Paul Pogba: Versta martröð fjölskyldunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2022 08:01 Paul Pogba faðmar markmann sinn David de Gea í leik Manchester United á dögunum. Getty/Simon Stacpoole/ Brotist var inn í hús Manchester United leikmannsins Paul Pogba á meðan hann var að spila í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Hann lofar verðlaunum fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku þeirra seku. „Í fyrrakvöld upplifðum við verstu martröð fjölskyldunnar þegar brotist var inn á heimili okkar og við rænd á meðan börnin okkar voru sofandi í herbergjunum sínum,“ skrifaði Paul Pogba á samfélagsmiðla sína. „Innbrotsþjófarnir voru inn á heimili okkar í minna en fimm mínútur en á þeim tíma tóku þeir frá okkur eitthvað sem er meira virði en nokkuð annað eða öryggistilfinninguna,“ skrifaði Pogba. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) María Zulay Salaues, kona hans, var á Old Trafford til að fylgjast með sínum manni spila en þau eiga tvö ung börn saman. „Þetta gerðist á lokamínútunum í leiknum í gær þegar þeir vissu að við værum ekki heima. Ég og konan mín drifum okkur heim án þess að vita fyrir vissu hvort börnin okkar væru örugg og ómeidd. Ég sem faðir get vottað það að það er engin tilfinning verri en að geta ekki verið til staðar til að verja börnin mín. Ég vona innilega að enginn þurfi að upplifa það sem ég upplifði í gær,“ skrifaði Pogba. Hann lofar síðan verðlaunum fyrir þann sem getur gefið vísbendingu um hverjir voru að verki. Þeir sem telja sig vita meira geta sent honum póst á rewardpogba@gmail.com. Þetta er í þriðja sinn á þessu tímabili þar sem leikmenn í Manchester-liðunum verða fyrir barðinu á innbrotsþjófum. Það var brotist inn hjá United-manninum Victor Lindelof í janúar og það var síðan ráðist á City-manninn Joao Cancelo í innbroti í febrúar. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
„Í fyrrakvöld upplifðum við verstu martröð fjölskyldunnar þegar brotist var inn á heimili okkar og við rænd á meðan börnin okkar voru sofandi í herbergjunum sínum,“ skrifaði Paul Pogba á samfélagsmiðla sína. „Innbrotsþjófarnir voru inn á heimili okkar í minna en fimm mínútur en á þeim tíma tóku þeir frá okkur eitthvað sem er meira virði en nokkuð annað eða öryggistilfinninguna,“ skrifaði Pogba. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) María Zulay Salaues, kona hans, var á Old Trafford til að fylgjast með sínum manni spila en þau eiga tvö ung börn saman. „Þetta gerðist á lokamínútunum í leiknum í gær þegar þeir vissu að við værum ekki heima. Ég og konan mín drifum okkur heim án þess að vita fyrir vissu hvort börnin okkar væru örugg og ómeidd. Ég sem faðir get vottað það að það er engin tilfinning verri en að geta ekki verið til staðar til að verja börnin mín. Ég vona innilega að enginn þurfi að upplifa það sem ég upplifði í gær,“ skrifaði Pogba. Hann lofar síðan verðlaunum fyrir þann sem getur gefið vísbendingu um hverjir voru að verki. Þeir sem telja sig vita meira geta sent honum póst á rewardpogba@gmail.com. Þetta er í þriðja sinn á þessu tímabili þar sem leikmenn í Manchester-liðunum verða fyrir barðinu á innbrotsþjófum. Það var brotist inn hjá United-manninum Victor Lindelof í janúar og það var síðan ráðist á City-manninn Joao Cancelo í innbroti í febrúar.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira