„Mikilvægt að skoða sjálfan sig út frá því að maður er aldrei fullkominn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2022 11:31 Róbert Aron Magnússon, Robbi Kronik, er kominn út í pólitíkina. Vísir/vilhelm Sumir segja að Róbert Aron Magnússon sé andlit Hip Hop senunnar á Íslandi. Flestir þekkja hann undir nafninu Robbi Kronik en hann hélt úti útvarpsþættinum Kronik í yfir tuttugu ár. Robbi er gestur vikunnar í Einkalífinu. Róbert er 47 ára og hefur marga fjöruna sopið á sinni lífsleið. Hann bjó í mörg ár í London þar sem hann rak meðal annars Búlluna þar í borg. Róbert hefur í gegnum árin öðlast ró í sínu lífi og segist vera orðinn betri manneskja. „Síðustu ár hef ég farið í rosalega mikla sjálfsskoðun. Það er mikilvægt að skoða sjálfan sig út frá því að maður er aldrei fullkominn. Ef maður tekur einhverja ákvörðun hér, var hún rétt eða röng. Eftir að ég varð fertugur þá fór ég að komast meira í sátt við sjálfan mig,“ segir Robbi og heldur áfram. „Kapphlaupið frá því að vera tuttugu og upp í fjörutíu ára er rosalega mikið og frekar mikið sjálfselskt ef maður getur sagt það. Eftir að maður verður fertugur fer maður að hugsa þetta svolítið öðruvísi og það hefur mér þótt svolítið gaman.“ Klippa: Einkalífið - Róbert Aron Magnússon Hann segist mögulega hafa verið hrokafullur í kringum tvítugsaldurinn og án efa barnalegur. „Þetta er bara hluti af því að maður hélt að maður vissi allt og það er bara hluti af þessu þroskaferli sem maður fer í gegnum. Svo er bara lífið, að fara í gegnum lífið er bara reynsla. Maður þarf að læra af mistökunum sem maður gerir í lífinu og það er skóli sem hefur hjálpað mér.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Robbi einnig um upphaf Kronik, árin í London, veitingarbransann hér á landi og komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins en hann tekur sjálfur þátt í stjórnmálunum hér á landi í fyrsta sinn núna um helgina þar sem hann býður sig fram í 6.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Einnig ræðir Robbi um samband sitt við Hólmfríði kærustuna sína og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Robbi er gestur vikunnar í Einkalífinu. Róbert er 47 ára og hefur marga fjöruna sopið á sinni lífsleið. Hann bjó í mörg ár í London þar sem hann rak meðal annars Búlluna þar í borg. Róbert hefur í gegnum árin öðlast ró í sínu lífi og segist vera orðinn betri manneskja. „Síðustu ár hef ég farið í rosalega mikla sjálfsskoðun. Það er mikilvægt að skoða sjálfan sig út frá því að maður er aldrei fullkominn. Ef maður tekur einhverja ákvörðun hér, var hún rétt eða röng. Eftir að ég varð fertugur þá fór ég að komast meira í sátt við sjálfan mig,“ segir Robbi og heldur áfram. „Kapphlaupið frá því að vera tuttugu og upp í fjörutíu ára er rosalega mikið og frekar mikið sjálfselskt ef maður getur sagt það. Eftir að maður verður fertugur fer maður að hugsa þetta svolítið öðruvísi og það hefur mér þótt svolítið gaman.“ Klippa: Einkalífið - Róbert Aron Magnússon Hann segist mögulega hafa verið hrokafullur í kringum tvítugsaldurinn og án efa barnalegur. „Þetta er bara hluti af því að maður hélt að maður vissi allt og það er bara hluti af þessu þroskaferli sem maður fer í gegnum. Svo er bara lífið, að fara í gegnum lífið er bara reynsla. Maður þarf að læra af mistökunum sem maður gerir í lífinu og það er skóli sem hefur hjálpað mér.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Robbi einnig um upphaf Kronik, árin í London, veitingarbransann hér á landi og komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins en hann tekur sjálfur þátt í stjórnmálunum hér á landi í fyrsta sinn núna um helgina þar sem hann býður sig fram í 6.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Einnig ræðir Robbi um samband sitt við Hólmfríði kærustuna sína og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira