þeirri vegferð að jafna út ferðakostnað liða, ekki síst er kemur að ferðalögum barna og unglinga. Slíkt þarf að gerast með aðkomu hins opinbera. Gríðarlega mikilvægt er að fá nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu en samhliða slíkri uppbyggingu verður að byggja upp betri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í öllum landsfjórðungum. Þannig styrkjum við grasrótina og stuðlum að heilbrigðu knattspyrnuumhverfi sem skilar okkur öflugri leikmönnum í félagslið og landslið. Til að landsliðin geti hámarkað árangur sinn þurfa þjálfarar, leikmenn og starfsmenn liðanna stuðning og rétt umgjörð, ég tel mig geta lagt mitt að mörkum þar. Bestu kveðjur að austan, Ívar Ingimarsson
Fótbolti KSÍ Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira