Amanda Staveley hjá Newcastle: Ósanngjarnt að Roman verði að selja Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2022 15:30 Roman Abramovich sést hér fylgjast með Chelsea spila í eigandasvítunni á Stamford Bridge. Fljótlega fær einhver annar lyklavöldin. AP/Matt Dunham Innrás Rússa í Úkraínu mun breyta landslagi ensku úrvalsdeildarinnar til framtíðar því einn farsælasti eigandinn í deildinni hefur verið þvingaður til að selja félagið sitt. Þar erum við auðvitað að tala um Roman Abramovich, eiganda Chelsea. Amanda Staveley er einn af eigendum enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United en eigandahópur með hana innanborðs eignaðist félagið í vetur. Amanda hefur nú stigið fram og tjáð sig um væntanlega sölu Rússans Roman Abramovich á Chelsea. Hún kemur Roman þar til varnar. Hinn 55 ára gamli Roman Abramovich hefur átt Chelsea frá árinu 2003 og félagið hefur unnið sautján stóra titla á þessum tíma þar á meðal Meistaradeildina tvisvar og enska meistaratitilinn fimm sinnum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Abramovich hefur neitað því sjálfur að vera vel tengdur Vladímír Pútín Rússlandsforseta en öðru halda erlendir fjölmiðlar og bresk stjórnvöld fram. Breska ríkisstjórnin hefur kallað eftir refsiaðgerðum gegn þeim ríku Rússum sem eiga eigur í Bretlandi eftir innrás Rússa í Úkraínu. Roman er ofarlega í þeim hópi og á endanum tilkynnti hann það á miðvikudaginn að hann myndi selja Chelsea. „Ég er mjög leið yfir því að einhver sé að missa fótboltafélagið sitt vegna tengsla sinna við einhvern. Ég tel að það sé ekki sanngjarnt ef ég segi alveg eins og er. Við verðum samt öll að bera ábyrgð á okkar samböndum,“ sagði Amanda Staveley. Staveley hefur líka ítrekað það að fjárfestingarsjóðurinn frá Sádí Arabíu sem á áttatíu prósent í Newcastle sé með sitt sjálfstæði frá stjórnvöldum í landinu. Þau eignuðust ekki félagið nema að setja það í samninginn að stjórnvöld í Sádí Arabíu myndu ekki stjórna félaginu. „Eitt sem var gott við það að það tók okkur fjögur ár að kaupa Newcastle er að við fengum gott tækifæri til að skoða öll félög og þar á meðal Chelsea. Chelsea er yndislegt félag en það var bara eitt félag fyrir okkur og það verður alltaf bara eitt félag fyrir okkur,“ sagði Staveley. Newcastle var í slæmum málum í fallsæti en hefur nú komið sér upp í fjórtánda sæti eftir frábæran febrúarmánuð. „Við erum hrifin af þeirri áskorun að taka við liði í tuttugasta sæti og koma því alla leið á toppinn,“ sagði Staveley. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Amanda Staveley er einn af eigendum enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United en eigandahópur með hana innanborðs eignaðist félagið í vetur. Amanda hefur nú stigið fram og tjáð sig um væntanlega sölu Rússans Roman Abramovich á Chelsea. Hún kemur Roman þar til varnar. Hinn 55 ára gamli Roman Abramovich hefur átt Chelsea frá árinu 2003 og félagið hefur unnið sautján stóra titla á þessum tíma þar á meðal Meistaradeildina tvisvar og enska meistaratitilinn fimm sinnum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Abramovich hefur neitað því sjálfur að vera vel tengdur Vladímír Pútín Rússlandsforseta en öðru halda erlendir fjölmiðlar og bresk stjórnvöld fram. Breska ríkisstjórnin hefur kallað eftir refsiaðgerðum gegn þeim ríku Rússum sem eiga eigur í Bretlandi eftir innrás Rússa í Úkraínu. Roman er ofarlega í þeim hópi og á endanum tilkynnti hann það á miðvikudaginn að hann myndi selja Chelsea. „Ég er mjög leið yfir því að einhver sé að missa fótboltafélagið sitt vegna tengsla sinna við einhvern. Ég tel að það sé ekki sanngjarnt ef ég segi alveg eins og er. Við verðum samt öll að bera ábyrgð á okkar samböndum,“ sagði Amanda Staveley. Staveley hefur líka ítrekað það að fjárfestingarsjóðurinn frá Sádí Arabíu sem á áttatíu prósent í Newcastle sé með sitt sjálfstæði frá stjórnvöldum í landinu. Þau eignuðust ekki félagið nema að setja það í samninginn að stjórnvöld í Sádí Arabíu myndu ekki stjórna félaginu. „Eitt sem var gott við það að það tók okkur fjögur ár að kaupa Newcastle er að við fengum gott tækifæri til að skoða öll félög og þar á meðal Chelsea. Chelsea er yndislegt félag en það var bara eitt félag fyrir okkur og það verður alltaf bara eitt félag fyrir okkur,“ sagði Staveley. Newcastle var í slæmum málum í fallsæti en hefur nú komið sér upp í fjórtánda sæti eftir frábæran febrúarmánuð. „Við erum hrifin af þeirri áskorun að taka við liði í tuttugasta sæti og koma því alla leið á toppinn,“ sagði Staveley.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira