Nýr stjóri Leeds: Ted Lasso þættirnir eru ekki að hjálpa okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2022 11:30 Jesse Marsch stýrir Leeds United í fyrsta sinn um helgina. EPA-EFE/FILIP SINGER Jesse Marsch er nýtekinn við knattspyrnustjórastarfi Leeds United eftir að Marcelo Bielsa var rekinn. Þessi bandaríski stjóri segist eins og aðrir landar hans í þjálfun þurfa að glíma við fordóma gagnvart bandarískum knattspyrnuþjálfurum. Marsch er 48 ára gamall og skrifaði undir samning við Leeds til júní 2025. Hann lék alla tíð sem leikmaður í Bandaríkjunum og hóf þjálfaraferil sinn þar en hefur verið í Evrópu frá 2019. Á sínum fyrsta blaðamannafundi þá talaði Marsch um að það væri í raun smánarblettur á knattspyrnuþjálfurum þegar fólk vissi að þeir kæmu frá Bandaríkjunum. Aðalástæðan er sá menningarlegur munur á gildi þessara tveggja íþrótta sitt hvorum megin við Atlantshafið þó að fótboltinn sé alltaf í sókn í Bandaríkjunum. Jesse Marsch thinks that Ted Lasso hasn't helped American coaches find work in England pic.twitter.com/sM9b2wZoEU— ESPN FC (@ESPNFC) March 3, 2022 Það eru samt ekki margir stjórar sem fara að tala um sjónvarpsþætti á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni en það gerði einmitt Jesse Marsch. „Ég held að það sé líklega smánarblettur á bandarískum þjálfurum og ég er ekki viss um að Ted Lasso þættirnir hafi hjálpað okkur mikið. Ég hef reyndar ekki horft á þættina en ég skil það,“ sagði Jesse Marsch. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=3u7EIiohs6U">watch on YouTube</a> Í Ted Lasso þáttunum kemur þjálfari úr ameríska fótboltanum til Bretlands og tekur við ensku knattspyrnuliði. „Fólk hatar að heyra orðið soccer. Ég hef notað orðið fótbolti síðan ég varð atvinnumaður í fótbolta. Hægt og rólega er fólk í Bandaríkjunum að aðlaga sig að því hvað fótbolti er í þessu landi hér og tengingu hans og ensku úrvalsdeildarinnar við þjóðarsálina,“ sagði Marsch. Marsch vann tvo meistaratitla sem þjálfari FC Salzburg í Austurríki en var rekinn sem stjóri RB Leipzig í desember síðastliðnum eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. "That sounds like Ted Lasso from what I've heard." Jesse Marsch jokes that Ted Lasso didn't help American managers like himself pic.twitter.com/ChTtAG4pgf— Football Daily (@footballdaily) March 3, 2022 „Ég get skilið það að fólk telji ekki okkur amerísku þjálfarana hafa reynsluna sem menn ná sér í hér í Evrópu. Ef ég segi eins og er þá er það rétt. Það var ástæðan fyrir því að ég kom til Evrópu. Það var ástæðan fyrir því að ég lærði þýsku. Það var ástæðan að ég aðlagaðist annarri menningu. Þetta verður fimmta landið sem ég þjálfa í,“ sagði Marsch. „Það tekur mig út úr þægindarammanum í hvert skipti. Þetta er alltaf áskorun fyrir mig að vaxa, að þróa mig og að læra nýja hluti. Ég er mjög opin fyrir því og geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekki fullkominn. Ég vil heldur ekki vera það,“ sagði Marsch. „Það sem ég get sagt er að eina leiðin fyrir mig er að gera allt af fullum krafti og gefa allt sem ég á, að trúa á sjálfan mig sem og á fólkið sem ég vinn með. Með því reyni ég að ná því mesta úr öllum á hverjum degi. Ég hef komist að því að með því getur mannsandi komið þér mikið á óvart sem og hvað þú getur afrekað,“ sagði Marsch og það var stutt í grínið. „Svo að það hljómar svolítið eins og Ted Lasso miðað við það sem ég hef heyrt,“ sagði Marsch léttur. "People hate hearing the word soccer, I've used the word football since I was a professional football player," the new Leeds boss said.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 3, 2022 Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Marsch er 48 ára gamall og skrifaði undir samning við Leeds til júní 2025. Hann lék alla tíð sem leikmaður í Bandaríkjunum og hóf þjálfaraferil sinn þar en hefur verið í Evrópu frá 2019. Á sínum fyrsta blaðamannafundi þá talaði Marsch um að það væri í raun smánarblettur á knattspyrnuþjálfurum þegar fólk vissi að þeir kæmu frá Bandaríkjunum. Aðalástæðan er sá menningarlegur munur á gildi þessara tveggja íþrótta sitt hvorum megin við Atlantshafið þó að fótboltinn sé alltaf í sókn í Bandaríkjunum. Jesse Marsch thinks that Ted Lasso hasn't helped American coaches find work in England pic.twitter.com/sM9b2wZoEU— ESPN FC (@ESPNFC) March 3, 2022 Það eru samt ekki margir stjórar sem fara að tala um sjónvarpsþætti á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni en það gerði einmitt Jesse Marsch. „Ég held að það sé líklega smánarblettur á bandarískum þjálfurum og ég er ekki viss um að Ted Lasso þættirnir hafi hjálpað okkur mikið. Ég hef reyndar ekki horft á þættina en ég skil það,“ sagði Jesse Marsch. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=3u7EIiohs6U">watch on YouTube</a> Í Ted Lasso þáttunum kemur þjálfari úr ameríska fótboltanum til Bretlands og tekur við ensku knattspyrnuliði. „Fólk hatar að heyra orðið soccer. Ég hef notað orðið fótbolti síðan ég varð atvinnumaður í fótbolta. Hægt og rólega er fólk í Bandaríkjunum að aðlaga sig að því hvað fótbolti er í þessu landi hér og tengingu hans og ensku úrvalsdeildarinnar við þjóðarsálina,“ sagði Marsch. Marsch vann tvo meistaratitla sem þjálfari FC Salzburg í Austurríki en var rekinn sem stjóri RB Leipzig í desember síðastliðnum eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. "That sounds like Ted Lasso from what I've heard." Jesse Marsch jokes that Ted Lasso didn't help American managers like himself pic.twitter.com/ChTtAG4pgf— Football Daily (@footballdaily) March 3, 2022 „Ég get skilið það að fólk telji ekki okkur amerísku þjálfarana hafa reynsluna sem menn ná sér í hér í Evrópu. Ef ég segi eins og er þá er það rétt. Það var ástæðan fyrir því að ég kom til Evrópu. Það var ástæðan fyrir því að ég lærði þýsku. Það var ástæðan að ég aðlagaðist annarri menningu. Þetta verður fimmta landið sem ég þjálfa í,“ sagði Marsch. „Það tekur mig út úr þægindarammanum í hvert skipti. Þetta er alltaf áskorun fyrir mig að vaxa, að þróa mig og að læra nýja hluti. Ég er mjög opin fyrir því og geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekki fullkominn. Ég vil heldur ekki vera það,“ sagði Marsch. „Það sem ég get sagt er að eina leiðin fyrir mig er að gera allt af fullum krafti og gefa allt sem ég á, að trúa á sjálfan mig sem og á fólkið sem ég vinn með. Með því reyni ég að ná því mesta úr öllum á hverjum degi. Ég hef komist að því að með því getur mannsandi komið þér mikið á óvart sem og hvað þú getur afrekað,“ sagði Marsch og það var stutt í grínið. „Svo að það hljómar svolítið eins og Ted Lasso miðað við það sem ég hef heyrt,“ sagði Marsch léttur. "People hate hearing the word soccer, I've used the word football since I was a professional football player," the new Leeds boss said.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 3, 2022
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn