Guðmundur á leiðinni til Álaborgar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2022 18:30 Guðmundur Þórarinsson í vináttulandsleik Íslands og Póllands á síðasta ári. Getty/Mateusz Slodkowski Íslenski landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson er lentur í Álaborg og mun skrifa undir samning við knattspyrnufélagið þar í bæ á næstu dögum. Frá þessu greindi fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason á Twitter-síðu sinni í dag. Samkvæmt færslu Ríkharðs, eða Rikka G eins og hann er nær alltaf kallaður, er hinn 29 ára gamli Guðmundur mættur til Danmerkur eftir veru sína í Bandaríkjunum. Hann er samningslaus eftir að hafa orðið meistari með New York City á síðustu leiktíð í MLS-deildinni. Gummi Tóta lentur í Álaborg og er á leið í viðræður og læknisskoðun hjá félaginu.— Rikki G (@RikkiGje) February 21, 2022 Guðmundur hefur verið að leita sér að liði og virðist nú vera á leið í dönsku úrvalsdeildina í annað sinn en hann lék með FC Nordsjælland tímabilið 2015 til 2016. Hvort hinn örvfætti Selfyssingur sé á leið til Danmerkur sem miðjumaður eða vinstri bakvörður er óvitað en hann hefur hægt og rólega færst sig aftar á völlinn með árunum. Hann hóf ferilinn með uppeldisfélagi sínu og lék til að mynda með því í efstu deild karla sumarið 2010. Þaðan lá leiðin til ÍBV og svo til Noregs eftir tímabilið 2012. Síðan þá hefur Guðmundur verið í atvinnumennsku og yrði Álaborg hans sjötta félag á þeim tíma. Hann fór frá ÍBV til Sarpsborg 08 í Noregi, þaðan lá leiðin til Nordsjælland í Danmörku áður en ferðinni var heitið til Noregs á nýjan leik, að þessu sinni var það Rosenborg sem keypti kauða. Ári síðar var Guðmundur kominn til Norrköping í Svíþjóð og svo til New York City í janúar 2020. Nú virðist allt benda til þess að hann sé á leið til Danmerkur á nýjan leik. Álaborg hefur komið verulega á óvart á leiktíðinni og vann til að mynda topplið Midtjylland 2-0 á útivelli er danska deildin fór af stað á nýjan leik eftir vetrarfrí. Liðið situr í 4. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 18 leiki, fimm stigum minna en topplið FC Kaupmannahöfn. Guðmundur hefur leikið 12 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, þar af fimm í síðustu undankeppni. Gætu leikirnir því orðið töluvert fleiri á næstu árum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Samkvæmt færslu Ríkharðs, eða Rikka G eins og hann er nær alltaf kallaður, er hinn 29 ára gamli Guðmundur mættur til Danmerkur eftir veru sína í Bandaríkjunum. Hann er samningslaus eftir að hafa orðið meistari með New York City á síðustu leiktíð í MLS-deildinni. Gummi Tóta lentur í Álaborg og er á leið í viðræður og læknisskoðun hjá félaginu.— Rikki G (@RikkiGje) February 21, 2022 Guðmundur hefur verið að leita sér að liði og virðist nú vera á leið í dönsku úrvalsdeildina í annað sinn en hann lék með FC Nordsjælland tímabilið 2015 til 2016. Hvort hinn örvfætti Selfyssingur sé á leið til Danmerkur sem miðjumaður eða vinstri bakvörður er óvitað en hann hefur hægt og rólega færst sig aftar á völlinn með árunum. Hann hóf ferilinn með uppeldisfélagi sínu og lék til að mynda með því í efstu deild karla sumarið 2010. Þaðan lá leiðin til ÍBV og svo til Noregs eftir tímabilið 2012. Síðan þá hefur Guðmundur verið í atvinnumennsku og yrði Álaborg hans sjötta félag á þeim tíma. Hann fór frá ÍBV til Sarpsborg 08 í Noregi, þaðan lá leiðin til Nordsjælland í Danmörku áður en ferðinni var heitið til Noregs á nýjan leik, að þessu sinni var það Rosenborg sem keypti kauða. Ári síðar var Guðmundur kominn til Norrköping í Svíþjóð og svo til New York City í janúar 2020. Nú virðist allt benda til þess að hann sé á leið til Danmerkur á nýjan leik. Álaborg hefur komið verulega á óvart á leiktíðinni og vann til að mynda topplið Midtjylland 2-0 á útivelli er danska deildin fór af stað á nýjan leik eftir vetrarfrí. Liðið situr í 4. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 18 leiki, fimm stigum minna en topplið FC Kaupmannahöfn. Guðmundur hefur leikið 12 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, þar af fimm í síðustu undankeppni. Gætu leikirnir því orðið töluvert fleiri á næstu árum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira