Hefur safnað 20 milljónum með söfnun dósa við vegi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. febrúar 2022 21:03 Guðni Guðmundsson, bóndi á Þverlæk, sem hefur safnað 20 milljónum króna á síðustu 17 árum með því að tína dósir og plastflöskur meðfram vegum á Suðurlandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Áttatíu og átta ára bóndi í Rangárvallasýslu hefur safnað 20 milljónum króna á síðustu sautján árum með því að safna dósum með fram vegum. Peningana hefur hann gefið til íþróttafélagsins í sveitinni, svo börnin geti æft íþróttir frítt. Hér erum við að tala um Guðna Guðmundsson, bónda á Þverlæk í Holtum í Rangárþingi ytra. Guðni er eldsprækur og í fanta formi, 88 ára gamall, enda heldur hann sér gangandi með því að ganga með fram vegum og tína dósir. Guðni er með aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér þar sem hann flokkar allt samviskusamlega áður hann fer með afraksturinn á endurvinnslustöð og fær peninginn. Íþróttafélagið Garpur í Holtum hefur fengið peningana, auk þess sem fimleikadeild Ungmennafélagsins Heklu hefur fengið líka peninga en barnabarnabörn Guðna æfa með félaginu. Guðni að flokka í bílskúrnum á Þverlæk.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta gengur vel og mér finnst þetta bara skemmtilegt starf. Ég er búin að safna um 20 milljónum á þessum 17 árum. Síðustu ár hafa þetta verið um 2 milljónir á ári. Ég reyni svo að vanda við með flokkun og talningu áður en ég fer afraksturinn á endurvinnslustöð,“ segir Guðni. Guðni segist ekki bara finna dósir og flöskur í vegköntum, sem fólk hefur hent út úr bílum sínum, nei, þar kennir margra grasa. Guðni heldur sér í mjög góðu formi með því að ganga með fram vegum og safna þar verðmætum í formi dósa og einnota plastumbúðum undan gosi.Fannar Freyr Magnússon „Já, já, ég finn verkfæri, skilríki og kort, bankakort, ökuskírteini og sums staðar liggja tjakkarnir. Og það hefur komið fyrir að ég hef fundið peningaseðla og nóg af húfum og vettlingum, það hef ég ekki þurft að kaupa þessi ár,“ segir Guðni og hlær. Guðni segist reyna að fara eitthvað út alla daga til að tína en síðustu vikur hafi þó verið erfiðar út af öllum snjónum. En hvað ætlar hann að tína lengi áfram? „Það er ekkert plan um það, bara á meðan ég get.“ En hyggst Guðni fara í aðra landshluta og tína? „Það væri skrambi gaman,“ segir hann og skellir upp úr. Guðni með pokann sinn, sem umbúðirnar fara í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Veistu um fleiri hvunndagshetjur eins og Guðna? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Rangárþing ytra Gosdrykkir Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira
Hér erum við að tala um Guðna Guðmundsson, bónda á Þverlæk í Holtum í Rangárþingi ytra. Guðni er eldsprækur og í fanta formi, 88 ára gamall, enda heldur hann sér gangandi með því að ganga með fram vegum og tína dósir. Guðni er með aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér þar sem hann flokkar allt samviskusamlega áður hann fer með afraksturinn á endurvinnslustöð og fær peninginn. Íþróttafélagið Garpur í Holtum hefur fengið peningana, auk þess sem fimleikadeild Ungmennafélagsins Heklu hefur fengið líka peninga en barnabarnabörn Guðna æfa með félaginu. Guðni að flokka í bílskúrnum á Þverlæk.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta gengur vel og mér finnst þetta bara skemmtilegt starf. Ég er búin að safna um 20 milljónum á þessum 17 árum. Síðustu ár hafa þetta verið um 2 milljónir á ári. Ég reyni svo að vanda við með flokkun og talningu áður en ég fer afraksturinn á endurvinnslustöð,“ segir Guðni. Guðni segist ekki bara finna dósir og flöskur í vegköntum, sem fólk hefur hent út úr bílum sínum, nei, þar kennir margra grasa. Guðni heldur sér í mjög góðu formi með því að ganga með fram vegum og safna þar verðmætum í formi dósa og einnota plastumbúðum undan gosi.Fannar Freyr Magnússon „Já, já, ég finn verkfæri, skilríki og kort, bankakort, ökuskírteini og sums staðar liggja tjakkarnir. Og það hefur komið fyrir að ég hef fundið peningaseðla og nóg af húfum og vettlingum, það hef ég ekki þurft að kaupa þessi ár,“ segir Guðni og hlær. Guðni segist reyna að fara eitthvað út alla daga til að tína en síðustu vikur hafi þó verið erfiðar út af öllum snjónum. En hvað ætlar hann að tína lengi áfram? „Það er ekkert plan um það, bara á meðan ég get.“ En hyggst Guðni fara í aðra landshluta og tína? „Það væri skrambi gaman,“ segir hann og skellir upp úr. Guðni með pokann sinn, sem umbúðirnar fara í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Veistu um fleiri hvunndagshetjur eins og Guðna? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Rangárþing ytra Gosdrykkir Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira