Segir innbrotið um jólin hafa valdið fjölskyldunni mikilli skelfingu Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2022 15:31 Joao Cancelo og Daniela héldu upp á afmæli hinnar ungu Aliciu um jólin. INSTAGRAM/@danielalexmachado Portúgalinn Joao Cancelo er enn með áverka á andliti, og eiginkona hans og ung dóttir eru einnig að vinna úr því mikla áfalli þegar fjórir menn brutust inn á heimili þeirra þegar fjölskyldan var öll heima. Cancelo hefur farið á kostum með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vetur, og verður með City gegn Sporting Lissabon í heimalandi sínu í kvöld, í Meistaradeild Evrópu. Lífið utan vallar hefur hins vegar ekki verið auðvelt en Cancelo svaraði í gær spurningum um innbrotið á heimili fjölskyldunnar um síðustu jól. „Þetta var skelfilegt. Þetta gerði fjölskyldu mína algjörlega skelfingu lostna,“ sagði Cancelo. „Þær verðskulduðu ekki að þurfa að ganga í gegnum þetta. Svona er lífið. Þetta getur gerst,“ sagði Cancelo. Cancelo, sem er 27 ára gamall, reyndi að stöðva innbrotsþjófana, sem hann kallaði raggeitur á samfélagsmiðlum, en hlaut í staðinn áverka í andliti. Þjófarnir stálu öllum skartgripum á heimilinu. Sterkari eftir fyrri áföll „Það mikilvægasta er fjölskyldan mín og sem betur fer er í lagi með hana,“ skrifaði Cancelo á Instagram eftir innbrotið. „Eftir þær hindranir sem ég hef þurft að komast yfir í lífinu þá er þetta bara ein til viðbótar. Fastur fyrir og sterkur, eins og alltaf,“ skrifaði Cancelo. Hann var 18 ára gamall þegar móðir hans, Filomena, lést í bílslysi. Cancelo og bróðir hans, Pedro, voru einnig í bílnum en hlutu aðeins minni háttar áverka. Cancelo hefur síðan oft tileinkað árangur sinn Filomenu. Cancelo kom til City frá Juventus árið 2019 og varð Englandsmeistari í fyrra auk þess að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann stefnir á að hjálpa liðinu að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn en til þess þarf liðið að byrja á að slá Sporting Lissabon út og hefst fyrri leikur liðanna kl. 20 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Cancelo hefur farið á kostum með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vetur, og verður með City gegn Sporting Lissabon í heimalandi sínu í kvöld, í Meistaradeild Evrópu. Lífið utan vallar hefur hins vegar ekki verið auðvelt en Cancelo svaraði í gær spurningum um innbrotið á heimili fjölskyldunnar um síðustu jól. „Þetta var skelfilegt. Þetta gerði fjölskyldu mína algjörlega skelfingu lostna,“ sagði Cancelo. „Þær verðskulduðu ekki að þurfa að ganga í gegnum þetta. Svona er lífið. Þetta getur gerst,“ sagði Cancelo. Cancelo, sem er 27 ára gamall, reyndi að stöðva innbrotsþjófana, sem hann kallaði raggeitur á samfélagsmiðlum, en hlaut í staðinn áverka í andliti. Þjófarnir stálu öllum skartgripum á heimilinu. Sterkari eftir fyrri áföll „Það mikilvægasta er fjölskyldan mín og sem betur fer er í lagi með hana,“ skrifaði Cancelo á Instagram eftir innbrotið. „Eftir þær hindranir sem ég hef þurft að komast yfir í lífinu þá er þetta bara ein til viðbótar. Fastur fyrir og sterkur, eins og alltaf,“ skrifaði Cancelo. Hann var 18 ára gamall þegar móðir hans, Filomena, lést í bílslysi. Cancelo og bróðir hans, Pedro, voru einnig í bílnum en hlutu aðeins minni háttar áverka. Cancelo hefur síðan oft tileinkað árangur sinn Filomenu. Cancelo kom til City frá Juventus árið 2019 og varð Englandsmeistari í fyrra auk þess að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann stefnir á að hjálpa liðinu að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn en til þess þarf liðið að byrja á að slá Sporting Lissabon út og hefst fyrri leikur liðanna kl. 20 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira