Guardiola: Man. City óttast ekki ensku liðin í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2022 10:00 Pep Guardiola ræðir hér við táninginn James McAtee sem fékk að spreyta sig í Meistaradeildinni í gær. AP/Dave Thompson Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir lið sitt ekki óttast það að mæta liði úr ensku úrvalsdeildinni þegar dregið verður í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Manchester City hefur verið slegið út úr Meistaradeildinni af ensku liði þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. City-menn fóru örugglega áfram í átta liða úrslitin þrátt fyrir markalaust jafntefli á móti Sporting Lissabon í gær þökk sé 5-0 stórsigri í fyrri leiknum í Portúgal. Þetta er fimmta árið í röð sem City fer svo langt í keppninni. REPORT: Manchester City are through to a 5th straight Champions League quarter-final after a 0-0 draw with Sporting CP confirmed a 5-0 aggregate triumph...#UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 9, 2022 Liverpool verður einnig í hattinum og þar gætu líka verið lið Manchester United og Chelsea ef þeim tekst að slá út Atletico Madrid og Lille í næstu viku. Manchester City tapaði á móti Liverpool 2018, á móti Tottenham 2019 og svo í úrslitaleiknum á móti Chelsea í fyrra. Guardiola var spurður um það á blaðamannafundi hvort hann vildi forðast það að mæta ensku liði í átta liða úrslitunum. „Ég myndi segja nei,“ sagði Pep Guardiola en ESPN sagði frá. „Þetta er erfitt fyrir þau og fyrir okkur líka. Þetta er líka erfitt fyrir liðin frá öðrum löndum,“ sagði Guardiola. Through to the last 8 #ManCity #UCL pic.twitter.com/0gs3zbpmQY— Manchester City (@ManCity) March 9, 2022 „Við erum komnir í átta liða úrslit og munum undirbúa okkur vel. Við sjáum síðan á föstudaginn í næstu viku hverjum við lendum á móti. Það er heiður að vera kominn svo langt því mörg mikilvæg félög eru úr leik,“ sagði Guardiola. Fjögur lið eru komin áfram því auk Manchester City og Liverpool eru Bayern Münhcen og Real Madrid líka búin að tryggja það að þau verða í hattinum þegar dregið verður eftir rúma viku. „Þessi fjögur lið sem eru þegar komin áfram eru alls ekki slæm. Nú erum við aftur komnir í átta liða úrslitin með átta bestu liðum Evrópu. Ég hef lært að njóta slíkra stunda. Ég fagna þeim því ég veit hversu erfitt þetta er. Það er erfitt að komast í gegnum alla mótherja,“ sagði Guardiola. „Nú er kominn tími á að óska öllum til hamingju, einbeita okkur að ensku úrvalsdeildinni og svo munum við sjá í næstu viku hvaða lið kemur upp úr pottinum,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira
Manchester City hefur verið slegið út úr Meistaradeildinni af ensku liði þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. City-menn fóru örugglega áfram í átta liða úrslitin þrátt fyrir markalaust jafntefli á móti Sporting Lissabon í gær þökk sé 5-0 stórsigri í fyrri leiknum í Portúgal. Þetta er fimmta árið í röð sem City fer svo langt í keppninni. REPORT: Manchester City are through to a 5th straight Champions League quarter-final after a 0-0 draw with Sporting CP confirmed a 5-0 aggregate triumph...#UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 9, 2022 Liverpool verður einnig í hattinum og þar gætu líka verið lið Manchester United og Chelsea ef þeim tekst að slá út Atletico Madrid og Lille í næstu viku. Manchester City tapaði á móti Liverpool 2018, á móti Tottenham 2019 og svo í úrslitaleiknum á móti Chelsea í fyrra. Guardiola var spurður um það á blaðamannafundi hvort hann vildi forðast það að mæta ensku liði í átta liða úrslitunum. „Ég myndi segja nei,“ sagði Pep Guardiola en ESPN sagði frá. „Þetta er erfitt fyrir þau og fyrir okkur líka. Þetta er líka erfitt fyrir liðin frá öðrum löndum,“ sagði Guardiola. Through to the last 8 #ManCity #UCL pic.twitter.com/0gs3zbpmQY— Manchester City (@ManCity) March 9, 2022 „Við erum komnir í átta liða úrslit og munum undirbúa okkur vel. Við sjáum síðan á föstudaginn í næstu viku hverjum við lendum á móti. Það er heiður að vera kominn svo langt því mörg mikilvæg félög eru úr leik,“ sagði Guardiola. Fjögur lið eru komin áfram því auk Manchester City og Liverpool eru Bayern Münhcen og Real Madrid líka búin að tryggja það að þau verða í hattinum þegar dregið verður eftir rúma viku. „Þessi fjögur lið sem eru þegar komin áfram eru alls ekki slæm. Nú erum við aftur komnir í átta liða úrslitin með átta bestu liðum Evrópu. Ég hef lært að njóta slíkra stunda. Ég fagna þeim því ég veit hversu erfitt þetta er. Það er erfitt að komast í gegnum alla mótherja,“ sagði Guardiola. „Nú er kominn tími á að óska öllum til hamingju, einbeita okkur að ensku úrvalsdeildinni og svo munum við sjá í næstu viku hvaða lið kemur upp úr pottinum,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira