Allra síðasti séns í dag að fá EM-miða í stuðningsmannahólf íslenska liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 09:30 Berglind Björg Þorvaldóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagna marki gegn Tékklandi í október Vísir/Hulda Margrét Miðar á EM-leiki íslensku stelpnanna á móti gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester hafa selst fljótt upp en í dag er síðasti möguleikinn á að ná sér í svokallaða DOTTIR miða á EM 2022. Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni á sitt fjórða Evrópumót í röð og það er mikill áhugi á ungu og spennandi íslensku liði í sumar. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því að síðustu miðarnir í stuðningsmannahólf íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi fari í sölu klukkan tíu í dag. Miðasala í stuðningsmannahólf þátttökuliðanna hófst síðastliðið haust í glugga sem stóð frá lokum október og inn í miðjan nóvember. Þar fengu stuðningsmenn Íslands tækifæri til að kaupa svokallaða DOTTIR-miða - í stuðningsmannahólf íslenska liðsins. DOTTIR miðar á fyrstu tvo leikina - gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester - seldust fljótt upp. Í nóvember var síðan hundrað DOTTIR-miðum á leikina bætt í sölu, og aftur seldust þeir hratt upp. UEFA hefur nú útvegað fleiri DOTTIR-miða í sölu til stuðningsmanna Íslands en þetta eru miðar sem losna af ýmsum ástæðum í lokaundirbúningi og skipulagi mótsins. Um er að ræða 200-300 DOTTIR-miða á hvern og einn af leikjunum þremur í riðlakeppninni, og getur hver kaupandi keypt allt að tíu miða á hvern leik. Sala á þessum DOTTIR-miðum opnar á miðasöluvef UEFA í dag klukkan 10.00 og lokar föstudaginn 18. mars klukkan 10.00. Lokagluggi almennrar miðasölu opnar síðan á miðasöluvef UEFA 28. mars og rétt er að geta þess að enn eru almennir miðar lausir á síðasta leik íslenska liðsins í riðlinum, gegn Frakklandi í Rotherham. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Hér að neðan má sjá leiðbeiningar um hvernig DOTTIR miðar eru keyptir. Fyrsta skrefið er að búa til notandaaðgang að miðasöluvef UEFA - fylgið síðan leiðbeiningunum hér að neðan. Kaupa DOTTIR miða á leiki Íslands á EM 2022 (opnar 16. mars kl. 10:00) Leið 1: Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Leið 2 (ef þú lendir í vandræðum með leið 1): Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Smellið á notandanafnið ykkar efst hægra megin á síðunni (ekki slá inn kóða á þessari síðu, heldur á þeirri næstu). Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Öll miðasala á keppnina fer í gegnum UEFA og á vef UEFA er að finna svör við algengum spurningum. Vinsamlegast athugið að KSÍ hefur enga leið til að aðstoða við miðakaupin. - Miðasöluvefur UEFA: www.uefa.com/womenseuro/ticketing/#/) Algengar spurningar og svör: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us) Fyrirspurnir til UEFA um miðasöluna: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us/requests/new) EM 2022 í Englandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni á sitt fjórða Evrópumót í röð og það er mikill áhugi á ungu og spennandi íslensku liði í sumar. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því að síðustu miðarnir í stuðningsmannahólf íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi fari í sölu klukkan tíu í dag. Miðasala í stuðningsmannahólf þátttökuliðanna hófst síðastliðið haust í glugga sem stóð frá lokum október og inn í miðjan nóvember. Þar fengu stuðningsmenn Íslands tækifæri til að kaupa svokallaða DOTTIR-miða - í stuðningsmannahólf íslenska liðsins. DOTTIR miðar á fyrstu tvo leikina - gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester - seldust fljótt upp. Í nóvember var síðan hundrað DOTTIR-miðum á leikina bætt í sölu, og aftur seldust þeir hratt upp. UEFA hefur nú útvegað fleiri DOTTIR-miða í sölu til stuðningsmanna Íslands en þetta eru miðar sem losna af ýmsum ástæðum í lokaundirbúningi og skipulagi mótsins. Um er að ræða 200-300 DOTTIR-miða á hvern og einn af leikjunum þremur í riðlakeppninni, og getur hver kaupandi keypt allt að tíu miða á hvern leik. Sala á þessum DOTTIR-miðum opnar á miðasöluvef UEFA í dag klukkan 10.00 og lokar föstudaginn 18. mars klukkan 10.00. Lokagluggi almennrar miðasölu opnar síðan á miðasöluvef UEFA 28. mars og rétt er að geta þess að enn eru almennir miðar lausir á síðasta leik íslenska liðsins í riðlinum, gegn Frakklandi í Rotherham. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Hér að neðan má sjá leiðbeiningar um hvernig DOTTIR miðar eru keyptir. Fyrsta skrefið er að búa til notandaaðgang að miðasöluvef UEFA - fylgið síðan leiðbeiningunum hér að neðan. Kaupa DOTTIR miða á leiki Íslands á EM 2022 (opnar 16. mars kl. 10:00) Leið 1: Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Leið 2 (ef þú lendir í vandræðum með leið 1): Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Smellið á notandanafnið ykkar efst hægra megin á síðunni (ekki slá inn kóða á þessari síðu, heldur á þeirri næstu). Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Öll miðasala á keppnina fer í gegnum UEFA og á vef UEFA er að finna svör við algengum spurningum. Vinsamlegast athugið að KSÍ hefur enga leið til að aðstoða við miðakaupin. - Miðasöluvefur UEFA: www.uefa.com/womenseuro/ticketing/#/) Algengar spurningar og svör: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us) Fyrirspurnir til UEFA um miðasöluna: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us/requests/new)
Kaupa DOTTIR miða á leiki Íslands á EM 2022 (opnar 16. mars kl. 10:00) Leið 1: Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Leið 2 (ef þú lendir í vandræðum með leið 1): Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Smellið á notandanafnið ykkar efst hægra megin á síðunni (ekki slá inn kóða á þessari síðu, heldur á þeirri næstu). Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Öll miðasala á keppnina fer í gegnum UEFA og á vef UEFA er að finna svör við algengum spurningum. Vinsamlegast athugið að KSÍ hefur enga leið til að aðstoða við miðakaupin. - Miðasöluvefur UEFA: www.uefa.com/womenseuro/ticketing/#/) Algengar spurningar og svör: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us) Fyrirspurnir til UEFA um miðasöluna: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us/requests/new)
EM 2022 í Englandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira