„Mér leið illa og þeir gátu hlustað á mig röfla“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2022 11:01 Örn greindist fyrir tveimur árum en er í dag lyfjalaus. Það er kominn mars sem þýðir að mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum, er hafið. Karlar eru ekki eins duglegir að sinna þessum málum og konur. Örn Sævar Rósinkransson er 63 ára tveggja barna faðir og afi, en í gær fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra söguna hans í Íslandi í dag. Örn er fráskilin og bæði börnin hans búa erlendis og stóð hann því nokkuð einn þegar hann greindist með krabbamein fyrir tveimur árum en fyrst fór hann að finna fyrir verkjum í bak. „Ég held að þetta sé tognun því ég dansa ofboðslega mikið. Ég meðhöndla hana og losna því við bólguna þar í kring. Svo þegar ég fer að ýta á þetta og þetta var það aumt að ég gat varla komið við þetta, fór ég strax til læknis,“ segir Örn sem var í framhaldinu sendur í sneiðmyndatöku, blóðsýni tekið og innan fjögurra daga var komin greining. Um var að ræða mergæxli. „Ég hélt að þetta væri dauðadómur og fór að hugsa út í líf mitt. Ég er sáttur með krakkana og sáttur með það sem ég er búinn að gera í lífinu og alveg tilbúinn að fara.“ Þarna vissi hann ekki að lífslíkur væru mun betri en flesta grunar. Þegar Örn fór síðan til læknis fékk hann að vita að hægt væri að halda meininu niðri með lyfjagjöf en meinið væri samt sem áður ólæknandi. Þurfti að dreifa orkunni „Eftir að ég fór svona niður andlega fékk maður í raun bara góðar fréttir eftir það. Ég átti að fara í fjóra til sex mánuði í meðferð. Á þessum tíma var líðan mjög mismunandi, ég var veikur, ég varð hress og sterarnir ná manni upp úr öllu valdi. Síðan dettur maður niður. Þetta er orkuflæði sem maður þarf að hugsa mikið um til að hafa orku út alla vikuna. Ég fékk stera á mánudögum og það var frábær dagur, svo var þriðjudagurinn allt í lagi en svo á föstudeginum ertu kominn niður. Þú þarft að deila orkunni þinni,“ segir Örn sem reyndi alltaf að fara í ræktina þegar honum leið sem best í gegnum ferlið. Hann segir að karlmenn á hans aldri séu of lélegir í því að opna sig um svona mál. Hann fór alveg þveröfuga leið og vildi ræða málin við alla og sérstaklega við vini sína. „Staðan mín í dag er að ég er alveg lyfjalaus en ég þarf að vera í stöðugu tékki. Ég fer mánaðarlega í skoðun og svo stjórnar læknirinn minn hversu oft hann skoðar mig í framhaldinu.“ Örn segist eiga alveg einstakan vinahóp. „Þeir voru alltaf að bjóðast til að fara út í búð fyrir mig og hvað eina. En það mesta sem þeir gerðu fyrir mig var að vera í símanum. Mér leið illa og þeir gátu hlustað á mig röfla. Þetta var mesta hjálpin sem ég fékk,“ segir Örn en börnin hann voru bæði stödd erlendis og hann í meðferð í miðjum heimsfaraldri. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Örn Sævar Rósinkransson er 63 ára tveggja barna faðir og afi, en í gær fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra söguna hans í Íslandi í dag. Örn er fráskilin og bæði börnin hans búa erlendis og stóð hann því nokkuð einn þegar hann greindist með krabbamein fyrir tveimur árum en fyrst fór hann að finna fyrir verkjum í bak. „Ég held að þetta sé tognun því ég dansa ofboðslega mikið. Ég meðhöndla hana og losna því við bólguna þar í kring. Svo þegar ég fer að ýta á þetta og þetta var það aumt að ég gat varla komið við þetta, fór ég strax til læknis,“ segir Örn sem var í framhaldinu sendur í sneiðmyndatöku, blóðsýni tekið og innan fjögurra daga var komin greining. Um var að ræða mergæxli. „Ég hélt að þetta væri dauðadómur og fór að hugsa út í líf mitt. Ég er sáttur með krakkana og sáttur með það sem ég er búinn að gera í lífinu og alveg tilbúinn að fara.“ Þarna vissi hann ekki að lífslíkur væru mun betri en flesta grunar. Þegar Örn fór síðan til læknis fékk hann að vita að hægt væri að halda meininu niðri með lyfjagjöf en meinið væri samt sem áður ólæknandi. Þurfti að dreifa orkunni „Eftir að ég fór svona niður andlega fékk maður í raun bara góðar fréttir eftir það. Ég átti að fara í fjóra til sex mánuði í meðferð. Á þessum tíma var líðan mjög mismunandi, ég var veikur, ég varð hress og sterarnir ná manni upp úr öllu valdi. Síðan dettur maður niður. Þetta er orkuflæði sem maður þarf að hugsa mikið um til að hafa orku út alla vikuna. Ég fékk stera á mánudögum og það var frábær dagur, svo var þriðjudagurinn allt í lagi en svo á föstudeginum ertu kominn niður. Þú þarft að deila orkunni þinni,“ segir Örn sem reyndi alltaf að fara í ræktina þegar honum leið sem best í gegnum ferlið. Hann segir að karlmenn á hans aldri séu of lélegir í því að opna sig um svona mál. Hann fór alveg þveröfuga leið og vildi ræða málin við alla og sérstaklega við vini sína. „Staðan mín í dag er að ég er alveg lyfjalaus en ég þarf að vera í stöðugu tékki. Ég fer mánaðarlega í skoðun og svo stjórnar læknirinn minn hversu oft hann skoðar mig í framhaldinu.“ Örn segist eiga alveg einstakan vinahóp. „Þeir voru alltaf að bjóðast til að fara út í búð fyrir mig og hvað eina. En það mesta sem þeir gerðu fyrir mig var að vera í símanum. Mér leið illa og þeir gátu hlustað á mig röfla. Þetta var mesta hjálpin sem ég fékk,“ segir Örn en börnin hann voru bæði stödd erlendis og hann í meðferð í miðjum heimsfaraldri. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira