Gerrard, Eiður og Messi nefndir í verstu skiptingum sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 14:00 Steven Gerrard náði sér í rautt spjald á 38 sekúndum í leik gegn Manchester United á lokatímabili sínu með Liverpool. Getty/John Powell Í tilefni innkomu Kepa Arrizabalaga í úrslitaleik enska deildabikarsins í fótbolta fóru strákarnir í Þungavigtinni yfir nokkrar af allra verstu skiptingum sögunnar. Kepa var skipt inn á í mark Chelsea fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Liverpool en varði svo ekki neina af ellefu spyrnum Liverpool og skaut yfir úr sinni spyrnu, sem þar með tryggði Liverpool titilinn. Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá nokkrar af verst heppnuðu skiptingum allra tíma en brot úr þættinum er hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Verstu skiptingar sögunnar Á meðal slíkra skiptinga er þegar Steven Gerrard kom inn á í hálfleik fyrir Liverpool í síðasta leik sínum gegn Manchester United, árið 2015. Aðeins 38 sekúndur liðu áður en Gerrard hafði náð sér í rautt spjald. Lionel Messi fékk einnig rautt spjald eftir að hafa komið inn á, í fyrsta landsleik sínum fyrir Argentínu, fyrir að slá til leikmanns Ungverjalands. Hann óttaðist að fá aldrei aftur að spila fyrir landsliðið. Þegar José Mourinho var upp á sitt besta sem stjóri Chelsea, árið 2005, nýtti hann allar þrjár skiptingar sínar í hálfleik í bikarleik gegn Newcastle og setti Eið Smára Guðjohnsen, Damien Duff og Frank Lampard inn á. Chelsea-menn enduðu leikinn þremur mönnum færri vegna meiðsla og rauðs spjalds markvarðarins Carlos Cudicini. Á meðal fleiri afar misheppnaðra skiptinga má einnig nefna þegar Simone Zaza var settur inn á til að taka víti fyrir Ítalíu í 8-liða úrslitum gegn Þýskalandi og klúðraði eftir mjög athyglisvert tilhlaup eins og sjá má að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar. Þungavigtin Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ungfrú heimur kemur Kepa til varnar Kærasta Kepas Arrizabalaga tók til varna fyrir sinn mann eftir tap Chelsea fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik deildabikarsins. 2. mars 2022 07:31 Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Kepa var skipt inn á í mark Chelsea fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Liverpool en varði svo ekki neina af ellefu spyrnum Liverpool og skaut yfir úr sinni spyrnu, sem þar með tryggði Liverpool titilinn. Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá nokkrar af verst heppnuðu skiptingum allra tíma en brot úr þættinum er hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Verstu skiptingar sögunnar Á meðal slíkra skiptinga er þegar Steven Gerrard kom inn á í hálfleik fyrir Liverpool í síðasta leik sínum gegn Manchester United, árið 2015. Aðeins 38 sekúndur liðu áður en Gerrard hafði náð sér í rautt spjald. Lionel Messi fékk einnig rautt spjald eftir að hafa komið inn á, í fyrsta landsleik sínum fyrir Argentínu, fyrir að slá til leikmanns Ungverjalands. Hann óttaðist að fá aldrei aftur að spila fyrir landsliðið. Þegar José Mourinho var upp á sitt besta sem stjóri Chelsea, árið 2005, nýtti hann allar þrjár skiptingar sínar í hálfleik í bikarleik gegn Newcastle og setti Eið Smára Guðjohnsen, Damien Duff og Frank Lampard inn á. Chelsea-menn enduðu leikinn þremur mönnum færri vegna meiðsla og rauðs spjalds markvarðarins Carlos Cudicini. Á meðal fleiri afar misheppnaðra skiptinga má einnig nefna þegar Simone Zaza var settur inn á til að taka víti fyrir Ítalíu í 8-liða úrslitum gegn Þýskalandi og klúðraði eftir mjög athyglisvert tilhlaup eins og sjá má að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar.
Þungavigtin Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ungfrú heimur kemur Kepa til varnar Kærasta Kepas Arrizabalaga tók til varna fyrir sinn mann eftir tap Chelsea fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik deildabikarsins. 2. mars 2022 07:31 Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Ungfrú heimur kemur Kepa til varnar Kærasta Kepas Arrizabalaga tók til varna fyrir sinn mann eftir tap Chelsea fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik deildabikarsins. 2. mars 2022 07:31
Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32